Starfsmenn Faxaflóahafnar þurfa að gangast undir geðrannsókn Valur Grettisson skrifar 11. janúar 2011 14:36 Reykjavíkurhöfn. Starfsmenn hafnarþjónustunnar eru allt annað en sáttir við geðrannsókn. Mynd / GVA „Við höfum bara hag okkar starfsmanna í huga," sagði yfirhafnsögumaðurinn Gísli Jóhann Hallsson, en starfsmenn hafnarþjónustu Faxaflóahafnar verður gert að sæta læknisskoðun á árinu þar sem andlegt ástand þeirra verður meðal annars skoðað. Um er að ræða almenna læknisskoðun þar sem líkamlegt og andlegt ástand starfsmanna hafnarþjónustunnar verður metið. Þeir starfa meðal annars við að lóðsa skip til hafnar. Miðað er við að fyrsti hópurinn fari í skoðun upp úr miðjum mars. Starfsmenn hafnarþjónustunnar eru hinsvegar allt annað en sáttir við fyrirhugaða læknisskoðun. Þannig sagði einn sem Visir ræddi við að þeir hefðu flestir skipstjórnarréttindi og því þyrftu þeir hvort sem er að gangast undir læknisskoðun á fimm ára fresti. Samkvæmt bréfi sem starfsmennirnir fengu þann 7. janúar þá kemur fram að allir starfsmennirnir verði þolprófaðir á æfingahjóli í sex mínútur. Í bréfinu segir að tilgangur læknisskoðunarinnar sé fyrst og fremst sá að starfsmenn átti sig sjálfir á ástandi sínu enda læknum óheimilt að upplýsa vinnuveitendur um niðurstöður þeirra nema mjög almennt. Aðspurður hvort Gísli Jóhann hafi heyrt af óánægju starfsmanna svarar hann því til að hann hafi ekki heyrt neitt um það. „En starfið er þess eðlis að það reynir á líkamlega partinn, til að mynda í óveðri. Þannig lést einn kollegi okkur við störf," sagði Gísli Jóhann til þess að undirstrika hversu mikilvægt líkamlegt ástand hafnarstarfsmanna sé. „Þetta er nú helst til þess að fyrirbyggja slys," útskýrði Gísli Jóhann. Aðspurður hvort það hefði einhverjar afleiðingar fyrir starfsmennina ef þeir neituðu að gangast undir skoðunina, til að mynda hvað varðar geðheilsuna, svaraði Gísli: „Ég hef ekki verið með neinar hótanir." Starfsmaður hafnarþjónustunnar sem Vísir ræddi við, og vildi ekki koma fram undir nafni, kveið heldur betur geðheilsumatinu og spurði: „Er það ekki bara fyrir klikkaða glæpamenn?" Fyrirhugað er að starfsmenn fari í læknisskoðun reglulega í framtíðinni, en aldur og ástand mun ráða því hversu tíðar þær verða. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Við höfum bara hag okkar starfsmanna í huga," sagði yfirhafnsögumaðurinn Gísli Jóhann Hallsson, en starfsmenn hafnarþjónustu Faxaflóahafnar verður gert að sæta læknisskoðun á árinu þar sem andlegt ástand þeirra verður meðal annars skoðað. Um er að ræða almenna læknisskoðun þar sem líkamlegt og andlegt ástand starfsmanna hafnarþjónustunnar verður metið. Þeir starfa meðal annars við að lóðsa skip til hafnar. Miðað er við að fyrsti hópurinn fari í skoðun upp úr miðjum mars. Starfsmenn hafnarþjónustunnar eru hinsvegar allt annað en sáttir við fyrirhugaða læknisskoðun. Þannig sagði einn sem Visir ræddi við að þeir hefðu flestir skipstjórnarréttindi og því þyrftu þeir hvort sem er að gangast undir læknisskoðun á fimm ára fresti. Samkvæmt bréfi sem starfsmennirnir fengu þann 7. janúar þá kemur fram að allir starfsmennirnir verði þolprófaðir á æfingahjóli í sex mínútur. Í bréfinu segir að tilgangur læknisskoðunarinnar sé fyrst og fremst sá að starfsmenn átti sig sjálfir á ástandi sínu enda læknum óheimilt að upplýsa vinnuveitendur um niðurstöður þeirra nema mjög almennt. Aðspurður hvort Gísli Jóhann hafi heyrt af óánægju starfsmanna svarar hann því til að hann hafi ekki heyrt neitt um það. „En starfið er þess eðlis að það reynir á líkamlega partinn, til að mynda í óveðri. Þannig lést einn kollegi okkur við störf," sagði Gísli Jóhann til þess að undirstrika hversu mikilvægt líkamlegt ástand hafnarstarfsmanna sé. „Þetta er nú helst til þess að fyrirbyggja slys," útskýrði Gísli Jóhann. Aðspurður hvort það hefði einhverjar afleiðingar fyrir starfsmennina ef þeir neituðu að gangast undir skoðunina, til að mynda hvað varðar geðheilsuna, svaraði Gísli: „Ég hef ekki verið með neinar hótanir." Starfsmaður hafnarþjónustunnar sem Vísir ræddi við, og vildi ekki koma fram undir nafni, kveið heldur betur geðheilsumatinu og spurði: „Er það ekki bara fyrir klikkaða glæpamenn?" Fyrirhugað er að starfsmenn fari í læknisskoðun reglulega í framtíðinni, en aldur og ástand mun ráða því hversu tíðar þær verða.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira