Hvað gerir forsetinn næst? 8. september 2011 06:00 Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. Hann hefur ekki aðeins fótumtroðið hefðbundna stjórnskipan íslenska lýðveldisins, heldur hefur hann ráðist á ríkisstjórn landsins og í leiðinni að grannþjóðum okkar, – líka þeim sem veittu okkur hjálparhönd á erfiðum tímum. Þar nefni ég sérstaklega Norðurlöndin, og þá einna helst Færeyjar og Pólland. Þessi ríki komu okkur til bjargar í efnahagskreppunni með því að leggja fram helming gjaldeyrislánsins sem var undirstaða efnahagsáætlunar okkar í samvinnu við AGS. Eigum við Íslendingar að una því að forseti landsins haldi uppi eins konar leðjuslag í samskiptum okkar við erlend ríki? Ríkisstjórnin hefur þagað með einni undantekningu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svaraði forsetanum í fréttum Stöðvar tvö og gerði það vel. Við eigum mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Við megum ekki láta einn mann eyðileggja það. Á erlendum vettvangi erum við því miður dæmd af því sem forsetinn segir við fjölmiðla erlenda eða innlenda hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og hvort sem nokkur Íslendingur tekur mark á honum eður ei. Ólafur Ragnar Grímsson, eins og fjármálaráðherra réttilega sagði á Alþingi, er búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara í Icesave-málinu. Máli sem enn er ólokið. Þetta er auðvitað dæmalaust. Sennilega er hann nú að búa sig undir að smala hjörð sinni og undirbúa framboð fimmta kjörtímabilið. Hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni tekið sér vald sem hann hefur ekki. Hvers vegna þegja ráðherrar (nema Össur) þunnu hljóði? Í stjórnarskrá lýðveldisins segir í 11. grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. Í 13. grein segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.” Velkist einhver í vafa um að forsetinn hefur farið freklega gegn því sem segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ekki séu nú nefndar þær hefðir sem fyrirrennarar hans hafa skapað og þjóðarsátt hefur ríkt um allt frá stofnun lýðveldisins? Hvers vegna þegir forsætisráðherra? Oddviti ríkisstjórnarinnar sem forseti ræðst á. Viljum við forseta sem segir þjóðinni ósatt eins og Ólafur Ragnar gerði um dæmalausar yfirlýsingar sínar í frægu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu rétt eftir hrun? Viljum við forseta sem ræðst opinberlega og opinskátt á sitjandi ríkisstjórn? Viljum við forseta sem hvað eftir annað tekur völdin af Alþingi? Samkvæmt 1. grein stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Viljum við forseta sem ræðst með gífuryrðum á grannþjóðir okkar og þjóðir sem hafa rétt okkur hjálparhönd? Ekki ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. Hann hefur ekki aðeins fótumtroðið hefðbundna stjórnskipan íslenska lýðveldisins, heldur hefur hann ráðist á ríkisstjórn landsins og í leiðinni að grannþjóðum okkar, – líka þeim sem veittu okkur hjálparhönd á erfiðum tímum. Þar nefni ég sérstaklega Norðurlöndin, og þá einna helst Færeyjar og Pólland. Þessi ríki komu okkur til bjargar í efnahagskreppunni með því að leggja fram helming gjaldeyrislánsins sem var undirstaða efnahagsáætlunar okkar í samvinnu við AGS. Eigum við Íslendingar að una því að forseti landsins haldi uppi eins konar leðjuslag í samskiptum okkar við erlend ríki? Ríkisstjórnin hefur þagað með einni undantekningu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svaraði forsetanum í fréttum Stöðvar tvö og gerði það vel. Við eigum mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Við megum ekki láta einn mann eyðileggja það. Á erlendum vettvangi erum við því miður dæmd af því sem forsetinn segir við fjölmiðla erlenda eða innlenda hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og hvort sem nokkur Íslendingur tekur mark á honum eður ei. Ólafur Ragnar Grímsson, eins og fjármálaráðherra réttilega sagði á Alþingi, er búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara í Icesave-málinu. Máli sem enn er ólokið. Þetta er auðvitað dæmalaust. Sennilega er hann nú að búa sig undir að smala hjörð sinni og undirbúa framboð fimmta kjörtímabilið. Hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni tekið sér vald sem hann hefur ekki. Hvers vegna þegja ráðherrar (nema Össur) þunnu hljóði? Í stjórnarskrá lýðveldisins segir í 11. grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. Í 13. grein segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.” Velkist einhver í vafa um að forsetinn hefur farið freklega gegn því sem segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ekki séu nú nefndar þær hefðir sem fyrirrennarar hans hafa skapað og þjóðarsátt hefur ríkt um allt frá stofnun lýðveldisins? Hvers vegna þegir forsætisráðherra? Oddviti ríkisstjórnarinnar sem forseti ræðst á. Viljum við forseta sem segir þjóðinni ósatt eins og Ólafur Ragnar gerði um dæmalausar yfirlýsingar sínar í frægu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu rétt eftir hrun? Viljum við forseta sem ræðst opinberlega og opinskátt á sitjandi ríkisstjórn? Viljum við forseta sem hvað eftir annað tekur völdin af Alþingi? Samkvæmt 1. grein stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Viljum við forseta sem ræðst með gífuryrðum á grannþjóðir okkar og þjóðir sem hafa rétt okkur hjálparhönd? Ekki ég.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun