Lífræn ræktun og lífrænn landbúnaður 8. október 2011 11:00 Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? Lífræn ræktun, sem segja má að sé lífefld ræktun á vaxandi vinsældum að fagna og byggir hún m.a. á leiðbeiningum dr. Rudolfs Steiners sem var austurrískur náttúruvísindamaður og heimspekingur, en einnig á áratuga traustum grunni tilrauna og rannsókna. Lífræn ræktun hefur verið stunduð frá örófi alda um allan heim. Njáll á Bergþórshvoli stundaði lífræna ræktun og lét aka skarni á hóla, en meðal frumkvöðla hér á landi á seinni tímum má nefna garðyrkjumenn við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Vistvæna ræktun- og landbúnað má telja þann sem sannanlega raskar ekki vistkerfum náttúrunnar til skaða. Í lífefldri ræktun og landbúnaði eru settar enn strangari reglur og gæðakröfur, auk þess að háttbundin notkun náttúrulegra hvata er viðhöfð. Hvatar örva niðurbrot og uppsöfnun næringarefna í safnhaug og jarðvegi og stuðla að betri nýtingu áburðarefna, ásamt því að auka gæði og geymsluþol matjurta. Lífræn ræktun er af sama meiði og lífrænn landbúnaður en samkvæmt samþykktum alþjóðlegrar hreyfingar um lífrænan landbúnað eru helstu markmiðin þessi: Að framleiða holl matvæli í besta gæðaflokki og í nægjanlegu magni. Að vinna með lífríki jarðar en ekki gegn því. Að viðhalda og auka frjósemi jarðvegs til langframa. Að stuðla að og auka lífræna hringrás í landbúnaði með örverum, jarðvegsflóru og fánu, jurtum og dýrum. Að nota eins mikið og kostur er af endurnýjanlegum auðlindum í staðbundnum sjálfbærum landbúnaði. Að vinna eins og kostur er með lokuð kerfi varðandi lífræn efni og næringarefni. Að veita búpeningi nauðsynleg skilyrði til að lifa eðlilegu lífi en endurnýta hráefni og afurðir eins og kostur er. Að forðast alla mengun vegna tækjanotkunar. Að viðhalda fjölbreytni tegunda á ræktuðum svæðum og umhverfis þau, m.a. með verndun plöntu- og dýrasamfélaga. Að hafa í huga félagsleg og umhverfisleg áhrif landbúnaðar, einnig með tilliti til lífsafkomu og starfsánægju framleiðenda. Markmið lífrænnar ræktunar er þríþætt: að viðhalda frjósemi jarðvegs til framtíðar; að auka mótstöðuafl jurta gegn sjúkdómum og sníkjudýrum með réttum ræktunaraðferðum svo notkun hættulegra eitur- og varnarefna verði ónauðsynleg; og loks að framleiða heilnæmar afurðir af sem mestum gæðum. Í lífrænni ræktun er fylgt náttúrulegum takti hverrar árstíðar. Frjósemi jarðvegs er viðhaldið með víxlræktun, fjölbreyttu tegundavali við ræktun og jarðveginum er skilað aftur sem nemur afrakstri af uppskeru jarðvegsins. Hlutverk áburðar í lífrænni ræktun er að auðga hann og gæða lífi og í því tilliti er húsdýraáburður einn mikilvægasti þátturinn. Það sem mestu veldur er lífshvatinn sem í honum er og hann færir jarðveginum. Húsdýraáburður er jarðvegsbætandi, eykur magn gróðurmoldar og framleiðni hennar. Lífrænn áburður er m.a. þangmjöl, fiskimjöl, beina- og kjötmjöl og jurtaleifar. Nokkrar plöntutegundir er unnt að rækta til að auka næringarinnihald jarðvegs, einkum sem þátt af sáðskiptaræktun. Þetta eru t.d. belgjurtir, s.s. smári, sem ræktaðar eru að sumri en plægðar niður að hausti sem grænáburður. Með íblöndun lífræns áburðar í ræktunarjarðveg er rennt stoðum undir fjölskrúðugt örverulíf í moldinni en það er undirstaða arðsemi og þrifa nytjaplantna vegna þess að örverur ummynda næringarefni í náttúrulegri hringrás og styrkja mótstöðuafl jurta gegn ásókn skordýra og gegn sjúkdómum. Lifandi jarðvegur er því frjósamur jarðvegur. Afar mikilvægt er að meðhöndla áburðinn þannig að hann örvi og viðhaldi lífsferlinum í jarðvegi og að verðmæt næringarefni, s.s. köfnunarefni sem er óstöðugt, nýtist sem best. Ummyndun áburðarins í safnhaugaferlinu er jarðveginum nauðsynleg til viðhalds og endurnýjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? Lífræn ræktun, sem segja má að sé lífefld ræktun á vaxandi vinsældum að fagna og byggir hún m.a. á leiðbeiningum dr. Rudolfs Steiners sem var austurrískur náttúruvísindamaður og heimspekingur, en einnig á áratuga traustum grunni tilrauna og rannsókna. Lífræn ræktun hefur verið stunduð frá örófi alda um allan heim. Njáll á Bergþórshvoli stundaði lífræna ræktun og lét aka skarni á hóla, en meðal frumkvöðla hér á landi á seinni tímum má nefna garðyrkjumenn við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Vistvæna ræktun- og landbúnað má telja þann sem sannanlega raskar ekki vistkerfum náttúrunnar til skaða. Í lífefldri ræktun og landbúnaði eru settar enn strangari reglur og gæðakröfur, auk þess að háttbundin notkun náttúrulegra hvata er viðhöfð. Hvatar örva niðurbrot og uppsöfnun næringarefna í safnhaug og jarðvegi og stuðla að betri nýtingu áburðarefna, ásamt því að auka gæði og geymsluþol matjurta. Lífræn ræktun er af sama meiði og lífrænn landbúnaður en samkvæmt samþykktum alþjóðlegrar hreyfingar um lífrænan landbúnað eru helstu markmiðin þessi: Að framleiða holl matvæli í besta gæðaflokki og í nægjanlegu magni. Að vinna með lífríki jarðar en ekki gegn því. Að viðhalda og auka frjósemi jarðvegs til langframa. Að stuðla að og auka lífræna hringrás í landbúnaði með örverum, jarðvegsflóru og fánu, jurtum og dýrum. Að nota eins mikið og kostur er af endurnýjanlegum auðlindum í staðbundnum sjálfbærum landbúnaði. Að vinna eins og kostur er með lokuð kerfi varðandi lífræn efni og næringarefni. Að veita búpeningi nauðsynleg skilyrði til að lifa eðlilegu lífi en endurnýta hráefni og afurðir eins og kostur er. Að forðast alla mengun vegna tækjanotkunar. Að viðhalda fjölbreytni tegunda á ræktuðum svæðum og umhverfis þau, m.a. með verndun plöntu- og dýrasamfélaga. Að hafa í huga félagsleg og umhverfisleg áhrif landbúnaðar, einnig með tilliti til lífsafkomu og starfsánægju framleiðenda. Markmið lífrænnar ræktunar er þríþætt: að viðhalda frjósemi jarðvegs til framtíðar; að auka mótstöðuafl jurta gegn sjúkdómum og sníkjudýrum með réttum ræktunaraðferðum svo notkun hættulegra eitur- og varnarefna verði ónauðsynleg; og loks að framleiða heilnæmar afurðir af sem mestum gæðum. Í lífrænni ræktun er fylgt náttúrulegum takti hverrar árstíðar. Frjósemi jarðvegs er viðhaldið með víxlræktun, fjölbreyttu tegundavali við ræktun og jarðveginum er skilað aftur sem nemur afrakstri af uppskeru jarðvegsins. Hlutverk áburðar í lífrænni ræktun er að auðga hann og gæða lífi og í því tilliti er húsdýraáburður einn mikilvægasti þátturinn. Það sem mestu veldur er lífshvatinn sem í honum er og hann færir jarðveginum. Húsdýraáburður er jarðvegsbætandi, eykur magn gróðurmoldar og framleiðni hennar. Lífrænn áburður er m.a. þangmjöl, fiskimjöl, beina- og kjötmjöl og jurtaleifar. Nokkrar plöntutegundir er unnt að rækta til að auka næringarinnihald jarðvegs, einkum sem þátt af sáðskiptaræktun. Þetta eru t.d. belgjurtir, s.s. smári, sem ræktaðar eru að sumri en plægðar niður að hausti sem grænáburður. Með íblöndun lífræns áburðar í ræktunarjarðveg er rennt stoðum undir fjölskrúðugt örverulíf í moldinni en það er undirstaða arðsemi og þrifa nytjaplantna vegna þess að örverur ummynda næringarefni í náttúrulegri hringrás og styrkja mótstöðuafl jurta gegn ásókn skordýra og gegn sjúkdómum. Lifandi jarðvegur er því frjósamur jarðvegur. Afar mikilvægt er að meðhöndla áburðinn þannig að hann örvi og viðhaldi lífsferlinum í jarðvegi og að verðmæt næringarefni, s.s. köfnunarefni sem er óstöðugt, nýtist sem best. Ummyndun áburðarins í safnhaugaferlinu er jarðveginum nauðsynleg til viðhalds og endurnýjunar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun