Lögreglan lagði hald á 140 kannabisplöntur auk neysluskammta af hassi og kannabisefnum í íbúð í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í gærkvöldi. Þá handtók lögreglan þrjár karlmenn á þrítugsaldri.
Þeir voru yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar og játaði einn þeirra að standa að ræktuninni. Hann viðurkenndi jafnframt að efnin væru ætluð til sölu.
Í framhaldinu var leitað í íbúð, tengdum sama manni, á öðrum stað í borginni. Þar fundust rúmlega 20 kannabisplöntur til viðbótar auk neysluskammta af kannabisefnum. Málið telst upplýst.
