Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Boði Logason skrifar 22. mars 2011 17:46 Reynir Traustason, annar tveggja ritstjóra DV. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir í samtali við Vísi að blaðinu sé skylt að lúta lögbanninu. „Þetta er einhver ljótasta aðför sem hefur verið gerð að fjölmiðli. Það er verið að krefjast um gögn sem fólki í landinu kemur við. Sýslumaðurinn í Reykjavík er að hjálpa til við að draga heimildarmenn fram í dagsljósið," segir hann. Hermann M. Þórisson, framkvæmdastjóri Horns, krafðist þess að lögbann yrði sett á umfjöllun blaðsins um félagið en blaðið hefur undir höndum gögn um málefni félagsins. Hann kærði jafnframt blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum. Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að honum hafi borist bréf frá Hermanni fyrir helgi þar sem krafist var að gögnunum yrði skilað og blaðið hætti umfjöllun sinni. „Við gátum náttúrulega ekki orðið við því," sagði Reynir í dag og fyrir vikið fór félagið fram á lögbann um umfjöllun blaðsins um félagið. Samkvæmt fréttavef DV, segir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi úrskurðað að blaðinu sé óheimilt að fjalla frekar um málefni félagsins og er DV gert að skila gögnunum sem tengjast málinu til sýslumanns. Blaðið hefur frest til hádegis á morgun til að verða við þeim kröfum. Jafnframt úrskurðaði sýslumaður að blaðinu er ekki skylt að eyða út fréttum af DV.is en blaðinu og vefnum er bannað er að vísa í þær. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir í samtali við Vísi að blaðinu sé skylt að lúta lögbanninu. „Þetta er einhver ljótasta aðför sem hefur verið gerð að fjölmiðli. Það er verið að krefjast um gögn sem fólki í landinu kemur við. Sýslumaðurinn í Reykjavík er að hjálpa til við að draga heimildarmenn fram í dagsljósið," segir hann. Hermann M. Þórisson, framkvæmdastjóri Horns, krafðist þess að lögbann yrði sett á umfjöllun blaðsins um félagið en blaðið hefur undir höndum gögn um málefni félagsins. Hann kærði jafnframt blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum. Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að honum hafi borist bréf frá Hermanni fyrir helgi þar sem krafist var að gögnunum yrði skilað og blaðið hætti umfjöllun sinni. „Við gátum náttúrulega ekki orðið við því," sagði Reynir í dag og fyrir vikið fór félagið fram á lögbann um umfjöllun blaðsins um félagið. Samkvæmt fréttavef DV, segir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi úrskurðað að blaðinu sé óheimilt að fjalla frekar um málefni félagsins og er DV gert að skila gögnunum sem tengjast málinu til sýslumanns. Blaðið hefur frest til hádegis á morgun til að verða við þeim kröfum. Jafnframt úrskurðaði sýslumaður að blaðinu er ekki skylt að eyða út fréttum af DV.is en blaðinu og vefnum er bannað er að vísa í þær.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira