Erlent

Ekkert lát á hamförum í Ástralíu - nú eru það kjarreldar

Miklir kjarreldar geisa nú í Vestur Ástralíu, nálægt borginni Perth og hafa um 40 hús orðið eldinum að bráð. Eldarnir brenna á tveimur stöðum og mikill vindur gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.

Tvö ár eru síðan 173 létust í svipuðum eldum í Viktoríu-ríki. Það virðist því lítið lát á hörmungunum sem dunið hafa yfir Ástrala síðustu mánuði, en flóð, fellibylir og nú eldar, hafa leikið landið grátt að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×