Brýnt að ný raforkulög nái í gegn á þingi 7. janúar 2011 04:00 Hér getur að líta háspennumöstur á Hellisheiði, austan við virkjun Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/óká Forsvarsmenn orkumála og -dreifingar eiga fundi með iðnaðarráðherra eftir helgi þar sem fara á yfir þær brotalamir sem leitt hafa til þess að tafist hefur að endurreikna gjaldskrá Landsnets. Þá hefur ráðuneytið ákveðið að kalla eftir úttekt í samstarfi við erlenda sérfræðinga á regluverki og skilvirkni raforkumarkaðarins. Í umfjöllun Kastljóssins síðustu daga hefur því verið haldið fram að Landsnet hafi oftekið gjöld fyrir rafmagnsflutning, bæði af stórnotendum og almenningi. „Þetta er bara rangt,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Hann bendir á að á sama tíma og orkufyrirtæki hafi hækkað mjög gjaldskrár sínar til almennings hafi Landsnet ekki nýtt tekjuheimildir sínar. Undir þetta er tekið í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins í gær og áréttað að gjaldskrá Landsnets fyrir flutning raforku til almennings hafi að öllu leyti verið innan tekjumarka Orkustofnunar. Þórður bendir hins vegar á að þar sem árið 2007 hafi verið ákveðið að miða gjaldskrá stórnotenda við Bandaríkjadal hafi við hrun gjaldmiðilsins hér myndast gengishagnaður sem leiðrétta þurfi. Þessi hagnaður er talinn nema um sex milljörðum króna. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri bendir á að innheimtukerfi flutningsgjalda raforku sé jöfnunarkerfi þar sem ýmist sé tekið of eða van. „Kerfið gerir ráð fyrir því að menn geti safnað upp og tekið minna á næsta tímabili,“ segir hann, en í nýjum raforkulögum sem bíða annarrar umræðu á Alþingi er jöfnunartími sem draga á úr sveiflum í orkuverði lengdur úr þremur árum í tíu. Í nýju lögunum er einnig gert ráð fyrir að bæði eignagrunnurinn sem liggur til grundvallar og gjaldskrá Landsnets verði í Bandaríkjadölum og þar með fjarlægð hættan á að gengismunur myndist. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá Alþingi síðan í apríl í fyrra. Þórður og Guðni árétta báðir mikilvægi þess að frumvarpið fái afgreiðslu á þessu þingi, en það er einnig gert í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins. Þá viðurkennir Guðni að töf hafi orðið á endurútreikningi tekjugrunns Landsnets þar sem hlutur stórnotenda hafi aukist á kostnað almennra notenda. „Sú vinna er nú á lokastigi. Reynist ný skipting hagstæðari almennum notendum, eins og allt bendir til, munu notendur njóta þess í lægri gjaldskrá á næstu árum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. olikr@frettabladid.is Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Forsvarsmenn orkumála og -dreifingar eiga fundi með iðnaðarráðherra eftir helgi þar sem fara á yfir þær brotalamir sem leitt hafa til þess að tafist hefur að endurreikna gjaldskrá Landsnets. Þá hefur ráðuneytið ákveðið að kalla eftir úttekt í samstarfi við erlenda sérfræðinga á regluverki og skilvirkni raforkumarkaðarins. Í umfjöllun Kastljóssins síðustu daga hefur því verið haldið fram að Landsnet hafi oftekið gjöld fyrir rafmagnsflutning, bæði af stórnotendum og almenningi. „Þetta er bara rangt,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Hann bendir á að á sama tíma og orkufyrirtæki hafi hækkað mjög gjaldskrár sínar til almennings hafi Landsnet ekki nýtt tekjuheimildir sínar. Undir þetta er tekið í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins í gær og áréttað að gjaldskrá Landsnets fyrir flutning raforku til almennings hafi að öllu leyti verið innan tekjumarka Orkustofnunar. Þórður bendir hins vegar á að þar sem árið 2007 hafi verið ákveðið að miða gjaldskrá stórnotenda við Bandaríkjadal hafi við hrun gjaldmiðilsins hér myndast gengishagnaður sem leiðrétta þurfi. Þessi hagnaður er talinn nema um sex milljörðum króna. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri bendir á að innheimtukerfi flutningsgjalda raforku sé jöfnunarkerfi þar sem ýmist sé tekið of eða van. „Kerfið gerir ráð fyrir því að menn geti safnað upp og tekið minna á næsta tímabili,“ segir hann, en í nýjum raforkulögum sem bíða annarrar umræðu á Alþingi er jöfnunartími sem draga á úr sveiflum í orkuverði lengdur úr þremur árum í tíu. Í nýju lögunum er einnig gert ráð fyrir að bæði eignagrunnurinn sem liggur til grundvallar og gjaldskrá Landsnets verði í Bandaríkjadölum og þar með fjarlægð hættan á að gengismunur myndist. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá Alþingi síðan í apríl í fyrra. Þórður og Guðni árétta báðir mikilvægi þess að frumvarpið fái afgreiðslu á þessu þingi, en það er einnig gert í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins. Þá viðurkennir Guðni að töf hafi orðið á endurútreikningi tekjugrunns Landsnets þar sem hlutur stórnotenda hafi aukist á kostnað almennra notenda. „Sú vinna er nú á lokastigi. Reynist ný skipting hagstæðari almennum notendum, eins og allt bendir til, munu notendur njóta þess í lægri gjaldskrá á næstu árum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira