Erlent

Mæðgin rændu banka

Kona á fertugsaldri, sonur hennar og tveir vinir hans voru handtekin á föstudaginn eftir að þau rændu banka í Atlanta í Bandaríkjunum. Á flóttanum óku þau á lest og reyndu í framhaldinu að stinga laganna verði af á tveimur jafnfljótum. Það heppnaðist ekki.

Móðirin sótti soninn og vinina í skóla áður en þau héldu í bankann vopnuð skammbyssum. Drengirnir eru 16-17 ára og hafa ekki áður komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×