Trúðaskólar sameinaðir og skólastjórnendur taka við borginni Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2011 06:00 Í „góðærinu" fóru ýmsar stofnanir/fyrirtæki borgarinnar vel fram úr sér hvað laun og fjárfestingar varðar. Á sama tíma voru leikskólar borgarinnar reknir fyrir lítið fé, og starfsfólk þeirra hélt starfinu gangandi á lúsarlaunum á meðan laun viðskipta- og lögfræðimenntaðra meðreiðarsveina útrásarvíkinganna hækkuðu í Range Rover á mánuði – þrátt fyrir að þeir hefðu fáir setið lengur á skólabekk en fagmenntaður leik- eða grunnskólakennari. Góðærið heimsótti aldrei leikskólana, frekar en önnur skólastig, og ekki skilaði ráðgjöf meðreiðarsveinanna þeirri ávöxtun sem menn vonuðust til. Nú hafa foreldrar og fjölmargir sérfræðingar ályktað gegn tillögum starfshóps um sameiningu leik- og grunnskóla. Fyrir utan starfshópinn sjálfan telja fáir, ef einhverjir, þessi þunnu sameiningarrök vera vel ígrunduð. Ennþá er ósvarað spurningum er snúa að því hvers vegna sameining leggst með svo miklum þunga á sum hverfi umfram önnur. Þá þarf að útskýra hver séu megin rök þess að sumar af upprunalegum tillögum hugnuðust starfshópnum ekki og voru slegnar út af borðinu. Getur það verið að félagslegur styrkur foreldra í nærsamfélagi geti haft þar áhrif? Á hverfafundi nýverið var fulltrúi starfshópsins til svara þegar rætt var um hvernig standa ætti undir kostnaði við fjölgun barna í Vesturbænum; en þar átti að reisa skúra sem nú er búið að fjarlægja. Spurt var, hvers vegna? Svarið var að „foreldrar í Vesturbænum eru svo kröfuharðir og þeir mótmæltu". Það verður að hrósa foreldrum í Vesturbænum fyrir að mótmæla illa ígrunduðum ákvörðunum, en hvað vinnubrögð meirihlutans varðar þarf auðvitað að spyrja; hverslags pólitík er þetta eiginlega? Ef við skoðum Breiðholtið betur má sjá að sameiningartillögur ná til 86% leikskóla en til 20% í Vesturbænum. Rúm 34% leikskóla sem á að sameina er í Breiðholtinu og þar á að ná fram tæpum 35% hagræðingarinnar í rekstri leikskólanna. Ef starfshópurinn hefði kynnt sér nærsamfélag leikskólanna betur hefðu þeir komist að því að hvergi er eins hátt hlutfall tilvísana til félagsþjónustu er varða börn á leikskólaaldri og þar. Í hverfinu er mjög hátt hlutfall einstæðra foreldra og nýbúa, en sá hópur hefur ekki mjög sterka rödd á hinum pólitíska vettvangi, þar sem þessar ákvarðanir eru teknar. En á hverfafundum síðustu daga hefur meirihlutinn fengið að heyra álit nærsamfélagsins á þessum tillögum. Undirskriftasöfnun gegn tillögunum fjölgar einnig mjög hratt á netinu. Starfshópurinn hefði einnig auðveldlega geta komist að því með vönduðum vinnubrögðum að mjög erfitt hefur verið að uppfylla reglugerð leikskóla um að 2/3 hlutar starfsfólks sé fagfólk. Og það er þannig með suma af þeim leikskólum sem lagt er til að séu sameinaðir, að litlu fleiri en leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eru fagmenntaðir. Hvert verður þá hlutfall fagfólks eftir þær sameiningar sem fyrir liggja? Foreldrar og börn eiga að geta gengið að því vísu að sú þjónusta sem þau sækja uppfylli reglugerð leikskóla – það er í raun þjónustusamningur borgarinnar við borgarana. Ætlar meirihlutinn að gefa einhvern „afslátt" af því lögbundna verkefni en innheimta samt fullt gjald fyrir þjónustuna? Með vandaðri vinnu hefði hópurinn einnig komist að því að vegalengd á milli leikskólanna Hraunborgar og Aspar, sem eru í sitthvoru skólahverfi og á að sameina, er ekki 300 metrar eins og fram kemur í skýrslunni, heldur 460 metrar í beinni línu og 600 metrar eftir göngustíg. Það tekur 15 mínútur að ganga hvora leið. Ef við gefum okkur að leikskólastjóri þurfi að fara tvær ferðir á dag milli leikskóla gerir það klukkustund á dag í göngu, fyrir utan þann tíma sem fer í að loka og byrja verkefni á hvorum stað fyrir sig. Þetta gæti því talið 10 klukkustundir á viku; tíma sem auðvitað væri betur varið með börnunum. Þá er ótalinn kostnaður við keyrslu á milli skóla með mat þegar eldhús eru sameinuð. Ég mótmæli þeirri aðför sem gerð er að leik- og grunnskólum í Breiðholtinu. Þar eru 14 leikskólar og tveir af þeim voru sameinaðir síðastliðið sumar og nú á að sameina tíu til viðbótar. Tillögur að sameiningu grunnskólanna Hólabrekku- og Fellaskóla eru einnig gegn hverfaskipan og skólamenningu hverfanna. Undir það taka örugglega allir íbúar þeirra hverfa er sækja þjónustu í þessa skóla. Leikskólastjórnendum hefur tekist að veita borgarbúum framúrskarandi þjónustu síðustu áratugi við þröngan fjárhag. Stjórnendur og starfsfólk hafa náð miklum árangri í starfi og hlotið fyrir mikið lof og þakklæti, bæði frá börnum og foreldrum sem notið hafa þjónustunnar. En slíkt hið sama gildir ekki um marga stjórnendur innan borgarkerfisins og ráðgjafa þeirra síðustu misserin. Ef meirihlutanum er alvara í að ganga metnaðarfullt fram í hagræðingu, og hafa alla uppbyggingu og stjórnun til framtíðar ábyrga, þá hlýtur næsta skref að vera að sameina meirihlutann við Trúðaskólann og fá svo reynda og menntaða leik- og grunnskólastjórnendur til þess að taka við stjórn borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í „góðærinu" fóru ýmsar stofnanir/fyrirtæki borgarinnar vel fram úr sér hvað laun og fjárfestingar varðar. Á sama tíma voru leikskólar borgarinnar reknir fyrir lítið fé, og starfsfólk þeirra hélt starfinu gangandi á lúsarlaunum á meðan laun viðskipta- og lögfræðimenntaðra meðreiðarsveina útrásarvíkinganna hækkuðu í Range Rover á mánuði – þrátt fyrir að þeir hefðu fáir setið lengur á skólabekk en fagmenntaður leik- eða grunnskólakennari. Góðærið heimsótti aldrei leikskólana, frekar en önnur skólastig, og ekki skilaði ráðgjöf meðreiðarsveinanna þeirri ávöxtun sem menn vonuðust til. Nú hafa foreldrar og fjölmargir sérfræðingar ályktað gegn tillögum starfshóps um sameiningu leik- og grunnskóla. Fyrir utan starfshópinn sjálfan telja fáir, ef einhverjir, þessi þunnu sameiningarrök vera vel ígrunduð. Ennþá er ósvarað spurningum er snúa að því hvers vegna sameining leggst með svo miklum þunga á sum hverfi umfram önnur. Þá þarf að útskýra hver séu megin rök þess að sumar af upprunalegum tillögum hugnuðust starfshópnum ekki og voru slegnar út af borðinu. Getur það verið að félagslegur styrkur foreldra í nærsamfélagi geti haft þar áhrif? Á hverfafundi nýverið var fulltrúi starfshópsins til svara þegar rætt var um hvernig standa ætti undir kostnaði við fjölgun barna í Vesturbænum; en þar átti að reisa skúra sem nú er búið að fjarlægja. Spurt var, hvers vegna? Svarið var að „foreldrar í Vesturbænum eru svo kröfuharðir og þeir mótmæltu". Það verður að hrósa foreldrum í Vesturbænum fyrir að mótmæla illa ígrunduðum ákvörðunum, en hvað vinnubrögð meirihlutans varðar þarf auðvitað að spyrja; hverslags pólitík er þetta eiginlega? Ef við skoðum Breiðholtið betur má sjá að sameiningartillögur ná til 86% leikskóla en til 20% í Vesturbænum. Rúm 34% leikskóla sem á að sameina er í Breiðholtinu og þar á að ná fram tæpum 35% hagræðingarinnar í rekstri leikskólanna. Ef starfshópurinn hefði kynnt sér nærsamfélag leikskólanna betur hefðu þeir komist að því að hvergi er eins hátt hlutfall tilvísana til félagsþjónustu er varða börn á leikskólaaldri og þar. Í hverfinu er mjög hátt hlutfall einstæðra foreldra og nýbúa, en sá hópur hefur ekki mjög sterka rödd á hinum pólitíska vettvangi, þar sem þessar ákvarðanir eru teknar. En á hverfafundum síðustu daga hefur meirihlutinn fengið að heyra álit nærsamfélagsins á þessum tillögum. Undirskriftasöfnun gegn tillögunum fjölgar einnig mjög hratt á netinu. Starfshópurinn hefði einnig auðveldlega geta komist að því með vönduðum vinnubrögðum að mjög erfitt hefur verið að uppfylla reglugerð leikskóla um að 2/3 hlutar starfsfólks sé fagfólk. Og það er þannig með suma af þeim leikskólum sem lagt er til að séu sameinaðir, að litlu fleiri en leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eru fagmenntaðir. Hvert verður þá hlutfall fagfólks eftir þær sameiningar sem fyrir liggja? Foreldrar og börn eiga að geta gengið að því vísu að sú þjónusta sem þau sækja uppfylli reglugerð leikskóla – það er í raun þjónustusamningur borgarinnar við borgarana. Ætlar meirihlutinn að gefa einhvern „afslátt" af því lögbundna verkefni en innheimta samt fullt gjald fyrir þjónustuna? Með vandaðri vinnu hefði hópurinn einnig komist að því að vegalengd á milli leikskólanna Hraunborgar og Aspar, sem eru í sitthvoru skólahverfi og á að sameina, er ekki 300 metrar eins og fram kemur í skýrslunni, heldur 460 metrar í beinni línu og 600 metrar eftir göngustíg. Það tekur 15 mínútur að ganga hvora leið. Ef við gefum okkur að leikskólastjóri þurfi að fara tvær ferðir á dag milli leikskóla gerir það klukkustund á dag í göngu, fyrir utan þann tíma sem fer í að loka og byrja verkefni á hvorum stað fyrir sig. Þetta gæti því talið 10 klukkustundir á viku; tíma sem auðvitað væri betur varið með börnunum. Þá er ótalinn kostnaður við keyrslu á milli skóla með mat þegar eldhús eru sameinuð. Ég mótmæli þeirri aðför sem gerð er að leik- og grunnskólum í Breiðholtinu. Þar eru 14 leikskólar og tveir af þeim voru sameinaðir síðastliðið sumar og nú á að sameina tíu til viðbótar. Tillögur að sameiningu grunnskólanna Hólabrekku- og Fellaskóla eru einnig gegn hverfaskipan og skólamenningu hverfanna. Undir það taka örugglega allir íbúar þeirra hverfa er sækja þjónustu í þessa skóla. Leikskólastjórnendum hefur tekist að veita borgarbúum framúrskarandi þjónustu síðustu áratugi við þröngan fjárhag. Stjórnendur og starfsfólk hafa náð miklum árangri í starfi og hlotið fyrir mikið lof og þakklæti, bæði frá börnum og foreldrum sem notið hafa þjónustunnar. En slíkt hið sama gildir ekki um marga stjórnendur innan borgarkerfisins og ráðgjafa þeirra síðustu misserin. Ef meirihlutanum er alvara í að ganga metnaðarfullt fram í hagræðingu, og hafa alla uppbyggingu og stjórnun til framtíðar ábyrga, þá hlýtur næsta skref að vera að sameina meirihlutann við Trúðaskólann og fá svo reynda og menntaða leik- og grunnskólastjórnendur til þess að taka við stjórn borgarinnar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar