Innlent

Sveik út humar og blóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn skellti sér á humarhúsið.
Maðurinn skellti sér á humarhúsið.
Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að stela greiðslukortum og svíkja út vörur og þjónustu fyrir um 117 þúsund krónur með því að láta skuldfæra andvirði þeirra á kortin. Á meðal þess sem maðurinn sveik út var áfengið fyrir tæpar 11 þúsund krónur, veitingar í Humarhúsinu fyrir um 35 þúsund krónur og leikjatölvu fyrir um 60 þúsund krónur.

Eftirfarandi vörur og þjónustu veik maðurinn út á kortin:

Í versluninni Hlíðarblómum, Skipholti 70, andvirði rósar 650 kr.

Í versluninni Aktíf, Kringlunni 4-12, andvirði vöru 1.300 kr.

Í vínbúðinni, Kringlunni 4-12, andvirði áfengis 10.686 kr.

Hjá Hreiðari Berg Hreiðarssyni, leigubifreiðastjóra, andvirði leiguaksturs 800 kr.

Í Humarhúsinu, Amtmannsstíg 1, andvirði veitinga 34.700 kr.

Hjá Aðalsteini Traustasyni, leigubifreiðastjóra, kt. 291269-4789, andvirði leiguaksturs 3.690 kr.

Í verslun Hagkaups Kringlunni 4-12 andvirði vöru 1.798 kr.

Hjá leigubifreiðastjóra nr. 98 á Hreyfli andvirði leiguaksturs 750 kr.

Á veitingastaðnum Búmannsklukkunni, Amtmannsstíg 1, andvirði veitinga 2.070 kr.

Í verslun BT, Skeifunni, andvirði leiktölvu 59.999 kr.

Hjá leigubifreiðastjóra nr. 322 hjá Hreyfli aðfaranótt næsta dags andvirði leiguaksturs 870 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×