Hvað gerir forsetinn næst? 8. september 2011 06:00 Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. Hann hefur ekki aðeins fótumtroðið hefðbundna stjórnskipan íslenska lýðveldisins, heldur hefur hann ráðist á ríkisstjórn landsins og í leiðinni að grannþjóðum okkar, – líka þeim sem veittu okkur hjálparhönd á erfiðum tímum. Þar nefni ég sérstaklega Norðurlöndin, og þá einna helst Færeyjar og Pólland. Þessi ríki komu okkur til bjargar í efnahagskreppunni með því að leggja fram helming gjaldeyrislánsins sem var undirstaða efnahagsáætlunar okkar í samvinnu við AGS. Eigum við Íslendingar að una því að forseti landsins haldi uppi eins konar leðjuslag í samskiptum okkar við erlend ríki? Ríkisstjórnin hefur þagað með einni undantekningu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svaraði forsetanum í fréttum Stöðvar tvö og gerði það vel. Við eigum mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Við megum ekki láta einn mann eyðileggja það. Á erlendum vettvangi erum við því miður dæmd af því sem forsetinn segir við fjölmiðla erlenda eða innlenda hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og hvort sem nokkur Íslendingur tekur mark á honum eður ei. Ólafur Ragnar Grímsson, eins og fjármálaráðherra réttilega sagði á Alþingi, er búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara í Icesave-málinu. Máli sem enn er ólokið. Þetta er auðvitað dæmalaust. Sennilega er hann nú að búa sig undir að smala hjörð sinni og undirbúa framboð fimmta kjörtímabilið. Hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni tekið sér vald sem hann hefur ekki. Hvers vegna þegja ráðherrar (nema Össur) þunnu hljóði? Í stjórnarskrá lýðveldisins segir í 11. grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. Í 13. grein segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.” Velkist einhver í vafa um að forsetinn hefur farið freklega gegn því sem segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ekki séu nú nefndar þær hefðir sem fyrirrennarar hans hafa skapað og þjóðarsátt hefur ríkt um allt frá stofnun lýðveldisins? Hvers vegna þegir forsætisráðherra? Oddviti ríkisstjórnarinnar sem forseti ræðst á. Viljum við forseta sem segir þjóðinni ósatt eins og Ólafur Ragnar gerði um dæmalausar yfirlýsingar sínar í frægu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu rétt eftir hrun? Viljum við forseta sem ræðst opinberlega og opinskátt á sitjandi ríkisstjórn? Viljum við forseta sem hvað eftir annað tekur völdin af Alþingi? Samkvæmt 1. grein stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Viljum við forseta sem ræðst með gífuryrðum á grannþjóðir okkar og þjóðir sem hafa rétt okkur hjálparhönd? Ekki ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. Hann hefur ekki aðeins fótumtroðið hefðbundna stjórnskipan íslenska lýðveldisins, heldur hefur hann ráðist á ríkisstjórn landsins og í leiðinni að grannþjóðum okkar, – líka þeim sem veittu okkur hjálparhönd á erfiðum tímum. Þar nefni ég sérstaklega Norðurlöndin, og þá einna helst Færeyjar og Pólland. Þessi ríki komu okkur til bjargar í efnahagskreppunni með því að leggja fram helming gjaldeyrislánsins sem var undirstaða efnahagsáætlunar okkar í samvinnu við AGS. Eigum við Íslendingar að una því að forseti landsins haldi uppi eins konar leðjuslag í samskiptum okkar við erlend ríki? Ríkisstjórnin hefur þagað með einni undantekningu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svaraði forsetanum í fréttum Stöðvar tvö og gerði það vel. Við eigum mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Við megum ekki láta einn mann eyðileggja það. Á erlendum vettvangi erum við því miður dæmd af því sem forsetinn segir við fjölmiðla erlenda eða innlenda hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og hvort sem nokkur Íslendingur tekur mark á honum eður ei. Ólafur Ragnar Grímsson, eins og fjármálaráðherra réttilega sagði á Alþingi, er búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara í Icesave-málinu. Máli sem enn er ólokið. Þetta er auðvitað dæmalaust. Sennilega er hann nú að búa sig undir að smala hjörð sinni og undirbúa framboð fimmta kjörtímabilið. Hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni tekið sér vald sem hann hefur ekki. Hvers vegna þegja ráðherrar (nema Össur) þunnu hljóði? Í stjórnarskrá lýðveldisins segir í 11. grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. Í 13. grein segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.” Velkist einhver í vafa um að forsetinn hefur farið freklega gegn því sem segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ekki séu nú nefndar þær hefðir sem fyrirrennarar hans hafa skapað og þjóðarsátt hefur ríkt um allt frá stofnun lýðveldisins? Hvers vegna þegir forsætisráðherra? Oddviti ríkisstjórnarinnar sem forseti ræðst á. Viljum við forseta sem segir þjóðinni ósatt eins og Ólafur Ragnar gerði um dæmalausar yfirlýsingar sínar í frægu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu rétt eftir hrun? Viljum við forseta sem ræðst opinberlega og opinskátt á sitjandi ríkisstjórn? Viljum við forseta sem hvað eftir annað tekur völdin af Alþingi? Samkvæmt 1. grein stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Viljum við forseta sem ræðst með gífuryrðum á grannþjóðir okkar og þjóðir sem hafa rétt okkur hjálparhönd? Ekki ég.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun