Áherslur á Norðurlandaráðsþingi Helgi Hjörvar skrifar 1. nóvember 2011 06:00 Í dag er 63. þing Norðurlandaráðs sett í Kaupmannahöfn. Á þinginu eru tekin fyrir mál sem snerta beint hagsmuni Íslendinga. Það er því ánægjulegt að stuðningur Íslendinga við norrænt samstarf mælist endurtekið mikill. Norðurlandaráðsþingin eru mikilvæg vegna þess, að þar koma saman á einum fundi ráðherrar og þingmenn allra Norðurlandaríkjanna og ræða þau mál sem eru efst á baugi varðandi sameiginlega hagsmuni Norðurlandaríkja. Þá gefst norrænum þingmönnum einnig einstakt tækifæri til að beina óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra norrænna samstarfsmála frá öðrum Norðurlandaríkjum. Sú umræða sem vekur jafnan einna mesta athygli er leiðtogafundur með þátttöku forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna. Að þessu sinni verður fjallað um hin opnu norrænu samfélög og mun umræðan án efa litast af hinum skelfilegu atburðum er urðu í Noregi 22. júlí sl. sem beindust ekki aðeins að fórnarlömbum þeirra heldur einnig að mikilvægum norrænum gildum svo sem lýðræði og umburðarlyndi. Við megum aldrei láta undan í baráttunni gegn pólitískum öfgum. Önnur umræða sem athygli beinist að er umræðan um utanríkismál, sem hefur aukist til muna í norrænu samstarfi síðasta áratuginn, sérstaklega með tilkomu Stoltenberg-skýrslunnar um norræna samvinnu á sviði utanríkis- og öryggismála. Utanríkismálaumræðan á Norðurlandaráðsþinginu í ár fjallar til að mynda um endurnýjaða samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautið, en fyrsta áætlunin tók gildi 1996. Málefni norðurslóða hafa orðið sívaxandi hluti íslenskra utanríkismála og er mikilsvert fyrir Ísland að stuðla að verkefnum á þessu svæði í norrænu samstarfi. Sérstök áhersla verður lögð á byggðaþróun, að viðhalda umhverfi norðurskautsins og líffræðilegum fjölbreytileika, að dreifa upplýsingum um loftslagsbreytingar, að styðja við sjálfbæra atvinnustarfsemi og að styðja við menntun og frjáls félagasamtök íbúa á svæðinu. Þá er á dagskrá samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar við nágranna í vestri. Með nágrönnum í vestri er átt við héruð í Kanada við Atlantshafið, ríki Bandaríkjanna við Atlantshafið, Írland og Skotland. Markmiðið er að stuðla að frekari þróun núverandi samstarfs og styrkja tengslin við nágrannana. Samstarfið á að byggja á sameiginlegum áskorunum og hagsmunum sem fylgja fámennum dreifbýliskjörnum á stórum landsvæðum, löngum vegalengdum, köldu loftslagi, auðlindum hafsins og auknum siglingum á norðurslóðum. Siglingar á norðurslóðum koma einnig við sögu í umræðu um umhverfismál á Norðurlöndum þegar tekin verður fyrir tillaga umhverfis- og náttúruauðlindanefndar Norðurlandaráðs um aukið öryggi á sjó og umhverfisvernd við norðurskautið. Í henni er meðal annars lagt til að efla, innan Nuuk-samkomulags Norðurskautsráðsins um leit og björgun, norrænt samstarf um eftirlit með hafsvæðum og að koma á fót norrænni viðbragðssveit á sjó, með þátttöku norrænna landhelgisgæslna og björgunarsveita. Hvort tveggja gæti reynst þýðingarmikið fyrir Ísland. Af öðrum einstökum málum ber að nefna sérstaklega umfjöllun um tillögu velferðarnefndar Norðurlandaráðs um mænuskaða í umræðum um félags- og heilbrigðismál. Sú tillaga var upphaflega lögð fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs og hefur verið aukin í umfjöllun nefndarinnar. Tillagan fjallar um að fela nefnd sérfróðra vísindamanna og lækna að safna upplýsingum og gera yfirlit yfir norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir við mænuskaða, í formi skýrslu, og gera tillögur um úrbætur um rannsóknir og meðferðir á mænuskaða, auk þess að gera rannsókn á þátttöku fólks með mænuskaða á vinnumarkaði og að vinna að norrænni gæðaskrá um mænuskaða. Mænuskaðastofnun Íslands hefur staðið fyrir undirskriftarherferð kvenna til stuðnings tillögunni og hafa 8.500 konur sýnt stuðning sinn í verki. Það er gleðilegt enn á ný að almenningur lætur sig varða málefni norræns samstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag er 63. þing Norðurlandaráðs sett í Kaupmannahöfn. Á þinginu eru tekin fyrir mál sem snerta beint hagsmuni Íslendinga. Það er því ánægjulegt að stuðningur Íslendinga við norrænt samstarf mælist endurtekið mikill. Norðurlandaráðsþingin eru mikilvæg vegna þess, að þar koma saman á einum fundi ráðherrar og þingmenn allra Norðurlandaríkjanna og ræða þau mál sem eru efst á baugi varðandi sameiginlega hagsmuni Norðurlandaríkja. Þá gefst norrænum þingmönnum einnig einstakt tækifæri til að beina óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra norrænna samstarfsmála frá öðrum Norðurlandaríkjum. Sú umræða sem vekur jafnan einna mesta athygli er leiðtogafundur með þátttöku forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna. Að þessu sinni verður fjallað um hin opnu norrænu samfélög og mun umræðan án efa litast af hinum skelfilegu atburðum er urðu í Noregi 22. júlí sl. sem beindust ekki aðeins að fórnarlömbum þeirra heldur einnig að mikilvægum norrænum gildum svo sem lýðræði og umburðarlyndi. Við megum aldrei láta undan í baráttunni gegn pólitískum öfgum. Önnur umræða sem athygli beinist að er umræðan um utanríkismál, sem hefur aukist til muna í norrænu samstarfi síðasta áratuginn, sérstaklega með tilkomu Stoltenberg-skýrslunnar um norræna samvinnu á sviði utanríkis- og öryggismála. Utanríkismálaumræðan á Norðurlandaráðsþinginu í ár fjallar til að mynda um endurnýjaða samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautið, en fyrsta áætlunin tók gildi 1996. Málefni norðurslóða hafa orðið sívaxandi hluti íslenskra utanríkismála og er mikilsvert fyrir Ísland að stuðla að verkefnum á þessu svæði í norrænu samstarfi. Sérstök áhersla verður lögð á byggðaþróun, að viðhalda umhverfi norðurskautsins og líffræðilegum fjölbreytileika, að dreifa upplýsingum um loftslagsbreytingar, að styðja við sjálfbæra atvinnustarfsemi og að styðja við menntun og frjáls félagasamtök íbúa á svæðinu. Þá er á dagskrá samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar við nágranna í vestri. Með nágrönnum í vestri er átt við héruð í Kanada við Atlantshafið, ríki Bandaríkjanna við Atlantshafið, Írland og Skotland. Markmiðið er að stuðla að frekari þróun núverandi samstarfs og styrkja tengslin við nágrannana. Samstarfið á að byggja á sameiginlegum áskorunum og hagsmunum sem fylgja fámennum dreifbýliskjörnum á stórum landsvæðum, löngum vegalengdum, köldu loftslagi, auðlindum hafsins og auknum siglingum á norðurslóðum. Siglingar á norðurslóðum koma einnig við sögu í umræðu um umhverfismál á Norðurlöndum þegar tekin verður fyrir tillaga umhverfis- og náttúruauðlindanefndar Norðurlandaráðs um aukið öryggi á sjó og umhverfisvernd við norðurskautið. Í henni er meðal annars lagt til að efla, innan Nuuk-samkomulags Norðurskautsráðsins um leit og björgun, norrænt samstarf um eftirlit með hafsvæðum og að koma á fót norrænni viðbragðssveit á sjó, með þátttöku norrænna landhelgisgæslna og björgunarsveita. Hvort tveggja gæti reynst þýðingarmikið fyrir Ísland. Af öðrum einstökum málum ber að nefna sérstaklega umfjöllun um tillögu velferðarnefndar Norðurlandaráðs um mænuskaða í umræðum um félags- og heilbrigðismál. Sú tillaga var upphaflega lögð fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs og hefur verið aukin í umfjöllun nefndarinnar. Tillagan fjallar um að fela nefnd sérfróðra vísindamanna og lækna að safna upplýsingum og gera yfirlit yfir norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir við mænuskaða, í formi skýrslu, og gera tillögur um úrbætur um rannsóknir og meðferðir á mænuskaða, auk þess að gera rannsókn á þátttöku fólks með mænuskaða á vinnumarkaði og að vinna að norrænni gæðaskrá um mænuskaða. Mænuskaðastofnun Íslands hefur staðið fyrir undirskriftarherferð kvenna til stuðnings tillögunni og hafa 8.500 konur sýnt stuðning sinn í verki. Það er gleðilegt enn á ný að almenningur lætur sig varða málefni norræns samstarfs.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun