Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, hefur verið ráðinn þjálfari Schalke 04 daginn eftir að félagið rak Felix Magath. Schalke verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en liðið er bara í 10. sæti í þýsku úrvalsdeildinni.
Rangnick sem er 52 ára gamall, skrifaði undir samning til ársins 2014 en hann mun ekki stýra liðinu í fyrsta sinn fyrr en 1. apríl þegar liðið mætir St Pauli. Þangað til mun Seppo Eichkorn stýra liðinu.
Rangnick hætti með Hoffenheim-liðið í janúar en hann hafði áður þjálfað Schalke-liðið frá september 2004 til desember 2005. Liðið náði 2. sæti í þýsku deildinni undir hans stjórn.
Hoffenheim fór upp um tvær deildir undir stjórn Rangnick en hann var í fyrstu ekkert alltof duglegur að gefa Gylfa Þór Sigurðssyni tækifæri þrátt fyrir góða frammistöðu.
Gamli þjálfari Gylfa Þór tekur við liði Schalke
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn




Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn


Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn
