Segir ríkisstjórnina halda aftur af Landsvirkjun 10. febrúar 2011 12:02 Kristján Þór Júlíusson. Mynd/ GVA. Landsvirkjun dregur lappirnar við atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum þar sem ríkisstjórnin heldur aftur af henni, segir oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson. Hann hvetur nafna sinn, Kristján Möller, formann iðnaðarnefndar Alþingis, að sýna vilja sinn í verki með því að hætta að tefja þingsályktunartillögu um framgang málsins. Kristján L. Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi orðið brýnt að hefja atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Svo vill til að Kristján Möller er í hópi 25 þingmanna sem standa að þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni er beinlínis falið að hefja viðræður við tvö álfyrirtæki, Alcoa og Bosai, um uppbyggingu við Húsavík. Tillagan hefur legið inni í iðnaðarnefnd Alþingis frá því í nóvember en formaður hennar er einmitt Kristján Möller. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Kristján Þór Júlíusson, segir málið hafa legið allt of lengi í nefndinni og kominn sé tími til að koma því inn í þingið og ljúka því þar. Hann hvetur nafna sinn, Kristján Möller, nú til að sýna vilja sinn í verki með því að afgreiða málið úr nefndinni. "Þetta eru greinilega pólitískar línur og átök sem krystallast í þessari töf sem þarna hefur orðið," segir Kristján Þór. "Við vitum það að Landsvirkjun hefur verið að draga við sig lappirnar í ljósi þess að eigandi hennar, sem er ríkisvaldið, hefur frekar haldið aftur af fyrirtækinu í því að byggja upp þessa atvinnustarfsemi, sem um ræðir. Það vantar einfaldlega skýrari fyrirmæli frá eiganda Landsvirkjunar til fyrirtækisins, sem allir landsmenn eiga, um að það eigi að leggja sig fram um þessa atvinnuuppbyggingu," segir Kristján Þór.Tengill: Tillaga til þingsályktunar um atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu í Þingeyjarsýslum. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Landsvirkjun dregur lappirnar við atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum þar sem ríkisstjórnin heldur aftur af henni, segir oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson. Hann hvetur nafna sinn, Kristján Möller, formann iðnaðarnefndar Alþingis, að sýna vilja sinn í verki með því að hætta að tefja þingsályktunartillögu um framgang málsins. Kristján L. Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi orðið brýnt að hefja atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Svo vill til að Kristján Möller er í hópi 25 þingmanna sem standa að þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni er beinlínis falið að hefja viðræður við tvö álfyrirtæki, Alcoa og Bosai, um uppbyggingu við Húsavík. Tillagan hefur legið inni í iðnaðarnefnd Alþingis frá því í nóvember en formaður hennar er einmitt Kristján Möller. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Kristján Þór Júlíusson, segir málið hafa legið allt of lengi í nefndinni og kominn sé tími til að koma því inn í þingið og ljúka því þar. Hann hvetur nafna sinn, Kristján Möller, nú til að sýna vilja sinn í verki með því að afgreiða málið úr nefndinni. "Þetta eru greinilega pólitískar línur og átök sem krystallast í þessari töf sem þarna hefur orðið," segir Kristján Þór. "Við vitum það að Landsvirkjun hefur verið að draga við sig lappirnar í ljósi þess að eigandi hennar, sem er ríkisvaldið, hefur frekar haldið aftur af fyrirtækinu í því að byggja upp þessa atvinnustarfsemi, sem um ræðir. Það vantar einfaldlega skýrari fyrirmæli frá eiganda Landsvirkjunar til fyrirtækisins, sem allir landsmenn eiga, um að það eigi að leggja sig fram um þessa atvinnuuppbyggingu," segir Kristján Þór.Tengill: Tillaga til þingsályktunar um atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu í Þingeyjarsýslum.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira