Varð óvænt andlit Nikita 18. nóvember 2011 15:30 „Ég vann snjóbrettakeppni Nikita í Big Bear Lake í Kaliforníu. Eftir það buðu þau mér ókeypis föt frá fyrirtækinu í heilt ár,“ segir Gabrielle Maiden, fyrirsæta íslenska fatamerkisins Nikita. Þetta var fyrir sex árum og hún aðeins átján ára. Að ári liðnu var henni boðinn samningur til tveggja ára, þess efnis að keppa í snjóbrettaliði Nikita og að sitja fyrir í myndatökum. Hér fyrir ofan má sjá stutt myndband sem var tekið fyrir Nikita fyrir tveimur árum. Gabrielle hefur ferðast til San Francisco, Portúgal, Berlín, Barcelona, Vancouver, Mexíkó og Miami með Nikita. Hún hefur komið til Íslands tvisvar á ári að jafnaði undanfarin fjögur ár. Í þetta skiptið hefur hún dvalið í mánuð. „Ég er alltaf að framlengja og verð líklega á landinu út janúar. Ég fer til Hamborgar í desember með Nikita og sýni snjóbrettin, sem þau eru nýbyrjuð að framleiða. Það verður gaman að upplifa jólin og áramótin hér. Ég er svo hrifin af fólkinu og listrænu orkunni á Íslandi.“ Hún nýtur þess að semja tónlist með íslenskum vinum sínum. Á Iceland Airwaves-hátíðinni í október flutti hún frumsamin lög ásamt vinkonu sinni Rakel Mjöll, söngkonu hljómsveitarinnar Útidúr, á „off venue“ tónleikum á Hemma og Valda. „Það voru fyrstu tónleikar ævi minnar og ég var mjög hrædd.“ Einnig hefur hún samið tónlist með vini sínum Unnsteini Manuel Stefánssyni, söngvara Retro Stefson (hægt er að hlusta á eitt lag hér á YouTube). Þessa stundina vinna þær Rakel að tónlist með Stefáni Finnbogasyni í hljómsveitinni Sykur. Tónlistin er í blóðinu því faðir Gabrielle var í hljómsveitinni Rufus. Hljómsveitin sú er þekktust fyrir smelli á borð við Tell Me Something Good, sem þeir fluttu ásamt söngkonunni Chaka Kan. „Pabbi veitir mér mikinn innblástur bæði í tísku og tónlist. Hann ól mig upp með því viðhorfi að líta til fortíðar.“ Hún heillast mikið af anda áttunda áratugarins og ber fataval og fas hennar þess merki. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
„Ég vann snjóbrettakeppni Nikita í Big Bear Lake í Kaliforníu. Eftir það buðu þau mér ókeypis föt frá fyrirtækinu í heilt ár,“ segir Gabrielle Maiden, fyrirsæta íslenska fatamerkisins Nikita. Þetta var fyrir sex árum og hún aðeins átján ára. Að ári liðnu var henni boðinn samningur til tveggja ára, þess efnis að keppa í snjóbrettaliði Nikita og að sitja fyrir í myndatökum. Hér fyrir ofan má sjá stutt myndband sem var tekið fyrir Nikita fyrir tveimur árum. Gabrielle hefur ferðast til San Francisco, Portúgal, Berlín, Barcelona, Vancouver, Mexíkó og Miami með Nikita. Hún hefur komið til Íslands tvisvar á ári að jafnaði undanfarin fjögur ár. Í þetta skiptið hefur hún dvalið í mánuð. „Ég er alltaf að framlengja og verð líklega á landinu út janúar. Ég fer til Hamborgar í desember með Nikita og sýni snjóbrettin, sem þau eru nýbyrjuð að framleiða. Það verður gaman að upplifa jólin og áramótin hér. Ég er svo hrifin af fólkinu og listrænu orkunni á Íslandi.“ Hún nýtur þess að semja tónlist með íslenskum vinum sínum. Á Iceland Airwaves-hátíðinni í október flutti hún frumsamin lög ásamt vinkonu sinni Rakel Mjöll, söngkonu hljómsveitarinnar Útidúr, á „off venue“ tónleikum á Hemma og Valda. „Það voru fyrstu tónleikar ævi minnar og ég var mjög hrædd.“ Einnig hefur hún samið tónlist með vini sínum Unnsteini Manuel Stefánssyni, söngvara Retro Stefson (hægt er að hlusta á eitt lag hér á YouTube). Þessa stundina vinna þær Rakel að tónlist með Stefáni Finnbogasyni í hljómsveitinni Sykur. Tónlistin er í blóðinu því faðir Gabrielle var í hljómsveitinni Rufus. Hljómsveitin sú er þekktust fyrir smelli á borð við Tell Me Something Good, sem þeir fluttu ásamt söngkonunni Chaka Kan. „Pabbi veitir mér mikinn innblástur bæði í tísku og tónlist. Hann ól mig upp með því viðhorfi að líta til fortíðar.“ Hún heillast mikið af anda áttunda áratugarins og ber fataval og fas hennar þess merki. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira