Gögnum stolið frá samtökum gegn kynferðisofbeldi Erla Hlynsdóttir skrifar 11. janúar 2011 10:13 Aflið starfa með þolendum heimilis- og kynferðisofbeldis á Norðurlandi. Skrifstofa þeirra er á Akureyri Brotist var inn hjá Aflinu á Akureyri, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, milli jóla og nýjárs og einu tölvu samtakanna stolið. Á harða diskinum er að finna öll gögn samtakanna frá því þau voru stofnuð fyrir átta árum. Missirinn er því mikill og heita liðsmenn samtakanna fundarlaunum þeim sem veitir upplýsingar er leiða til þess að tölvan kemst aftur í réttar hendur. „Við uppgötvuðum þetta bara í gær. Við erum núna að fara aftur af stað eftir jólafrí. Það var rólegt í einkaviðtölum milli jóla og nýjárs," segir Viktoría Jóhannsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Aflsins. Lögreglu hefur þegar verið gert viðvart vegna málsins en um er að ræða svarta Dell-borðtölvu, þá einu sem samtökin eiga. Engu öðru var stolið. „Þetta er hræðilegt. Þarna eru öll okkar gögn frá því við byrjuðum. Þetta er ekki mikið af persónupplýsingum en maður veit aldrei hvað óprúttnum aðilum dettur í hug," segir Viktoría. Afrit eru til af hluta gagnanna. Aflið er til húsa við Brekkugötu 34 á Akureyri. Hægt er að koma tölvunni eða harða disknum nafnlaust til sinna réttu eigenda, með því að hafa samband við Aflið í síma 8575959 eða setja sig í samband við lögregluna á Akureyri. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Brotist var inn hjá Aflinu á Akureyri, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, milli jóla og nýjárs og einu tölvu samtakanna stolið. Á harða diskinum er að finna öll gögn samtakanna frá því þau voru stofnuð fyrir átta árum. Missirinn er því mikill og heita liðsmenn samtakanna fundarlaunum þeim sem veitir upplýsingar er leiða til þess að tölvan kemst aftur í réttar hendur. „Við uppgötvuðum þetta bara í gær. Við erum núna að fara aftur af stað eftir jólafrí. Það var rólegt í einkaviðtölum milli jóla og nýjárs," segir Viktoría Jóhannsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Aflsins. Lögreglu hefur þegar verið gert viðvart vegna málsins en um er að ræða svarta Dell-borðtölvu, þá einu sem samtökin eiga. Engu öðru var stolið. „Þetta er hræðilegt. Þarna eru öll okkar gögn frá því við byrjuðum. Þetta er ekki mikið af persónupplýsingum en maður veit aldrei hvað óprúttnum aðilum dettur í hug," segir Viktoría. Afrit eru til af hluta gagnanna. Aflið er til húsa við Brekkugötu 34 á Akureyri. Hægt er að koma tölvunni eða harða disknum nafnlaust til sinna réttu eigenda, með því að hafa samband við Aflið í síma 8575959 eða setja sig í samband við lögregluna á Akureyri.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira