Sparneytnir bílar í sókn 10. febrúar 2011 21:00 Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira