Fimm látnir í mótmælunum í Egyptalandi 3. febrúar 2011 12:52 Mótmælin í Egyptalandi verð æ ofbeldisfyllri. Mohammed Abed/AFP Mótmælendur í Egyptalandi saka stjórnvöld um að senda óeinkennisklædda lögreglumenn og málaliða inn á Frelsistorgið í gær til að hleypa upp mótmælunum. Fimm hafa fallið og yfir sex hundruð særst í átökum mótmælenda og stuðningsmanna forsetans frá því í gær. Andstæðingar og stuðningsmenn Hosni Mubaraks forseta börðust um yfirráðin yfir Frelsistorginu í gærkvöldi og alla nótt. Að minnsta kosti fimm manns liggja í valnum og yfir sexhundruð manns eru særðir. Nokkur dæmi eru um að menn hafi ætlað að kasta molatof-kokteilum en kveikt í sjálfum sér í staðinn fyrir slysni. Hópar sem styðja Mubarak forseta gerðu áhlaup á mótmælendur á Friðartorginu en í gær riðu þeir meðal annars á hestum og kameldýrum inn á torgið. Frelsistorgið er orðið táknrænt í atburðunum í Egyptalandi og báðir aðilar leggja mikla áherslu á að ná yfirráðum yfir því. Mótmælendur saka stjórnvöld um að greiða málaliðum fyrir að ráðast á mótmælendur og segjast hafa náð lögregluskírteinum af óeinkennisklæddum lögreglumönnum sem hafi tekið þátt í árásum á mótmælendur. En þótt herinn hafi að mestu haldið sér til hlés og lýst því yfir að hann muni ekki beita almenning valdi, verður að hafa í huga að eiræðisstjórnin í Kairó er vel þjálfuð í undirróðursstarfsemi og kann sitthvað fyrir sér í fantabrögðum. Og skömmu fyrir hádegi greip herinn til aðgerða og stillti sér upp á milli stríðandi fylkinga til að enda átökin á milli þeirra. Þá berast fréttir af því að Mohammed ElBaradei muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokka og fulltrúum stjórnvalda í dag. Heyra mátti byssuhvelli við torgið í nótt og snemma í morgun og af þeim fimm sem hafa fallið féllu þrír í þessum skotárásum. Herinn hefur umkringt torgið og í raun lokað aðgangsleiðum fólks að torginu. Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu þar sem ofbeldisverk í tengslum við mótmælin eru fordæmd og skorað er á stjórnvöld í Egyptalandi að hefja nú þegar valdaskipti í landinu. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Mótmælendur í Egyptalandi saka stjórnvöld um að senda óeinkennisklædda lögreglumenn og málaliða inn á Frelsistorgið í gær til að hleypa upp mótmælunum. Fimm hafa fallið og yfir sex hundruð særst í átökum mótmælenda og stuðningsmanna forsetans frá því í gær. Andstæðingar og stuðningsmenn Hosni Mubaraks forseta börðust um yfirráðin yfir Frelsistorginu í gærkvöldi og alla nótt. Að minnsta kosti fimm manns liggja í valnum og yfir sexhundruð manns eru særðir. Nokkur dæmi eru um að menn hafi ætlað að kasta molatof-kokteilum en kveikt í sjálfum sér í staðinn fyrir slysni. Hópar sem styðja Mubarak forseta gerðu áhlaup á mótmælendur á Friðartorginu en í gær riðu þeir meðal annars á hestum og kameldýrum inn á torgið. Frelsistorgið er orðið táknrænt í atburðunum í Egyptalandi og báðir aðilar leggja mikla áherslu á að ná yfirráðum yfir því. Mótmælendur saka stjórnvöld um að greiða málaliðum fyrir að ráðast á mótmælendur og segjast hafa náð lögregluskírteinum af óeinkennisklæddum lögreglumönnum sem hafi tekið þátt í árásum á mótmælendur. En þótt herinn hafi að mestu haldið sér til hlés og lýst því yfir að hann muni ekki beita almenning valdi, verður að hafa í huga að eiræðisstjórnin í Kairó er vel þjálfuð í undirróðursstarfsemi og kann sitthvað fyrir sér í fantabrögðum. Og skömmu fyrir hádegi greip herinn til aðgerða og stillti sér upp á milli stríðandi fylkinga til að enda átökin á milli þeirra. Þá berast fréttir af því að Mohammed ElBaradei muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokka og fulltrúum stjórnvalda í dag. Heyra mátti byssuhvelli við torgið í nótt og snemma í morgun og af þeim fimm sem hafa fallið féllu þrír í þessum skotárásum. Herinn hefur umkringt torgið og í raun lokað aðgangsleiðum fólks að torginu. Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu þar sem ofbeldisverk í tengslum við mótmælin eru fordæmd og skorað er á stjórnvöld í Egyptalandi að hefja nú þegar valdaskipti í landinu.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira