Enski boltinn

McClaren: Dzeko mun standa sig vel hjá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edin Dzeko í leik með Wolfsburg.
Edin Dzeko í leik með Wolfsburg. Nordic Photos / Bongarts

Steve McClaren, stjóri þýska liðsins Wolfsburg, telur að Edin Dzeko muni standa sig vel hjá City en félagið hefur samþykkt að kaupa kappann á um 30 milljónir punda.

Dzeko hefur verið einn heitasti framherji Evrópu undanfarin misseri og hefur verið orðaður við fjölda stórliða síðustu árin.

„Þetta eru góð kaup fyrir City. Hann mun spila vel við hlið Carlos Tevez," sagði McClaren sem var áður landsliðsþjálfari Englands. „Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái sínu besta fram þar."

„Hann er mjög góður leikmaður og endurspeglar kaupverðið það. Hann er stór og sterkur en einnig fljótur. Hann býr einnig yfir góðri tækni."

McClaren segir að hann muni þó þurfa að leggja meira á sig í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er góður drengur en þarf að vera duglegri í ensku úrvalsdeildinni en hann er í dag. En hann mun aðlagast nýjum aðstæðum, það er engin spurning."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×