Femínistar leggjast gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð 18. febrúar 2011 16:31 Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. „Félagið hvetur jafnframt heilbrigðisnefnd Alþingis, og Alþingi í heild sinni, til að hlýða á þá sérfræðinga sem vara við því að gera staðgöngumæðrun leyfilega. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áfangaskýrslu þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu.“Varað við bindandi samkomulagi Þá varar félagið jafnframt við því fyrirkomulagi á staðgöngumæðrun sem lagt er til í núverandi þingsályktunartillögu, en hún kveður á um að verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldug til að gera með sér bindandi samkomulag. „Bindandi samningur getur falið í sér kúgun og með þessu móti er gengið mun lengra en í flestum öðrum löndum sem heimila staðgöngumæðrun. Ljóst er að staðgöngumæður eru í mjög viðkvæmri stöðu og velferð þeirra og barnsins verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Ef leyfa á staðgöngumæðrun er mikilvægt er að staðgöngumóðirinn ráði yfir líkama sínum, taki sjálf allar ákvarðanir sem lúta að honum og meðgöngunni og hafi á öllum stigum rétt til að draga til baka samþykki sitt fyrir því að láta barnið af hendi við fæðingu.“ „Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. En hvernig á að tryggja bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er leyfð? Hvar liggja mörkin og hvernær breytist velgjörðarskyn í hagnaðarsjónarmið? Eins og kemur fram í lokaáliti vinnuhópsins hefur reynsla annarra þjóða sýnt að erfitt er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Til að mynda má spyrja sig hvort greiða eigi staðgöngumóður fyrir vinnutap, lækniskostnað og jafnvel uppbyggjandi líkamsrækt á meðgöngutíma? Hvernig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir hverskonar kúgun eða þvingun? Í lokaáliti vinnuhópsins eru öll þessi atriði talin upp. Auk þess kemur orðrétt fram að „helstu rök gegn staðgöngumæðrun eru að hætta sé að litið sé á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn (konan "smættuð í æxlunarfæri")". Þrátt fyrir þetta er í þingsályktunartillögunni lögð áhersla á hröð vinnubrögð og að frumvarpið skuli lagt fram eins fljótt og mögulegt er. Þetta finnst Femínistafélaginu mjög alvarlegt og óábyrgt. Þrátt fyrir að skapast hafi þrýstingur á Alþingi á að koma málinu í gegn á sem skemmstum tíma eru málefni sem varða staðgöngumæðrun flókin og viðkvæm.“ Hröð afgreiðsla og fljótfærnisleg vinnubrögð í þessum málun eru ekki ásættanleg segir að lokum auk þess sem félagið telur þann tímaramma sem ætlaður er fyrir vinnslu á mögulegu frumvarpi óraunhæfan með tilliti til allra þeirra spurninga sem enn er ósvarað. „Slík vinna tekur ekki vikur eða mánuði heldur hleypur hún á árum.“ Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. „Félagið hvetur jafnframt heilbrigðisnefnd Alþingis, og Alþingi í heild sinni, til að hlýða á þá sérfræðinga sem vara við því að gera staðgöngumæðrun leyfilega. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áfangaskýrslu þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu.“Varað við bindandi samkomulagi Þá varar félagið jafnframt við því fyrirkomulagi á staðgöngumæðrun sem lagt er til í núverandi þingsályktunartillögu, en hún kveður á um að verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldug til að gera með sér bindandi samkomulag. „Bindandi samningur getur falið í sér kúgun og með þessu móti er gengið mun lengra en í flestum öðrum löndum sem heimila staðgöngumæðrun. Ljóst er að staðgöngumæður eru í mjög viðkvæmri stöðu og velferð þeirra og barnsins verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Ef leyfa á staðgöngumæðrun er mikilvægt er að staðgöngumóðirinn ráði yfir líkama sínum, taki sjálf allar ákvarðanir sem lúta að honum og meðgöngunni og hafi á öllum stigum rétt til að draga til baka samþykki sitt fyrir því að láta barnið af hendi við fæðingu.“ „Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. En hvernig á að tryggja bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er leyfð? Hvar liggja mörkin og hvernær breytist velgjörðarskyn í hagnaðarsjónarmið? Eins og kemur fram í lokaáliti vinnuhópsins hefur reynsla annarra þjóða sýnt að erfitt er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Til að mynda má spyrja sig hvort greiða eigi staðgöngumóður fyrir vinnutap, lækniskostnað og jafnvel uppbyggjandi líkamsrækt á meðgöngutíma? Hvernig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir hverskonar kúgun eða þvingun? Í lokaáliti vinnuhópsins eru öll þessi atriði talin upp. Auk þess kemur orðrétt fram að „helstu rök gegn staðgöngumæðrun eru að hætta sé að litið sé á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn (konan "smættuð í æxlunarfæri")". Þrátt fyrir þetta er í þingsályktunartillögunni lögð áhersla á hröð vinnubrögð og að frumvarpið skuli lagt fram eins fljótt og mögulegt er. Þetta finnst Femínistafélaginu mjög alvarlegt og óábyrgt. Þrátt fyrir að skapast hafi þrýstingur á Alþingi á að koma málinu í gegn á sem skemmstum tíma eru málefni sem varða staðgöngumæðrun flókin og viðkvæm.“ Hröð afgreiðsla og fljótfærnisleg vinnubrögð í þessum málun eru ekki ásættanleg segir að lokum auk þess sem félagið telur þann tímaramma sem ætlaður er fyrir vinnslu á mögulegu frumvarpi óraunhæfan með tilliti til allra þeirra spurninga sem enn er ósvarað. „Slík vinna tekur ekki vikur eða mánuði heldur hleypur hún á árum.“
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira