Fimm látnir í mótmælunum í Egyptalandi 3. febrúar 2011 12:52 Mótmælin í Egyptalandi verð æ ofbeldisfyllri. Mohammed Abed/AFP Mótmælendur í Egyptalandi saka stjórnvöld um að senda óeinkennisklædda lögreglumenn og málaliða inn á Frelsistorgið í gær til að hleypa upp mótmælunum. Fimm hafa fallið og yfir sex hundruð særst í átökum mótmælenda og stuðningsmanna forsetans frá því í gær. Andstæðingar og stuðningsmenn Hosni Mubaraks forseta börðust um yfirráðin yfir Frelsistorginu í gærkvöldi og alla nótt. Að minnsta kosti fimm manns liggja í valnum og yfir sexhundruð manns eru særðir. Nokkur dæmi eru um að menn hafi ætlað að kasta molatof-kokteilum en kveikt í sjálfum sér í staðinn fyrir slysni. Hópar sem styðja Mubarak forseta gerðu áhlaup á mótmælendur á Friðartorginu en í gær riðu þeir meðal annars á hestum og kameldýrum inn á torgið. Frelsistorgið er orðið táknrænt í atburðunum í Egyptalandi og báðir aðilar leggja mikla áherslu á að ná yfirráðum yfir því. Mótmælendur saka stjórnvöld um að greiða málaliðum fyrir að ráðast á mótmælendur og segjast hafa náð lögregluskírteinum af óeinkennisklæddum lögreglumönnum sem hafi tekið þátt í árásum á mótmælendur. En þótt herinn hafi að mestu haldið sér til hlés og lýst því yfir að hann muni ekki beita almenning valdi, verður að hafa í huga að eiræðisstjórnin í Kairó er vel þjálfuð í undirróðursstarfsemi og kann sitthvað fyrir sér í fantabrögðum. Og skömmu fyrir hádegi greip herinn til aðgerða og stillti sér upp á milli stríðandi fylkinga til að enda átökin á milli þeirra. Þá berast fréttir af því að Mohammed ElBaradei muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokka og fulltrúum stjórnvalda í dag. Heyra mátti byssuhvelli við torgið í nótt og snemma í morgun og af þeim fimm sem hafa fallið féllu þrír í þessum skotárásum. Herinn hefur umkringt torgið og í raun lokað aðgangsleiðum fólks að torginu. Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu þar sem ofbeldisverk í tengslum við mótmælin eru fordæmd og skorað er á stjórnvöld í Egyptalandi að hefja nú þegar valdaskipti í landinu. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Mótmælendur í Egyptalandi saka stjórnvöld um að senda óeinkennisklædda lögreglumenn og málaliða inn á Frelsistorgið í gær til að hleypa upp mótmælunum. Fimm hafa fallið og yfir sex hundruð særst í átökum mótmælenda og stuðningsmanna forsetans frá því í gær. Andstæðingar og stuðningsmenn Hosni Mubaraks forseta börðust um yfirráðin yfir Frelsistorginu í gærkvöldi og alla nótt. Að minnsta kosti fimm manns liggja í valnum og yfir sexhundruð manns eru særðir. Nokkur dæmi eru um að menn hafi ætlað að kasta molatof-kokteilum en kveikt í sjálfum sér í staðinn fyrir slysni. Hópar sem styðja Mubarak forseta gerðu áhlaup á mótmælendur á Friðartorginu en í gær riðu þeir meðal annars á hestum og kameldýrum inn á torgið. Frelsistorgið er orðið táknrænt í atburðunum í Egyptalandi og báðir aðilar leggja mikla áherslu á að ná yfirráðum yfir því. Mótmælendur saka stjórnvöld um að greiða málaliðum fyrir að ráðast á mótmælendur og segjast hafa náð lögregluskírteinum af óeinkennisklæddum lögreglumönnum sem hafi tekið þátt í árásum á mótmælendur. En þótt herinn hafi að mestu haldið sér til hlés og lýst því yfir að hann muni ekki beita almenning valdi, verður að hafa í huga að eiræðisstjórnin í Kairó er vel þjálfuð í undirróðursstarfsemi og kann sitthvað fyrir sér í fantabrögðum. Og skömmu fyrir hádegi greip herinn til aðgerða og stillti sér upp á milli stríðandi fylkinga til að enda átökin á milli þeirra. Þá berast fréttir af því að Mohammed ElBaradei muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokka og fulltrúum stjórnvalda í dag. Heyra mátti byssuhvelli við torgið í nótt og snemma í morgun og af þeim fimm sem hafa fallið féllu þrír í þessum skotárásum. Herinn hefur umkringt torgið og í raun lokað aðgangsleiðum fólks að torginu. Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu þar sem ofbeldisverk í tengslum við mótmælin eru fordæmd og skorað er á stjórnvöld í Egyptalandi að hefja nú þegar valdaskipti í landinu.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira