Reglur um klæðaburð unglinga á dansleikjum hóflegar 8. febrúar 2011 13:30 Samfés 2009. Stutt pils verða bönnuð á Samfésballinu í ár, nema innan undir sé klæðst lituðum leggings sem ná niður á ökkla. fréttablaðið/daníel Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stuttum pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt," segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Reglurnar eru settar fyrir stóra Samfésballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðallega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar," segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, dregur ákvarðanir Samfés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldrana eða krakkana sjálfa," segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið." Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtanir og slíkt geti orðið flókið. Mynd/Vilhelm „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið - að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æskulýðsstarfi." sunna@frettabladid.is Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stuttum pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt," segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Reglurnar eru settar fyrir stóra Samfésballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðallega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar," segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, dregur ákvarðanir Samfés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldrana eða krakkana sjálfa," segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið." Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtanir og slíkt geti orðið flókið. Mynd/Vilhelm „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið - að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æskulýðsstarfi." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira