Enski boltinn

Ancelotti: Okkur vantar fleiri leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur loksins viðurkennt sem flestir aðrir vissu. Liðið þarf fleiri leikmenn enda hefur lítil breidd aldrei þessu vant staðið Chelsea fyrir þrifum í vetur.

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur leikur liðsins algjörlega hrunið. Liðið er sem stendur sex stigum á eftir Man. Utd sem hefur leikið einum leik færra og gæti náð muninum í níu stig.

"Ég vil síður tjá mig um hvaða leikmenn okkur vantar en það er ljóst að okkur vantar fleiri menn," sagði Ancelotti.

"Það er alveg ljóst að varnarleikurinn er ekki sá sami og áður og það verður að laga hið fyrsta."

Ancelotti vildi ekki viðurkenna að það væri órói í búningsklefanum en sögur ganga um ósætti á milli John Terry og Didier Drogba. Þeir sáust rífast eftir leik Chelsea og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×