Enski boltinn

Kroenke skilur ekkert í stuðningsmönnum Man. Utd

Kroenke heilsar upp á leikmenn Arsenal.
Kroenke heilsar upp á leikmenn Arsenal.
Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, skilur ekkert í þeim hópi stuðningsmanna Man. Utd sem mótmæla eigendum Man. Utd, Glazer-fjölskyldunni. Kroenke segir að stuðningsmennirnir eigi frekar að þakka Glazer-fjölskyldunni fyrir þann árangur sem félagið hefur náð síðan fjölskyldan keypti félagið.

Stuðningsmennirnir hafa aðallega mótmælt því að Glazer-fjölskyldan hafi skuldsett félagið gríðarlega enda félagið meira og minna keypt á lánum. Einnig hefur miðaverð og annað rokið upp úr öllu valdi í kjölfarið.

"Það hefur verið mikil velgengni síðan fjölskyldan keypti félagið og tekjur félagsins hafa einnig aukist gríðarlega. Er hægt að biða um eitthvað meira," sagði Kroenke.

"Ég held að stuðningsmennirnir eigi að hugsa aðeins betur um hverju þeir séu að mótmæla. Glazer-fjölskyldan hefur tekið peninga úr félaginu en það gerir líka eigandi LA Lakers og eigendur fjölda félaga."

Kroenke segist þó ekki ætla að fara sömu leið og Glazer-fjölskyldan fór með því að taka stór lán hjá Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×