Tæki mínútur að hakka vef Alþingis 10. febrúar 2011 07:00 „Dýnamít fæst í litlum pökkum,“ segir Wayne Burke hógvær þegar hann kveikir á litlu og nettu fartölvunni sinni. Fréttablaðið/Vilhelm Góður hakkari væri aðeins nokkrar mínútur að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Alþingis og gæti sótt ýmiss konar upplýsingar og valdið óskunda, segir Wayne Burke, ráðgjafi og sérfræðingur í tölvuöryggismálum. Hann mun sýna hvernig hægt er að brjótast inn í tölvukerfi sem eiga að vera örugg á ráðstefnu um tölvuhakkara sem Capacent og Tölvuskólinn standa fyrir í dag, auk þess sem hann mun kenna íslensku tölvufólki hvernig á að verjast netárásum á námskeiði í næstu viku. „Hakkarar ráðast alltaf á veikasta hlekkinn, og það er í flestum tilvikum sá sem situr við tölvuna,“ segir Burke. Þess vegna þurfi vitundarvakningu um öryggismál hjá fyrirtækjum og stofnunum. Burke segir hakkara ótrúlega úrræðagóða. Þeir geti opnað bakdyr inn á net fyrirtækja eða stofnana með því að senda tölvupóst með viðhengi eða hlekk á vefslóð. Lykillinn að góðum árangri sé að skrifa tölvupóst sem fái einhvern notanda til að falla í gildruna. Mikilvægt er að kynna starfsmönnum reglur um netöryggi og sjá til þess að nýir starfsmenn átti sig á því hvað má gera og hvað má alls ekki gera, segir Burke. Markmiðið með netöryggi er yfirleitt ekki að tryggja að engar líkur séu á því að nokkur tölvuhakkari geti brotist inn í tölvukerfi, segir Burke. Eina leiðin til að tryggja það sé að slökkva á rafmagninu eða taka netið úr sambandi, en hvorugt sé aðlaðandi lausn fyrir fyrirtæki. „Markmiðið er að gera þitt fyrirtæki eins öruggt og hægt er, til að tryggja að það verði ekki öruggt skotmark,“ segir Burke. - bj Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Góður hakkari væri aðeins nokkrar mínútur að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Alþingis og gæti sótt ýmiss konar upplýsingar og valdið óskunda, segir Wayne Burke, ráðgjafi og sérfræðingur í tölvuöryggismálum. Hann mun sýna hvernig hægt er að brjótast inn í tölvukerfi sem eiga að vera örugg á ráðstefnu um tölvuhakkara sem Capacent og Tölvuskólinn standa fyrir í dag, auk þess sem hann mun kenna íslensku tölvufólki hvernig á að verjast netárásum á námskeiði í næstu viku. „Hakkarar ráðast alltaf á veikasta hlekkinn, og það er í flestum tilvikum sá sem situr við tölvuna,“ segir Burke. Þess vegna þurfi vitundarvakningu um öryggismál hjá fyrirtækjum og stofnunum. Burke segir hakkara ótrúlega úrræðagóða. Þeir geti opnað bakdyr inn á net fyrirtækja eða stofnana með því að senda tölvupóst með viðhengi eða hlekk á vefslóð. Lykillinn að góðum árangri sé að skrifa tölvupóst sem fái einhvern notanda til að falla í gildruna. Mikilvægt er að kynna starfsmönnum reglur um netöryggi og sjá til þess að nýir starfsmenn átti sig á því hvað má gera og hvað má alls ekki gera, segir Burke. Markmiðið með netöryggi er yfirleitt ekki að tryggja að engar líkur séu á því að nokkur tölvuhakkari geti brotist inn í tölvukerfi, segir Burke. Eina leiðin til að tryggja það sé að slökkva á rafmagninu eða taka netið úr sambandi, en hvorugt sé aðlaðandi lausn fyrir fyrirtæki. „Markmiðið er að gera þitt fyrirtæki eins öruggt og hægt er, til að tryggja að það verði ekki öruggt skotmark,“ segir Burke. - bj
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira