Hvað gerir forsetinn næst? 8. september 2011 06:00 Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. Hann hefur ekki aðeins fótumtroðið hefðbundna stjórnskipan íslenska lýðveldisins, heldur hefur hann ráðist á ríkisstjórn landsins og í leiðinni að grannþjóðum okkar, – líka þeim sem veittu okkur hjálparhönd á erfiðum tímum. Þar nefni ég sérstaklega Norðurlöndin, og þá einna helst Færeyjar og Pólland. Þessi ríki komu okkur til bjargar í efnahagskreppunni með því að leggja fram helming gjaldeyrislánsins sem var undirstaða efnahagsáætlunar okkar í samvinnu við AGS. Eigum við Íslendingar að una því að forseti landsins haldi uppi eins konar leðjuslag í samskiptum okkar við erlend ríki? Ríkisstjórnin hefur þagað með einni undantekningu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svaraði forsetanum í fréttum Stöðvar tvö og gerði það vel. Við eigum mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Við megum ekki láta einn mann eyðileggja það. Á erlendum vettvangi erum við því miður dæmd af því sem forsetinn segir við fjölmiðla erlenda eða innlenda hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og hvort sem nokkur Íslendingur tekur mark á honum eður ei. Ólafur Ragnar Grímsson, eins og fjármálaráðherra réttilega sagði á Alþingi, er búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara í Icesave-málinu. Máli sem enn er ólokið. Þetta er auðvitað dæmalaust. Sennilega er hann nú að búa sig undir að smala hjörð sinni og undirbúa framboð fimmta kjörtímabilið. Hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni tekið sér vald sem hann hefur ekki. Hvers vegna þegja ráðherrar (nema Össur) þunnu hljóði? Í stjórnarskrá lýðveldisins segir í 11. grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. Í 13. grein segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.” Velkist einhver í vafa um að forsetinn hefur farið freklega gegn því sem segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ekki séu nú nefndar þær hefðir sem fyrirrennarar hans hafa skapað og þjóðarsátt hefur ríkt um allt frá stofnun lýðveldisins? Hvers vegna þegir forsætisráðherra? Oddviti ríkisstjórnarinnar sem forseti ræðst á. Viljum við forseta sem segir þjóðinni ósatt eins og Ólafur Ragnar gerði um dæmalausar yfirlýsingar sínar í frægu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu rétt eftir hrun? Viljum við forseta sem ræðst opinberlega og opinskátt á sitjandi ríkisstjórn? Viljum við forseta sem hvað eftir annað tekur völdin af Alþingi? Samkvæmt 1. grein stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Viljum við forseta sem ræðst með gífuryrðum á grannþjóðir okkar og þjóðir sem hafa rétt okkur hjálparhönd? Ekki ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. Hann hefur ekki aðeins fótumtroðið hefðbundna stjórnskipan íslenska lýðveldisins, heldur hefur hann ráðist á ríkisstjórn landsins og í leiðinni að grannþjóðum okkar, – líka þeim sem veittu okkur hjálparhönd á erfiðum tímum. Þar nefni ég sérstaklega Norðurlöndin, og þá einna helst Færeyjar og Pólland. Þessi ríki komu okkur til bjargar í efnahagskreppunni með því að leggja fram helming gjaldeyrislánsins sem var undirstaða efnahagsáætlunar okkar í samvinnu við AGS. Eigum við Íslendingar að una því að forseti landsins haldi uppi eins konar leðjuslag í samskiptum okkar við erlend ríki? Ríkisstjórnin hefur þagað með einni undantekningu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svaraði forsetanum í fréttum Stöðvar tvö og gerði það vel. Við eigum mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Við megum ekki láta einn mann eyðileggja það. Á erlendum vettvangi erum við því miður dæmd af því sem forsetinn segir við fjölmiðla erlenda eða innlenda hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og hvort sem nokkur Íslendingur tekur mark á honum eður ei. Ólafur Ragnar Grímsson, eins og fjármálaráðherra réttilega sagði á Alþingi, er búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara í Icesave-málinu. Máli sem enn er ólokið. Þetta er auðvitað dæmalaust. Sennilega er hann nú að búa sig undir að smala hjörð sinni og undirbúa framboð fimmta kjörtímabilið. Hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni tekið sér vald sem hann hefur ekki. Hvers vegna þegja ráðherrar (nema Össur) þunnu hljóði? Í stjórnarskrá lýðveldisins segir í 11. grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. Í 13. grein segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.” Velkist einhver í vafa um að forsetinn hefur farið freklega gegn því sem segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ekki séu nú nefndar þær hefðir sem fyrirrennarar hans hafa skapað og þjóðarsátt hefur ríkt um allt frá stofnun lýðveldisins? Hvers vegna þegir forsætisráðherra? Oddviti ríkisstjórnarinnar sem forseti ræðst á. Viljum við forseta sem segir þjóðinni ósatt eins og Ólafur Ragnar gerði um dæmalausar yfirlýsingar sínar í frægu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu rétt eftir hrun? Viljum við forseta sem ræðst opinberlega og opinskátt á sitjandi ríkisstjórn? Viljum við forseta sem hvað eftir annað tekur völdin af Alþingi? Samkvæmt 1. grein stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Viljum við forseta sem ræðst með gífuryrðum á grannþjóðir okkar og þjóðir sem hafa rétt okkur hjálparhönd? Ekki ég.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun