Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs 3. febrúar 2011 00:01 Anna Hildur, Grímur og Kári. „Mér finnst að fólk eigi að passa sig á að hafa þetta í lagi," segir tónleikahaldarinn Kári Sturluson. Kári telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. Grímur og Róbert Aron Magnússon koma að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í Vodafone-höllinni í mars. Miðasala á tónleikana hófst 1. desember á síðasta ári, en þá var miðasala á tónleika Jónsa í Laugardalshöll, sem Kári skipulagði, í fullum gangi. Aðspurður segir Kári að um hagsmunaárekstra sé að ræða. ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, tók yfir Iceland Airwaves-hátíðina á síðasta ári. ÚTÓN var styrkt af 19 opinberum stofnunum og sjóðum árið 2009, samkvæmt ársreikningi. Ársreikningur fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir. Í tölvupóstum sem Kári sendi Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, framkvæmdastjóra ÚTÓN, ásamt áhrifamönnum innan tónlistarbransans og stjórnsýslunnar segir hann málið alvarlegt. Hann hvetur Önnu Hildi til að koma í veg fyrir að starfsfólk á vegum ÚTÓN standi í innflutningi á hljómsveitum í samkeppni við íslenskt tónlistarfólk og einkaaðila. „Mér finnst svona vinnubrögð rýra trúverðugleika ÚTÓN gagnvart íslensku tónlistarfólki," segir Kári. Hann tengir komu Hurts í mars við Iceland Airwaves hátíðina sem hljómsveitin tróð upp á og leiðir að því líkur að Grímur Atlason hafi í krafti opinberrar stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves bókað tónleika Hurts. Grímur sé þannig að nýta opinber sambönd í tónleikahald sitt og Róberts Arons. Kári er ósáttur við að selt skyldi vera á Hurts á sama tíma og Jónsa. Mynd/Valgarður Í svari Önnu Hildar til Kára kemur meðal annars fram að Grímur hafi verið í hlutastarfi við Airwaves-hátíðina og því sé eðlilegt að hann sinni öðrum verkefnum til að hafa fullar tekjur. Kári vísaði loks málinu til stjórnar ÚTÓN. Kári furðar sig á viðbrögðum Önnu Hildar. „Ég hefði haldið að fólk myndi reyna að halda ró um starfsemina með því að forðast árekstra," segir hann. „Þetta Hurts-dæmi er að mínu mati byrjunin á árekstrinum. Það er eðlilegt að það sé höggvið strax á það." Í svari stjórnar ÚTÓN til Kára kemur meðal annars fram að henni þyki ekkert óeðlilegt við störf Gríms. Þá er bent á að hann sé starfsmaður félags sem heitir I.A.Tónlistarhátíð, en það var sett á stofn af ÚTÓN til að reka Iceland Airwaves-hátíðina. Anna Hildur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en með því sem kæmi fram í svari hennar til Kára. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Mér finnst að fólk eigi að passa sig á að hafa þetta í lagi," segir tónleikahaldarinn Kári Sturluson. Kári telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. Grímur og Róbert Aron Magnússon koma að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í Vodafone-höllinni í mars. Miðasala á tónleikana hófst 1. desember á síðasta ári, en þá var miðasala á tónleika Jónsa í Laugardalshöll, sem Kári skipulagði, í fullum gangi. Aðspurður segir Kári að um hagsmunaárekstra sé að ræða. ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, tók yfir Iceland Airwaves-hátíðina á síðasta ári. ÚTÓN var styrkt af 19 opinberum stofnunum og sjóðum árið 2009, samkvæmt ársreikningi. Ársreikningur fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir. Í tölvupóstum sem Kári sendi Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, framkvæmdastjóra ÚTÓN, ásamt áhrifamönnum innan tónlistarbransans og stjórnsýslunnar segir hann málið alvarlegt. Hann hvetur Önnu Hildi til að koma í veg fyrir að starfsfólk á vegum ÚTÓN standi í innflutningi á hljómsveitum í samkeppni við íslenskt tónlistarfólk og einkaaðila. „Mér finnst svona vinnubrögð rýra trúverðugleika ÚTÓN gagnvart íslensku tónlistarfólki," segir Kári. Hann tengir komu Hurts í mars við Iceland Airwaves hátíðina sem hljómsveitin tróð upp á og leiðir að því líkur að Grímur Atlason hafi í krafti opinberrar stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves bókað tónleika Hurts. Grímur sé þannig að nýta opinber sambönd í tónleikahald sitt og Róberts Arons. Kári er ósáttur við að selt skyldi vera á Hurts á sama tíma og Jónsa. Mynd/Valgarður Í svari Önnu Hildar til Kára kemur meðal annars fram að Grímur hafi verið í hlutastarfi við Airwaves-hátíðina og því sé eðlilegt að hann sinni öðrum verkefnum til að hafa fullar tekjur. Kári vísaði loks málinu til stjórnar ÚTÓN. Kári furðar sig á viðbrögðum Önnu Hildar. „Ég hefði haldið að fólk myndi reyna að halda ró um starfsemina með því að forðast árekstra," segir hann. „Þetta Hurts-dæmi er að mínu mati byrjunin á árekstrinum. Það er eðlilegt að það sé höggvið strax á það." Í svari stjórnar ÚTÓN til Kára kemur meðal annars fram að henni þyki ekkert óeðlilegt við störf Gríms. Þá er bent á að hann sé starfsmaður félags sem heitir I.A.Tónlistarhátíð, en það var sett á stofn af ÚTÓN til að reka Iceland Airwaves-hátíðina. Anna Hildur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en með því sem kæmi fram í svari hennar til Kára. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði