Innlent

Sjónvarpskóngur ákærður: Við erum saklaus

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Stjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn.
Stjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn.

„Við komum fyrir dómara í dag og lýstum okkur algjörlega saklaus af öllum ásetningi. Þetta mál er með hreinum ólíkindum," segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN. Hann og eiginkona hans voru í desember ákærð fyrir skattalagabrot og krafin um rúmar 11 milljónir króna.

Málið snýr annars vegar að einkahlutafélaginu Langárveiðum ehf. sem Ingvi Hrafn stýrir og hins vegar skattaskilum þeirra hjóna.

„Þetta snýst um uppgjör á vegaframkvæmdum, vatnsveituframkvæmdum og á hvaða kennitölu þetta var sett. Við sögðum fyrir löngu: Ef þetta er svona þá bara borgum við þetta. En þá er svarið: Nei, það þarf að ákæra," segir Ingvi Hrafn.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. „Við teljum okkur vera alsaklaus af öllum misgjörðum og höfum lagt fram alla pappíra í hendurnar á skattrannsóknarstjóra og efnahagsbrotadeild," segir Ingvi Hrafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×