Samkeppni um bestu nemendurna? Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. nóvember 2011 10:00 Á dögunum skrifaði Þorbjörg H. Vigfúsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún reifaði skoðun á þeirri tilhögun að framhaldsskólar tækju fyrst og fremst inn nemendur úr þeim hverfum þar sem þeir starfa. Meginforsendan í grein Þorbjargar er að geti framhaldsskólar ekki keppt um bestu nemendurna hafi það slæm áhrif á metnað og hvöt nemenda til að standa sig vel í námi. Það gefur tilefni til þess að velta upp þeim sjónarmiðum sem varða samkeppni milli skóla, um bestu nemendur, um árangur nemendanna og hvernig æskilegt væri að meta árangur skóla. Það er staðreynd að nemendur sem hafa metnað fyrir góðum einkunnum og frammistöðu í skóla reyna að standast þau lágmörk sem sett eru fyrir inngöngu í tiltekna skóla. Hluti nemenda stenst þessi lágmörk og fáeinir bóknámsskólar velja sér nemendur úr þessum hópi. Hins vegar er óljóst hvort stjórnvöld hafa einhvern tíma sett framhaldsskólunum fyrir það verkefni að velja sér nemendur með þessum hætti. Líklegra er að þetta sé sjálfsprottið fyrirbæri, að fáeinir framhaldsskólar hafi einfaldlega fengið það upp í hendurnar að nemendur sækist eftir skólavist og skólastjórnendur hafi getað valið úr nemendum. En í því felst engin samkeppni milli skóla um nemendur. Ef ætlunin er að láta framhaldsskóla keppa innbyrðis þarf að skilgreina í hverju sú keppni ætti að vera fólgin. Hvaða árangur ættu framhaldsskólar að sýna og hvernig ætti að mæla þann árangur? Grundvöllur þess árangurs ætti að vera það hlutverk sem framhaldsskólum er ætlað í samfélaginu. Hlutverk framhaldsskólans er ekki nægilegt að skilgreina sem almenn yfirmarkmið í lögum heldur þarf að skilgreina þau sem áþreifanleg, sértæk og raunhæf markmið. Færni til þátttöku í samfélagi, atvinnulífi og lýðræðislegri umræðu virðist vera augljóst markmið en einnig lausnamiðun, sköpun, tækniþekking, félagsleg færni og ábyrgð í samskiptum. Þá má spyrja hvort kennsluaðferðir, námsefnisgerð, notkun rýmis og uppstokkun í félagslegu umhverfi skólanna séu ekki þættir sem þarf að endurskoða innan framhaldsskólanna. Nemendur hafa sjálfir uppgötvað að upptugga og endurtekning námsefnis í skólastofum er ekki sú færni sem nýtist þeim þegar út í atvinnulífið er komið. Þetta er ekki síst brýnt þegar tölur um brottfall nemenda eru í hæstu hæðum hérlendis og það er orðið alvarlegt félagslegt vandamál. Í þessu sambandi er það sérstakt umhugsunarefni að innan grunnskólans hafa átt sér stað heilmiklar breytingar til hins betra, sem stafa einmitt af þeirri áskorun að hafa fjölbreyttan nemendahóp innan hvers skóla. Þar er það ekki valkostur að skilja hluta nemendahópsins eftir á flæðiskeri og róa burt með afganginn. Í sömu viku og grein Þorbjargar birtist voru menntaverðlaun veitt Sjálandsskóla. Verðlaunin voru veitt fyrir framsæknar kennsluaðferðir, hugvitsamlega nýtingu húsnæðis, frumlega kennslu eins og útikennslu, áherslu á skapandi greinar og umhyggju fyrir nemendum. Þetta tekst í grunnskólum án þess að þeim sé att sérstaklega saman í samkeppni um nemendur. Framhaldsskólum er engin vorkunn að takast á við sams konar áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Þorbjörg H. Vigfúsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún reifaði skoðun á þeirri tilhögun að framhaldsskólar tækju fyrst og fremst inn nemendur úr þeim hverfum þar sem þeir starfa. Meginforsendan í grein Þorbjargar er að geti framhaldsskólar ekki keppt um bestu nemendurna hafi það slæm áhrif á metnað og hvöt nemenda til að standa sig vel í námi. Það gefur tilefni til þess að velta upp þeim sjónarmiðum sem varða samkeppni milli skóla, um bestu nemendur, um árangur nemendanna og hvernig æskilegt væri að meta árangur skóla. Það er staðreynd að nemendur sem hafa metnað fyrir góðum einkunnum og frammistöðu í skóla reyna að standast þau lágmörk sem sett eru fyrir inngöngu í tiltekna skóla. Hluti nemenda stenst þessi lágmörk og fáeinir bóknámsskólar velja sér nemendur úr þessum hópi. Hins vegar er óljóst hvort stjórnvöld hafa einhvern tíma sett framhaldsskólunum fyrir það verkefni að velja sér nemendur með þessum hætti. Líklegra er að þetta sé sjálfsprottið fyrirbæri, að fáeinir framhaldsskólar hafi einfaldlega fengið það upp í hendurnar að nemendur sækist eftir skólavist og skólastjórnendur hafi getað valið úr nemendum. En í því felst engin samkeppni milli skóla um nemendur. Ef ætlunin er að láta framhaldsskóla keppa innbyrðis þarf að skilgreina í hverju sú keppni ætti að vera fólgin. Hvaða árangur ættu framhaldsskólar að sýna og hvernig ætti að mæla þann árangur? Grundvöllur þess árangurs ætti að vera það hlutverk sem framhaldsskólum er ætlað í samfélaginu. Hlutverk framhaldsskólans er ekki nægilegt að skilgreina sem almenn yfirmarkmið í lögum heldur þarf að skilgreina þau sem áþreifanleg, sértæk og raunhæf markmið. Færni til þátttöku í samfélagi, atvinnulífi og lýðræðislegri umræðu virðist vera augljóst markmið en einnig lausnamiðun, sköpun, tækniþekking, félagsleg færni og ábyrgð í samskiptum. Þá má spyrja hvort kennsluaðferðir, námsefnisgerð, notkun rýmis og uppstokkun í félagslegu umhverfi skólanna séu ekki þættir sem þarf að endurskoða innan framhaldsskólanna. Nemendur hafa sjálfir uppgötvað að upptugga og endurtekning námsefnis í skólastofum er ekki sú færni sem nýtist þeim þegar út í atvinnulífið er komið. Þetta er ekki síst brýnt þegar tölur um brottfall nemenda eru í hæstu hæðum hérlendis og það er orðið alvarlegt félagslegt vandamál. Í þessu sambandi er það sérstakt umhugsunarefni að innan grunnskólans hafa átt sér stað heilmiklar breytingar til hins betra, sem stafa einmitt af þeirri áskorun að hafa fjölbreyttan nemendahóp innan hvers skóla. Þar er það ekki valkostur að skilja hluta nemendahópsins eftir á flæðiskeri og róa burt með afganginn. Í sömu viku og grein Þorbjargar birtist voru menntaverðlaun veitt Sjálandsskóla. Verðlaunin voru veitt fyrir framsæknar kennsluaðferðir, hugvitsamlega nýtingu húsnæðis, frumlega kennslu eins og útikennslu, áherslu á skapandi greinar og umhyggju fyrir nemendum. Þetta tekst í grunnskólum án þess að þeim sé att sérstaklega saman í samkeppni um nemendur. Framhaldsskólum er engin vorkunn að takast á við sams konar áskorun.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun