Lögreglurannsókn á njósnatölvu: Enginn komst í gögn þingmanna 20. janúar 2011 14:52 Tölvan var ekki í Alþingishúsinu sjálfu heldur í skrifstofuhúsnæði hinum megin við Austurvöll, beintengd tölvukerfi Alþingis „Ekkert virðist benda til þess að nokkur hafi komist í gögn þingmanna," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á þingfundi þar sem hún gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn á því að dularfull tölva fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem skrifstofur Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks eru til húsa. Tölvan var hálf falin og tengd tölvukerfi Alþingis, en sú tölva sem fyrir var á skrifstofunni hafði verið tekin úr samandi við tölvukerfið. Umrætt herbergi var til afnota fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og varaþingmenn Hreyfingarinnar. „Hún virtist í þeim ham sem notaður er til að fylgjast með tölvuneti þingsins," sagði Ásta. Aðstæður voru ljósmyndaðar og slökkt á tölvunni. Lögregla hóf rannsókn á málinu en eftir að engar vísbendingar höfðu komið fram að viku liðinni var rannsókn lokað, án niðurstöðu. Mat lögreglu var þó að þarna hefði verið fagmaður að verki sem hefði afmáð allt sem hefði gert lögreglu kleift að hafa uppi á þeim sem að þessu stóð. Ásta sagði að þar sem um lögreglurannsókn var að ræða hefði ekki þótt við hæfi að ræða um málið við aðra þingmenn, aðra en forsætisráðherra sem hún segist hafa upplýst eftir aðstæðum. Einnig komu fram eindregin tilmæli frá tölvudeild Alþingis um að málið yrði ekki gert opinbert af öryggisástæðun. Nú hafa þó verið gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur. Eftir að rannsókn lauk án þess að upp hafi komist hver var að verki segir Ásta að ákveðið hafi verið að láta málið liggja til að ekki kæmu upp vangaveltur og tortryggni sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Í framhaldi af þessu máli hafi verið gerður skurkur í öryggismálum Alþingis. Tengdar fréttir Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni „Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita. 20. janúar 2011 10:53 Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti. 20. janúar 2011 08:39 Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. 20. janúar 2011 12:09 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
„Ekkert virðist benda til þess að nokkur hafi komist í gögn þingmanna," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á þingfundi þar sem hún gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn á því að dularfull tölva fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem skrifstofur Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks eru til húsa. Tölvan var hálf falin og tengd tölvukerfi Alþingis, en sú tölva sem fyrir var á skrifstofunni hafði verið tekin úr samandi við tölvukerfið. Umrætt herbergi var til afnota fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og varaþingmenn Hreyfingarinnar. „Hún virtist í þeim ham sem notaður er til að fylgjast með tölvuneti þingsins," sagði Ásta. Aðstæður voru ljósmyndaðar og slökkt á tölvunni. Lögregla hóf rannsókn á málinu en eftir að engar vísbendingar höfðu komið fram að viku liðinni var rannsókn lokað, án niðurstöðu. Mat lögreglu var þó að þarna hefði verið fagmaður að verki sem hefði afmáð allt sem hefði gert lögreglu kleift að hafa uppi á þeim sem að þessu stóð. Ásta sagði að þar sem um lögreglurannsókn var að ræða hefði ekki þótt við hæfi að ræða um málið við aðra þingmenn, aðra en forsætisráðherra sem hún segist hafa upplýst eftir aðstæðum. Einnig komu fram eindregin tilmæli frá tölvudeild Alþingis um að málið yrði ekki gert opinbert af öryggisástæðun. Nú hafa þó verið gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur. Eftir að rannsókn lauk án þess að upp hafi komist hver var að verki segir Ásta að ákveðið hafi verið að láta málið liggja til að ekki kæmu upp vangaveltur og tortryggni sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Í framhaldi af þessu máli hafi verið gerður skurkur í öryggismálum Alþingis.
Tengdar fréttir Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni „Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita. 20. janúar 2011 10:53 Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti. 20. janúar 2011 08:39 Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. 20. janúar 2011 12:09 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni „Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita. 20. janúar 2011 10:53
Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti. 20. janúar 2011 08:39
Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. 20. janúar 2011 12:09