Innlent

Gamalt hesthús brann til grunna

Eldur kviknaði í gömlu hesthúsi að bænum Jódísarstöðum upp úr miðnætti. Slökkviliðsmenn frá Akureyri, með aðstoð björgunarsveitarmanna, brutust í illviðri á vettvang, en þegar þangað kom var allt brunnið sem brunnið gat.

Slökkt var í glæðum og böndum komið á fjúkandi þakplötur. Engar skepnur voru í húsinu, sem stóð spölkorn frá bænum þannig að öðrum húsum stafaði ekki hætta af eldinum.

Slökkviliðið á Selfossi var kvatt út í gærkvöldi vegna sinuelds, sem kviknað hafði út frá skoteldi við sumarbústað í landi Syðri Brúar í Grímsnesi. Óttast var að eldurinn myndi breiðast hratt út vegna hvassviðris, en slökkviliðinu tókst að hemja hann og slökkva í glæðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×