Staða ábyrgðarmanna – sjálfskuldarábyrgðir og lánsveð Árni Helgason og Þórir Skarphéðinsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í að leysa úr skuldavanda einstaklinga og heimila að undanförnu er ljóst að enn er mörgum málum ólokið og fjöldi nýrra mála er settur í lögfræðiinnheimtu á degi hverjum. Samtímis eru gjarnan hafnar innheimtuaðgerðir gagnvart ábyrgðarmönnum á viðkomandi láni, þ.e. þeim sem ýmist veittu sjálfskuldarábyrgð eða lánsveð í eign sinni til tryggingar láninu. Greiðslumat skilyrðiUm slíkar skuldbindingar ábyrgðarmanna gilda þó ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara. Ábyrgðir felldar úr gildiEf lánveitandinn vanrækti að sinna skyldum sínum samkvæmt samkomulaginu er ábyrgðin eða lánsveðið ólögmætt. Þetta hefur margoft komið fram í dómum og ákvörðunum úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem hefur mál sem þessi til umfjöllunar. Það ber þó að hafa í huga að lífeyrissjóðir landsins voru ekki aðilar að samkomulaginu og það tók eingöngu til ábyrgða sem einstaklingar gengu í fyrir einstaklinga. Þar af leiðandi falla t.d. ábyrgðir á rekstri einkahlutafélaga utan við samkomulagið. Lögin um ábyrgðarmenn gera hins vegar ekki slíka undanþágu, þau taka almennt til ábyrgða sem einstaklingar takast á hendur og undanskilja ekki tilteknar lánastofnanir eða ákveðnar tegundir ábyrgða. Sækja verður réttinnFjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Þá er þetta ekki eitt af þeim atriðum sem dómarar kanna af sjálfsdáðum ef málum sem varða ábyrgð er stefnt inn. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að skoða stöðu sína og kanna lögmæti ábyrgða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í að leysa úr skuldavanda einstaklinga og heimila að undanförnu er ljóst að enn er mörgum málum ólokið og fjöldi nýrra mála er settur í lögfræðiinnheimtu á degi hverjum. Samtímis eru gjarnan hafnar innheimtuaðgerðir gagnvart ábyrgðarmönnum á viðkomandi láni, þ.e. þeim sem ýmist veittu sjálfskuldarábyrgð eða lánsveð í eign sinni til tryggingar láninu. Greiðslumat skilyrðiUm slíkar skuldbindingar ábyrgðarmanna gilda þó ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara. Ábyrgðir felldar úr gildiEf lánveitandinn vanrækti að sinna skyldum sínum samkvæmt samkomulaginu er ábyrgðin eða lánsveðið ólögmætt. Þetta hefur margoft komið fram í dómum og ákvörðunum úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem hefur mál sem þessi til umfjöllunar. Það ber þó að hafa í huga að lífeyrissjóðir landsins voru ekki aðilar að samkomulaginu og það tók eingöngu til ábyrgða sem einstaklingar gengu í fyrir einstaklinga. Þar af leiðandi falla t.d. ábyrgðir á rekstri einkahlutafélaga utan við samkomulagið. Lögin um ábyrgðarmenn gera hins vegar ekki slíka undanþágu, þau taka almennt til ábyrgða sem einstaklingar takast á hendur og undanskilja ekki tilteknar lánastofnanir eða ákveðnar tegundir ábyrgða. Sækja verður réttinnFjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Þá er þetta ekki eitt af þeim atriðum sem dómarar kanna af sjálfsdáðum ef málum sem varða ábyrgð er stefnt inn. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að skoða stöðu sína og kanna lögmæti ábyrgða.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar