Femínistar leggjast gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð 18. febrúar 2011 16:31 Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. „Félagið hvetur jafnframt heilbrigðisnefnd Alþingis, og Alþingi í heild sinni, til að hlýða á þá sérfræðinga sem vara við því að gera staðgöngumæðrun leyfilega. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áfangaskýrslu þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu.“Varað við bindandi samkomulagi Þá varar félagið jafnframt við því fyrirkomulagi á staðgöngumæðrun sem lagt er til í núverandi þingsályktunartillögu, en hún kveður á um að verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldug til að gera með sér bindandi samkomulag. „Bindandi samningur getur falið í sér kúgun og með þessu móti er gengið mun lengra en í flestum öðrum löndum sem heimila staðgöngumæðrun. Ljóst er að staðgöngumæður eru í mjög viðkvæmri stöðu og velferð þeirra og barnsins verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Ef leyfa á staðgöngumæðrun er mikilvægt er að staðgöngumóðirinn ráði yfir líkama sínum, taki sjálf allar ákvarðanir sem lúta að honum og meðgöngunni og hafi á öllum stigum rétt til að draga til baka samþykki sitt fyrir því að láta barnið af hendi við fæðingu.“ „Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. En hvernig á að tryggja bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er leyfð? Hvar liggja mörkin og hvernær breytist velgjörðarskyn í hagnaðarsjónarmið? Eins og kemur fram í lokaáliti vinnuhópsins hefur reynsla annarra þjóða sýnt að erfitt er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Til að mynda má spyrja sig hvort greiða eigi staðgöngumóður fyrir vinnutap, lækniskostnað og jafnvel uppbyggjandi líkamsrækt á meðgöngutíma? Hvernig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir hverskonar kúgun eða þvingun? Í lokaáliti vinnuhópsins eru öll þessi atriði talin upp. Auk þess kemur orðrétt fram að „helstu rök gegn staðgöngumæðrun eru að hætta sé að litið sé á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn (konan "smættuð í æxlunarfæri")". Þrátt fyrir þetta er í þingsályktunartillögunni lögð áhersla á hröð vinnubrögð og að frumvarpið skuli lagt fram eins fljótt og mögulegt er. Þetta finnst Femínistafélaginu mjög alvarlegt og óábyrgt. Þrátt fyrir að skapast hafi þrýstingur á Alþingi á að koma málinu í gegn á sem skemmstum tíma eru málefni sem varða staðgöngumæðrun flókin og viðkvæm.“ Hröð afgreiðsla og fljótfærnisleg vinnubrögð í þessum málun eru ekki ásættanleg segir að lokum auk þess sem félagið telur þann tímaramma sem ætlaður er fyrir vinnslu á mögulegu frumvarpi óraunhæfan með tilliti til allra þeirra spurninga sem enn er ósvarað. „Slík vinna tekur ekki vikur eða mánuði heldur hleypur hún á árum.“ Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. „Félagið hvetur jafnframt heilbrigðisnefnd Alþingis, og Alþingi í heild sinni, til að hlýða á þá sérfræðinga sem vara við því að gera staðgöngumæðrun leyfilega. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áfangaskýrslu þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu.“Varað við bindandi samkomulagi Þá varar félagið jafnframt við því fyrirkomulagi á staðgöngumæðrun sem lagt er til í núverandi þingsályktunartillögu, en hún kveður á um að verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldug til að gera með sér bindandi samkomulag. „Bindandi samningur getur falið í sér kúgun og með þessu móti er gengið mun lengra en í flestum öðrum löndum sem heimila staðgöngumæðrun. Ljóst er að staðgöngumæður eru í mjög viðkvæmri stöðu og velferð þeirra og barnsins verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Ef leyfa á staðgöngumæðrun er mikilvægt er að staðgöngumóðirinn ráði yfir líkama sínum, taki sjálf allar ákvarðanir sem lúta að honum og meðgöngunni og hafi á öllum stigum rétt til að draga til baka samþykki sitt fyrir því að láta barnið af hendi við fæðingu.“ „Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. En hvernig á að tryggja bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er leyfð? Hvar liggja mörkin og hvernær breytist velgjörðarskyn í hagnaðarsjónarmið? Eins og kemur fram í lokaáliti vinnuhópsins hefur reynsla annarra þjóða sýnt að erfitt er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Til að mynda má spyrja sig hvort greiða eigi staðgöngumóður fyrir vinnutap, lækniskostnað og jafnvel uppbyggjandi líkamsrækt á meðgöngutíma? Hvernig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir hverskonar kúgun eða þvingun? Í lokaáliti vinnuhópsins eru öll þessi atriði talin upp. Auk þess kemur orðrétt fram að „helstu rök gegn staðgöngumæðrun eru að hætta sé að litið sé á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn (konan "smættuð í æxlunarfæri")". Þrátt fyrir þetta er í þingsályktunartillögunni lögð áhersla á hröð vinnubrögð og að frumvarpið skuli lagt fram eins fljótt og mögulegt er. Þetta finnst Femínistafélaginu mjög alvarlegt og óábyrgt. Þrátt fyrir að skapast hafi þrýstingur á Alþingi á að koma málinu í gegn á sem skemmstum tíma eru málefni sem varða staðgöngumæðrun flókin og viðkvæm.“ Hröð afgreiðsla og fljótfærnisleg vinnubrögð í þessum málun eru ekki ásættanleg segir að lokum auk þess sem félagið telur þann tímaramma sem ætlaður er fyrir vinnslu á mögulegu frumvarpi óraunhæfan með tilliti til allra þeirra spurninga sem enn er ósvarað. „Slík vinna tekur ekki vikur eða mánuði heldur hleypur hún á árum.“
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira