Forstjórinn valdi fyrrum yfirmann sem eftirmann 8. febrúar 2011 08:30 Bjarni Bjarnason. Fulltrúi minnihlutans í stjórn Orkuveitunnar gagnrýnir ákvörðun um að ráða Bjarna í forstjórastarfið. Mynd/www.lv.is Bjarni Bjarnason verður næsti forstjóri Orkuveitunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins í gær. Bjarni er forstjóri Landsvirkjunar Powers, dótturfélags Landsvirkjunar. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í stjórn OR í gær að ráðningarferlinu yrði frestað en sú tillaga var felld af meirihlutanum. Kjartan sagði þá í bókun að meirihluti stjórnar OR hafi látið viðgangast að tveir einstaklingar utan stjórnar önnuðust að mestu leyti val umsækjenda án umboðs stjórnarinnar. „Vegna þessara vinnubragða hafa aðeins tveir umsækjendur af sextíu hlotið eðlilega umfjöllun stjórnar og er stjórnarmönnum nú gert að gera upp á milli þeirra, bókaði Kjartan sem gagnrýndi sérstaklega að Helgi Þór Ingason, núverandi forstjóri OR, tæki þátt í vali á eftirmanni sínum. Með Helga í valnefnd sat dr. Ásta Bjarnadóttir. Spurningar hafa vaknað um hvort Helgi Þór væri vanhæfur gagnvart því að meta Bjarna þar sem Helgi var aðstoðarmaður Bjarna í forstjóratíð hans hjá Járnblendifélaginu. „Það finnst mér afskaplega langsótt. Ég var aðstoðarmaður hans í um níu mánuði fyrir um áratug," svarar Helgi. Haraldur Flosason, stjórnarformaður OR, sagðist í samtali við Vísi í gærkvöld lítið vilja segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim," sagði Haraldur. Ráðningarferlið hafi verið verið gagnsætt. Úr hópi sextíu umsækjenda hafi valið að endingu staðið milli tveggja manna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var annar þeirra Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri. - gar Tengdar fréttir Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. 7. febrúar 2011 21:07 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bjarni Bjarnason verður næsti forstjóri Orkuveitunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins í gær. Bjarni er forstjóri Landsvirkjunar Powers, dótturfélags Landsvirkjunar. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í stjórn OR í gær að ráðningarferlinu yrði frestað en sú tillaga var felld af meirihlutanum. Kjartan sagði þá í bókun að meirihluti stjórnar OR hafi látið viðgangast að tveir einstaklingar utan stjórnar önnuðust að mestu leyti val umsækjenda án umboðs stjórnarinnar. „Vegna þessara vinnubragða hafa aðeins tveir umsækjendur af sextíu hlotið eðlilega umfjöllun stjórnar og er stjórnarmönnum nú gert að gera upp á milli þeirra, bókaði Kjartan sem gagnrýndi sérstaklega að Helgi Þór Ingason, núverandi forstjóri OR, tæki þátt í vali á eftirmanni sínum. Með Helga í valnefnd sat dr. Ásta Bjarnadóttir. Spurningar hafa vaknað um hvort Helgi Þór væri vanhæfur gagnvart því að meta Bjarna þar sem Helgi var aðstoðarmaður Bjarna í forstjóratíð hans hjá Járnblendifélaginu. „Það finnst mér afskaplega langsótt. Ég var aðstoðarmaður hans í um níu mánuði fyrir um áratug," svarar Helgi. Haraldur Flosason, stjórnarformaður OR, sagðist í samtali við Vísi í gærkvöld lítið vilja segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim," sagði Haraldur. Ráðningarferlið hafi verið verið gagnsætt. Úr hópi sextíu umsækjenda hafi valið að endingu staðið milli tveggja manna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var annar þeirra Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri. - gar
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. 7. febrúar 2011 21:07 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15
Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. 7. febrúar 2011 21:07
Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44