Hundastríð á Selfossi: Svefnvana leigubílstjóri berst gegn hundahaldi Valur Grettisson skrifar 10. febrúar 2011 12:21 Hundar á Selfossi. Myndin er úr safni. „Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar," segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn. Leigubílstjórinn vinnur meðal annars á nóttinni og því er ónæðið af hundinum talsvert þegar eigendur hundsins eru í vinnunni, „og hann geltir endalaust hérna á neðri hæðinni," segir leigubílstjórinn pirraður. Hann segir fleiri íbúa vera með hunda enda gengur formaðurinn ekki beinlínis fram með góðu fordæmi að mati leigubílstjórans. „Og það sem er verra er að það er þvílíkur óþrifnaður af þessu hérna fyrir utan," segir leigubílstjórinn en svo virðist sem eigendur hundanna séu ekki nógu duglegir að þrífa upp stykki dýranna. Leigubílstjórinn fékk að lokum nóg og reyndi að kæra málið til lögreglunnar. „En þeir hlógu næstum því að mér og sögðu mér að þeir hefðu hvorki mannskapinn né tímann í svona mál." Leigubílstjórinn hefur nú leitað til bæjaryfirvalda. Formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir dýrahald í blokkum þrálátt vandamál. En almenna reglan sé sú að ef einn íbúi leggist gegn dýrahaldinu þá eigi það að vera bannað. Hann segir úrræði fólks, sem er ósátt við dýrahald í fjölbýlishúsum, vera helst þau að leita til heilbrigðiseftirlitsins í viðkomandi sveitarfélagi. „Ég er nú sjálfur hundamaður," segir Sigurður og bætir við: „En ég hef oft orðið var við að hundaeigendur vaða yfir aðra og eru að auki ekki mjög tillitsamir." Sigurður segir hundaeigendur líta mjög persónulega á svona mál og eigi stundum erfitt með að skilja að hundahald getur valdið astma- og ofnæmissjúkum, og svefnvana leigubílstjóra í þessu tilviki, talsverðum ama. Sigurður segir reglurnar þó of strangar eins og þær eru nú en hann ásamt starfshópi hefur samið nýtt frumvarpum um dýrahald í fjöleignarhúsum sem er til skoðunar á Alþingi. Sigurður segir að áður hafi í raun verið gengið of langt í að verja réttindi astma- og ofnæmissjúkra, meðal annars á kostnað fólks með hjálpar- og blindrahunda. Til stendur að breyta því í frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar," segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn. Leigubílstjórinn vinnur meðal annars á nóttinni og því er ónæðið af hundinum talsvert þegar eigendur hundsins eru í vinnunni, „og hann geltir endalaust hérna á neðri hæðinni," segir leigubílstjórinn pirraður. Hann segir fleiri íbúa vera með hunda enda gengur formaðurinn ekki beinlínis fram með góðu fordæmi að mati leigubílstjórans. „Og það sem er verra er að það er þvílíkur óþrifnaður af þessu hérna fyrir utan," segir leigubílstjórinn en svo virðist sem eigendur hundanna séu ekki nógu duglegir að þrífa upp stykki dýranna. Leigubílstjórinn fékk að lokum nóg og reyndi að kæra málið til lögreglunnar. „En þeir hlógu næstum því að mér og sögðu mér að þeir hefðu hvorki mannskapinn né tímann í svona mál." Leigubílstjórinn hefur nú leitað til bæjaryfirvalda. Formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir dýrahald í blokkum þrálátt vandamál. En almenna reglan sé sú að ef einn íbúi leggist gegn dýrahaldinu þá eigi það að vera bannað. Hann segir úrræði fólks, sem er ósátt við dýrahald í fjölbýlishúsum, vera helst þau að leita til heilbrigðiseftirlitsins í viðkomandi sveitarfélagi. „Ég er nú sjálfur hundamaður," segir Sigurður og bætir við: „En ég hef oft orðið var við að hundaeigendur vaða yfir aðra og eru að auki ekki mjög tillitsamir." Sigurður segir hundaeigendur líta mjög persónulega á svona mál og eigi stundum erfitt með að skilja að hundahald getur valdið astma- og ofnæmissjúkum, og svefnvana leigubílstjóra í þessu tilviki, talsverðum ama. Sigurður segir reglurnar þó of strangar eins og þær eru nú en hann ásamt starfshópi hefur samið nýtt frumvarpum um dýrahald í fjöleignarhúsum sem er til skoðunar á Alþingi. Sigurður segir að áður hafi í raun verið gengið of langt í að verja réttindi astma- og ofnæmissjúkra, meðal annars á kostnað fólks með hjálpar- og blindrahunda. Til stendur að breyta því í frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira