Lífræn ræktun og lífrænn landbúnaður 8. október 2011 11:00 Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? Lífræn ræktun, sem segja má að sé lífefld ræktun á vaxandi vinsældum að fagna og byggir hún m.a. á leiðbeiningum dr. Rudolfs Steiners sem var austurrískur náttúruvísindamaður og heimspekingur, en einnig á áratuga traustum grunni tilrauna og rannsókna. Lífræn ræktun hefur verið stunduð frá örófi alda um allan heim. Njáll á Bergþórshvoli stundaði lífræna ræktun og lét aka skarni á hóla, en meðal frumkvöðla hér á landi á seinni tímum má nefna garðyrkjumenn við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Vistvæna ræktun- og landbúnað má telja þann sem sannanlega raskar ekki vistkerfum náttúrunnar til skaða. Í lífefldri ræktun og landbúnaði eru settar enn strangari reglur og gæðakröfur, auk þess að háttbundin notkun náttúrulegra hvata er viðhöfð. Hvatar örva niðurbrot og uppsöfnun næringarefna í safnhaug og jarðvegi og stuðla að betri nýtingu áburðarefna, ásamt því að auka gæði og geymsluþol matjurta. Lífræn ræktun er af sama meiði og lífrænn landbúnaður en samkvæmt samþykktum alþjóðlegrar hreyfingar um lífrænan landbúnað eru helstu markmiðin þessi: Að framleiða holl matvæli í besta gæðaflokki og í nægjanlegu magni. Að vinna með lífríki jarðar en ekki gegn því. Að viðhalda og auka frjósemi jarðvegs til langframa. Að stuðla að og auka lífræna hringrás í landbúnaði með örverum, jarðvegsflóru og fánu, jurtum og dýrum. Að nota eins mikið og kostur er af endurnýjanlegum auðlindum í staðbundnum sjálfbærum landbúnaði. Að vinna eins og kostur er með lokuð kerfi varðandi lífræn efni og næringarefni. Að veita búpeningi nauðsynleg skilyrði til að lifa eðlilegu lífi en endurnýta hráefni og afurðir eins og kostur er. Að forðast alla mengun vegna tækjanotkunar. Að viðhalda fjölbreytni tegunda á ræktuðum svæðum og umhverfis þau, m.a. með verndun plöntu- og dýrasamfélaga. Að hafa í huga félagsleg og umhverfisleg áhrif landbúnaðar, einnig með tilliti til lífsafkomu og starfsánægju framleiðenda. Markmið lífrænnar ræktunar er þríþætt: að viðhalda frjósemi jarðvegs til framtíðar; að auka mótstöðuafl jurta gegn sjúkdómum og sníkjudýrum með réttum ræktunaraðferðum svo notkun hættulegra eitur- og varnarefna verði ónauðsynleg; og loks að framleiða heilnæmar afurðir af sem mestum gæðum. Í lífrænni ræktun er fylgt náttúrulegum takti hverrar árstíðar. Frjósemi jarðvegs er viðhaldið með víxlræktun, fjölbreyttu tegundavali við ræktun og jarðveginum er skilað aftur sem nemur afrakstri af uppskeru jarðvegsins. Hlutverk áburðar í lífrænni ræktun er að auðga hann og gæða lífi og í því tilliti er húsdýraáburður einn mikilvægasti þátturinn. Það sem mestu veldur er lífshvatinn sem í honum er og hann færir jarðveginum. Húsdýraáburður er jarðvegsbætandi, eykur magn gróðurmoldar og framleiðni hennar. Lífrænn áburður er m.a. þangmjöl, fiskimjöl, beina- og kjötmjöl og jurtaleifar. Nokkrar plöntutegundir er unnt að rækta til að auka næringarinnihald jarðvegs, einkum sem þátt af sáðskiptaræktun. Þetta eru t.d. belgjurtir, s.s. smári, sem ræktaðar eru að sumri en plægðar niður að hausti sem grænáburður. Með íblöndun lífræns áburðar í ræktunarjarðveg er rennt stoðum undir fjölskrúðugt örverulíf í moldinni en það er undirstaða arðsemi og þrifa nytjaplantna vegna þess að örverur ummynda næringarefni í náttúrulegri hringrás og styrkja mótstöðuafl jurta gegn ásókn skordýra og gegn sjúkdómum. Lifandi jarðvegur er því frjósamur jarðvegur. Afar mikilvægt er að meðhöndla áburðinn þannig að hann örvi og viðhaldi lífsferlinum í jarðvegi og að verðmæt næringarefni, s.s. köfnunarefni sem er óstöðugt, nýtist sem best. Ummyndun áburðarins í safnhaugaferlinu er jarðveginum nauðsynleg til viðhalds og endurnýjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? Lífræn ræktun, sem segja má að sé lífefld ræktun á vaxandi vinsældum að fagna og byggir hún m.a. á leiðbeiningum dr. Rudolfs Steiners sem var austurrískur náttúruvísindamaður og heimspekingur, en einnig á áratuga traustum grunni tilrauna og rannsókna. Lífræn ræktun hefur verið stunduð frá örófi alda um allan heim. Njáll á Bergþórshvoli stundaði lífræna ræktun og lét aka skarni á hóla, en meðal frumkvöðla hér á landi á seinni tímum má nefna garðyrkjumenn við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Vistvæna ræktun- og landbúnað má telja þann sem sannanlega raskar ekki vistkerfum náttúrunnar til skaða. Í lífefldri ræktun og landbúnaði eru settar enn strangari reglur og gæðakröfur, auk þess að háttbundin notkun náttúrulegra hvata er viðhöfð. Hvatar örva niðurbrot og uppsöfnun næringarefna í safnhaug og jarðvegi og stuðla að betri nýtingu áburðarefna, ásamt því að auka gæði og geymsluþol matjurta. Lífræn ræktun er af sama meiði og lífrænn landbúnaður en samkvæmt samþykktum alþjóðlegrar hreyfingar um lífrænan landbúnað eru helstu markmiðin þessi: Að framleiða holl matvæli í besta gæðaflokki og í nægjanlegu magni. Að vinna með lífríki jarðar en ekki gegn því. Að viðhalda og auka frjósemi jarðvegs til langframa. Að stuðla að og auka lífræna hringrás í landbúnaði með örverum, jarðvegsflóru og fánu, jurtum og dýrum. Að nota eins mikið og kostur er af endurnýjanlegum auðlindum í staðbundnum sjálfbærum landbúnaði. Að vinna eins og kostur er með lokuð kerfi varðandi lífræn efni og næringarefni. Að veita búpeningi nauðsynleg skilyrði til að lifa eðlilegu lífi en endurnýta hráefni og afurðir eins og kostur er. Að forðast alla mengun vegna tækjanotkunar. Að viðhalda fjölbreytni tegunda á ræktuðum svæðum og umhverfis þau, m.a. með verndun plöntu- og dýrasamfélaga. Að hafa í huga félagsleg og umhverfisleg áhrif landbúnaðar, einnig með tilliti til lífsafkomu og starfsánægju framleiðenda. Markmið lífrænnar ræktunar er þríþætt: að viðhalda frjósemi jarðvegs til framtíðar; að auka mótstöðuafl jurta gegn sjúkdómum og sníkjudýrum með réttum ræktunaraðferðum svo notkun hættulegra eitur- og varnarefna verði ónauðsynleg; og loks að framleiða heilnæmar afurðir af sem mestum gæðum. Í lífrænni ræktun er fylgt náttúrulegum takti hverrar árstíðar. Frjósemi jarðvegs er viðhaldið með víxlræktun, fjölbreyttu tegundavali við ræktun og jarðveginum er skilað aftur sem nemur afrakstri af uppskeru jarðvegsins. Hlutverk áburðar í lífrænni ræktun er að auðga hann og gæða lífi og í því tilliti er húsdýraáburður einn mikilvægasti þátturinn. Það sem mestu veldur er lífshvatinn sem í honum er og hann færir jarðveginum. Húsdýraáburður er jarðvegsbætandi, eykur magn gróðurmoldar og framleiðni hennar. Lífrænn áburður er m.a. þangmjöl, fiskimjöl, beina- og kjötmjöl og jurtaleifar. Nokkrar plöntutegundir er unnt að rækta til að auka næringarinnihald jarðvegs, einkum sem þátt af sáðskiptaræktun. Þetta eru t.d. belgjurtir, s.s. smári, sem ræktaðar eru að sumri en plægðar niður að hausti sem grænáburður. Með íblöndun lífræns áburðar í ræktunarjarðveg er rennt stoðum undir fjölskrúðugt örverulíf í moldinni en það er undirstaða arðsemi og þrifa nytjaplantna vegna þess að örverur ummynda næringarefni í náttúrulegri hringrás og styrkja mótstöðuafl jurta gegn ásókn skordýra og gegn sjúkdómum. Lifandi jarðvegur er því frjósamur jarðvegur. Afar mikilvægt er að meðhöndla áburðinn þannig að hann örvi og viðhaldi lífsferlinum í jarðvegi og að verðmæt næringarefni, s.s. köfnunarefni sem er óstöðugt, nýtist sem best. Ummyndun áburðarins í safnhaugaferlinu er jarðveginum nauðsynleg til viðhalds og endurnýjunar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun