Yfir helmingur starfsmanna verður fyrir hótunum og ofbeldi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. janúar 2011 11:31 Það er töluvert álag á starfsfólk bráðasviðs. Yfir helmingur starfsmanna á bráðasviði Landspítalans segist hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings eða aðstandenda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítalans. Hvergi annarsstaðar á Landspítalanum segjast jafnmargir hafa orðið fyrir viðlíka reynslu. En tæplega 50% starfsmanna á geðsviði telja sig hafa orðið fyrir henni. Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði, segir að sá hópur sem komi á deildina og beiti hótunum eða ofbeldi sé mjög afmarkaður. Í flestum tilfellum sé um að ræða fólk sem komi vegna drykkju- og ofbeldisláta um helgar. „Ég geri ráð fyrir að langflestar þessar ofbeldisupplifanir starfsfólks séu í þannig aðstæðum," segir Elísabet. Þó ekki séu nema einn til tveir sem hegði sér með þessum hætti á deildinni þá skapi þeir mjög mikið álag á starfsfólk. „Það þarf ekki nema eitt skemmt epli. Þá verður stór hluti þeirra sem er á vaktinni fyrir einskonar ofbeldi. Þannig að það er ekki óalgengt að fólk verði fyrir hótunum eða ofbeldi af völdum sjúklinga sem eru drukknir, í neyslu eða hreinlega bara geðveikir eða vansælir af öðrum orsökum," segir Elísabet. Elísabet segir að ýmislegt sé gert til að bregðast við ofbeldi og hótunum. „Lögreglan er með vakt hér á næturnar og um helgar og þeir þjónusta okkur ágætlega. Þeir eru mjög fljótir að koma og hjálpa okkur," segir Elísabet. Víða erlendis sé öryggisgæslan hins vegar töluvert meiri en hér.Elísabet Benedikz er yfirlæknir á bráðasviði.Þá segir Elísabet að nýlega hafi verið farið yfir öryggiskerfið á sviðinu og sett upp öryggishnappakerfi. Einnig sé starfsfólki veitt fræðsla um það hvernig eigi að bregaðst við. „Þá sjaldan að upp kemur atvik sem er líklegt til að hafa áhrif á sálarró fólks, að þá erum líka með úrræði til að fást við það. Þannig að við erum ágætlega undirbúin," segir Elísabet. Hún bendir á að á deildinni starfi mikið fagfólk sem hafi burði til að takast á við ýmsar aðstæður. „Þessi starfsumhverfiskönnun verður endurtekin á bráðasviði, vonandi í vor, vegna þess að við höfum töluverðar áhyggjur af okkar útkomu," segir Elísabet. Búið sé að bæta úr ýmsu frá því að könnunin var gerð og því líkur til þess að næsta könnun komi betur út. Elísabet segir líka að starfsumhverfiskönnunin hafi verið gerð eftir viðamikið sameiningarferli á bráðamóttökum spítalans. Það hafi án efa haft áhrif á niðurstöður starfsumhverfiskönnunarinnar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Yfir helmingur starfsmanna á bráðasviði Landspítalans segist hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings eða aðstandenda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítalans. Hvergi annarsstaðar á Landspítalanum segjast jafnmargir hafa orðið fyrir viðlíka reynslu. En tæplega 50% starfsmanna á geðsviði telja sig hafa orðið fyrir henni. Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði, segir að sá hópur sem komi á deildina og beiti hótunum eða ofbeldi sé mjög afmarkaður. Í flestum tilfellum sé um að ræða fólk sem komi vegna drykkju- og ofbeldisláta um helgar. „Ég geri ráð fyrir að langflestar þessar ofbeldisupplifanir starfsfólks séu í þannig aðstæðum," segir Elísabet. Þó ekki séu nema einn til tveir sem hegði sér með þessum hætti á deildinni þá skapi þeir mjög mikið álag á starfsfólk. „Það þarf ekki nema eitt skemmt epli. Þá verður stór hluti þeirra sem er á vaktinni fyrir einskonar ofbeldi. Þannig að það er ekki óalgengt að fólk verði fyrir hótunum eða ofbeldi af völdum sjúklinga sem eru drukknir, í neyslu eða hreinlega bara geðveikir eða vansælir af öðrum orsökum," segir Elísabet. Elísabet segir að ýmislegt sé gert til að bregðast við ofbeldi og hótunum. „Lögreglan er með vakt hér á næturnar og um helgar og þeir þjónusta okkur ágætlega. Þeir eru mjög fljótir að koma og hjálpa okkur," segir Elísabet. Víða erlendis sé öryggisgæslan hins vegar töluvert meiri en hér.Elísabet Benedikz er yfirlæknir á bráðasviði.Þá segir Elísabet að nýlega hafi verið farið yfir öryggiskerfið á sviðinu og sett upp öryggishnappakerfi. Einnig sé starfsfólki veitt fræðsla um það hvernig eigi að bregaðst við. „Þá sjaldan að upp kemur atvik sem er líklegt til að hafa áhrif á sálarró fólks, að þá erum líka með úrræði til að fást við það. Þannig að við erum ágætlega undirbúin," segir Elísabet. Hún bendir á að á deildinni starfi mikið fagfólk sem hafi burði til að takast á við ýmsar aðstæður. „Þessi starfsumhverfiskönnun verður endurtekin á bráðasviði, vonandi í vor, vegna þess að við höfum töluverðar áhyggjur af okkar útkomu," segir Elísabet. Búið sé að bæta úr ýmsu frá því að könnunin var gerð og því líkur til þess að næsta könnun komi betur út. Elísabet segir líka að starfsumhverfiskönnunin hafi verið gerð eftir viðamikið sameiningarferli á bráðamóttökum spítalans. Það hafi án efa haft áhrif á niðurstöður starfsumhverfiskönnunarinnar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira