Nánari útfærsla á skuldavanda heimilanna undirrituð 15. janúar 2011 12:39 Meðal þess sem samkomulagið felur í sér að er að heimilum þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Í dag var undirritað samkomulag um nánari útfærslu aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila í samræmi við viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lánveitenda, frá 3. desember síðastliðinum samkvæmt tilkynningu frá efnahagsráðuneytinu. Meðal þess sem samkomulagið felur í sér að er að heimilum þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Þá segir einnig að lántakar, sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 milljónir króa, geta óskað eftir frekari niðurfellingu. Hér fyrir neðan birtist samkomulagið í heild sinni: 1. Heimilum þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Það er skilyrði niðurfellingar skulda að umsækjandi og/eða maki hans, eftir því sem við á, séu eigendur hinna veðsettu eigna og greiðendur áhvílandi lána og að eignin sé notuð til heimilishalds umsækjanda. 2. Sett er upp einfaldari leið fyrir lántaka sem óska eftir niðurfellingu um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Tekið verður tillit til annarra aðfararhæfra eigna. Ef veðrými er á þeim eignum, lækkar niðurfærsla veðskulda sem því nemur. Hjá lífeyrissjóðum mun lækkun skulda einnig takmarkast við að greiðslubyrði umsækjanda af lánum sem samkomulag þetta tekur til verði ekki lægri en sem svarar 18% af brúttótekjum eftir beitingu úrræðisins. 3. Lántakar sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 m. kr., geta óskað eftir frekari niðurfellingu. Niðurfellingin getur í heild numið allt að 15 m.kr. fyrir einstaklinga og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Mörk niðurfellingar ráðast af 110% veðsetningarhlutfalli af verðmæti eigna og að greiðslubyrði umsækjanda af lánum, sem samkomulagið tekur til, fari ekki niðurfyrir 18% af brúttótekjum. 4. Skuldir sem færa má niður samkvæmt samkomulaginu eru skuldir sem stofnað var til vegna fasteignakaupa umsækjanda á árunum fyrir 2009 og hvíla með veði á eign sem er til heimilishalds lántaka og uppfylla rétt til vaxtabóta. Þó eru undanskilin lán sem veitt voru til endurbóta af Íbúðalánasjóði og voru yfir fasteignamati hinnar veðsettu eignar við lánveitingu. 5. Þegar um gengistryggð lán er að ræða er miðað við höfuðstól þeirra að loknum endurútreikningi samkvæmt ákvæðum nýsettra laga nr. 151/2010 um endurreikning gengistryggðra lána og mat á skuldastöðu miðað við þannig endurreiknaðar eftirstöðvar þeirra lána. 6. Þeir lántakar, sem hafa þegar fengið niðurfellingu skulda sinna niður í 110% af verðmæti eigna sinna á grundvelli annarra úrræða, geta átt þess kost að fá frekari niðurfellingu að uppfylltum skilyrðum þessa samkomulags. 7. Lántaki skal snúa sér til þess lánveitanda íbúðaláns sem er á aftasta veðrétti. Sá lánveitandi, sem lántaki leitar til, heldur utan um málið gagnvart öðrum lánveitendum. 8. Unnt er að sækja um niðurfellingu skulda samkvæmt samkomulaginu fram til 1. júlí 2011. 9. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkomulagið kemur ekki í veg fyrir að lánveitendur veiti viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði. Samkomulagið í heild sinni er aðgengilegt á veffangin efnahagsráðuneytisins. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í dag var undirritað samkomulag um nánari útfærslu aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila í samræmi við viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lánveitenda, frá 3. desember síðastliðinum samkvæmt tilkynningu frá efnahagsráðuneytinu. Meðal þess sem samkomulagið felur í sér að er að heimilum þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Þá segir einnig að lántakar, sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 milljónir króa, geta óskað eftir frekari niðurfellingu. Hér fyrir neðan birtist samkomulagið í heild sinni: 1. Heimilum þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Það er skilyrði niðurfellingar skulda að umsækjandi og/eða maki hans, eftir því sem við á, séu eigendur hinna veðsettu eigna og greiðendur áhvílandi lána og að eignin sé notuð til heimilishalds umsækjanda. 2. Sett er upp einfaldari leið fyrir lántaka sem óska eftir niðurfellingu um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Tekið verður tillit til annarra aðfararhæfra eigna. Ef veðrými er á þeim eignum, lækkar niðurfærsla veðskulda sem því nemur. Hjá lífeyrissjóðum mun lækkun skulda einnig takmarkast við að greiðslubyrði umsækjanda af lánum sem samkomulag þetta tekur til verði ekki lægri en sem svarar 18% af brúttótekjum eftir beitingu úrræðisins. 3. Lántakar sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 m. kr., geta óskað eftir frekari niðurfellingu. Niðurfellingin getur í heild numið allt að 15 m.kr. fyrir einstaklinga og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Mörk niðurfellingar ráðast af 110% veðsetningarhlutfalli af verðmæti eigna og að greiðslubyrði umsækjanda af lánum, sem samkomulagið tekur til, fari ekki niðurfyrir 18% af brúttótekjum. 4. Skuldir sem færa má niður samkvæmt samkomulaginu eru skuldir sem stofnað var til vegna fasteignakaupa umsækjanda á árunum fyrir 2009 og hvíla með veði á eign sem er til heimilishalds lántaka og uppfylla rétt til vaxtabóta. Þó eru undanskilin lán sem veitt voru til endurbóta af Íbúðalánasjóði og voru yfir fasteignamati hinnar veðsettu eignar við lánveitingu. 5. Þegar um gengistryggð lán er að ræða er miðað við höfuðstól þeirra að loknum endurútreikningi samkvæmt ákvæðum nýsettra laga nr. 151/2010 um endurreikning gengistryggðra lána og mat á skuldastöðu miðað við þannig endurreiknaðar eftirstöðvar þeirra lána. 6. Þeir lántakar, sem hafa þegar fengið niðurfellingu skulda sinna niður í 110% af verðmæti eigna sinna á grundvelli annarra úrræða, geta átt þess kost að fá frekari niðurfellingu að uppfylltum skilyrðum þessa samkomulags. 7. Lántaki skal snúa sér til þess lánveitanda íbúðaláns sem er á aftasta veðrétti. Sá lánveitandi, sem lántaki leitar til, heldur utan um málið gagnvart öðrum lánveitendum. 8. Unnt er að sækja um niðurfellingu skulda samkvæmt samkomulaginu fram til 1. júlí 2011. 9. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkomulagið kemur ekki í veg fyrir að lánveitendur veiti viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði. Samkomulagið í heild sinni er aðgengilegt á veffangin efnahagsráðuneytisins.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira