Erlent

Smyglari hengdur í Íran

Íranir hengdu í morgun íransk-hollenska konu fyrir smygl á eiturlyfjum, en hún var upphaflega handtekin fyrir mótmæli gegn ríkisstjórn Íran. Hollensk yfirvöld höfðu óskað eftir upplýsingum um mál hennar en Íranir urðu ekki við þeirri beiðni.

Mikill fjöldi aftaka með hengingu hafa verið framkvæmdar í Íran á þessu ári. Eftir að konan, Zahra Bahrami, var hengd er áætlað að 66 hafi sætt dauðarefsingu með hengingu aðeins í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×