Innlent

Fimmtán ára handtekin fyrir innbrot

Selfoss.
Selfoss.

15 ára piltur er nú vistaður á vegum lögreglunnar á Selfossi eftir að hann var handtekinn á Eyrarbakka í gærkvöldi vegna ráns sem hann framdi á Selfossi undir kvöld.

Hann fór þar inn i verslun Samkaupa, og sýndi afgreiðslumanni hníf, áður en hann tók eitthvað til handargangs og lét sig hverfa. Lögregla fékk vísbendingar um piltinn, sem leiddi til handtöku hans. Barnaverndaryfirvöld hafa fengið málið til meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×