Innlent

Hver rýnihópur fjallar um 6 til 14 hagræðingartillögur

Tveir rýnihópar hafa verið settir saman í hverju hverfi borgarinnar, alls tólf hópar foreldra og starfsfólks
Tveir rýnihópar hafa verið settir saman í hverju hverfi borgarinnar, alls tólf hópar foreldra og starfsfólks
Starf er hafið með rýnihópum foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni. Hóparnir munu fara yfir þær hugmyndir sem fram eru komnar um hvernig megi hagræða í rekstri stofnana í lærdómsumhverfi reykvískra barna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikskóla- og menntasviði Reykjavíkurborgar.

Tveir rýnihópar hafa verið settir saman í hverju hverfi borgarinnar, alls tólf hópar. Fulltrúar voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki meðal foreldra og starfsfólks. Haft var að leiðarljósi að velja foreldra og/eða starfsfólk frá þeim stofnunum þar sem hugmynd um sameiningu er til umræðu. Einnig var leitast við að velja foreldra sem hefðu mikla reynslu af skólastarfi í hverfinu, ættu t.d börn í leikskólum og grunnskólum og á frístundaheimilum og hefðu þannig snertingu við sem flestar stofnanir.

Í rýnihópunum er leitað eftir skoðunum á þeim hugmyndum sem hafa komið fram um sameiningu stofnana í hverju hverfi, eftir greiningu starfshóps, viðtöl við stjórnendur, á hverfafundum og í gegnum ábendingagátt um þetta verkefni. Hver hópur fjallar um 6-14 tillögur, en misjafnt er eftir hverfum hversu margar þær eru og hversu margar stofnanir falla undir þær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikskóla- og menntasviði Reykjavíkurborgar.

Tveir rýnihópar hafa verið settir saman í hverju hverfi borgarinnar, alls tólf hópar. Fulltrúar voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki meðal foreldra og starfsfólks. Haft var að leiðarljósi að velja foreldra og/eða starfsfólk frá þeim stofnunum þar sem hugmynd um sameiningu er til umræðu. Einnig var leitast við að velja foreldra sem hefðu mikla reynslu af skólastarfi í hverfinu, ættu t.d börn í leikskólum og grunnskólum og á frístundaheimilum og hefðu þannig snertingu við sem flestar stofnanir.

Í rýnihópunum er leitað eftir skoðunum á þeim hugmyndum sem hafa komið fram um sameiningu stofnana í hverju hverfi, eftir greiningu starfshóps, viðtöl við stjórnendur, á hverfafundum og í gegnum ábendingagátt um þetta verkefni. Hver hópur fjallar um 6-14 tillögur, en misjafnt er eftir hverfum hversu margar þær eru og hversu margar stofnanir falla undir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×