Fátækt og velferð Sigrún Júlíusdóttir skrifar 8. janúar 2011 06:00 Undanfarið hafa komið fram margvísleg sjónarmið í umræðunni um fátækt og ójöfnuð í íslensku samfélagi ásamt annarlegum áhuga fjölmiðla á ölmusu og „aumingjagæsku", eins konar „fátæktarklámvæðing" á góðgerðarstarfsemi í harðærinu. Þessi umræða tengist vitaskuld hruninu mikla sem sumir líkja við náttúruhamfarir en aðrir - vitmeiri - rekja til siðagilda á villigötum, græðgi og almættisóra í afmörkuðum hópi, sem náði að kollsteypa þjóðarskútunni - um stund. Heilir þjóðfélagshópar eiga á hinn bóginn enn, tveimur árum síðar, í kröggum við að sjá sér og sínum farborða, jafnvel þeir sem hafa aflað sér menntunar og tamið sér gildi vinnusemi og heiðarleika. Því er nærtækt að hugleiða hvort ekki sé eitthvað bogið við siglingafræðina í vel-ferðalaginu. Það þurfi að leiðrétta kúrsinn þegar kemur að jöfnun möguleika almennings til lífsafkomu, svo að allir geti verið áfram innanborðs en falli ekki útbyrðis, samanber áherslu Evrópuárs 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun. Mismunun leiðir hæglega til jaðarstöðu, sem aftur læsir fólk í aðgerðadoða og vonleysi. Með öflugum félagslegum aðgerðum og faglegri aðstoð má koma í veg fyrir vítahring félagslegra báginda og persónulegs óyndis með ómældum kostnaði - og tapi - bæði fyrir einstakling og samfélag. Velferðarsamfélagið og hugmyndin um jafnan rétt Á seinni hluta 19. aldar kom fram áður óþekkt hugmynd frá Otto von Bismarck um löggjöf um jafnan rétt til að tryggja velferð almennings og þar með farsælan viðgang samfélagsins með jöfnuð og manngildi, framleiðni og hagsæld að leiðarljósi. Skömmu áður kom út Kommúnistaávarpið (1847) með byltingarkenningu og greiningu þeirra Karls Marxs og Friedrich Engels á eðli auðhyggju og félagslegs ranglætis. Þar er boðað að hver og einn eigi að leggja sitt af mörkum eftir getu og hver og einn eigi rétt eftir sinni (nauðsynlegu) þörf. Þannig verði efnislegum gæðum jafnar skipt og á viðeigandi forsendum, og til þess þurfi stjórnvöld að hlutast til um skiptingu gæðanna. Annað ritverk um félagslegt réttlæti hefur haft mikil áhrif í vestrænum velferðarsamfélögum, en það er rit samtímamannsins Johns Rawls um félagslegt réttlæti, Theory of Justice (1971). Þessi kenning snýst m.a. um sanngirni sem byggist á réttlátri og sanngjarnri dreifingu gæðanna eins og þau eru hverju sinni og að um þetta þurfi að ríkja samfélagsleg sátt og skilningur, líka meðal þeirra sem tekið er frá, þ.e. sem þurfa að leggja meira af mörkum. Áhrifanna hefur ekki síst gætt í þróun hugmynda um félagslegt jafnrétti og leiðréttingu félagslegs ranglætis í Norður-Evrópu. Í borgarsamfélagi geta allir þurft félagslega aðstoð einhvern tíma Með löggjöf Bismarcks (1880) var í fyrsta sinn í sögunni lagður grundvöllur að þeirri hugmyndafræði sem sífellt fleiri vestræn þjóðfélög vilja nú kenna sig við í nafni félagsþróunar og siðmenningar. Í framangreindu riti Karls Marx og Friedrichs Engels er nánar fjallað um réttláta skiptingu lífsgæða og kröfur um meira framlag hinna aflögufæru og aðstoð við þá sem veikar standa að vígi - af hvað ástæðum sem það er - því allir þurfi að komast af og njóta lífsgæða í siðferðilegu samræmi við það sem almennt er viðtekið. Í rökstuðningi sínum lagði Bismarck áherslu á að enginn gæti í raun treyst því að þurfa aldrei á aðstoð annarra að halda. Allir verði einhvern tíma veikir, geti misst vinnu, lent í óhöppum með langtímaáhrifum og allir eldast. Þróun borgarsamfélags dregur úr stuðningsmætti fjölskyldu og nærsamfélags. Persónulegar aðstæður einstaklinga eru jafnframt misjafnar og því þurfi opinbert öryggisnet að taka við þar sem getu einstaklings og fjölskyldu sleppir - af hvaða ástæðum sem það er. Þannig þróaðist jafnaðarstefnan og sá grundvöllur sem Bismarck lagði með löggjöf um almannatryggingar til að tryggja jöfnuð og velferð sem um leið komi í veg fyrir neyð og auðmýkjandi betlistöðu. Þegar fólk nær að halda mannlegri reisn og fær hjálp til að hjálpa sér sjálft fara hjólin nær alltaf að snúast í rétta átt. Samfélag sem styður við þegna sína og tryggir afkomu þeirra og velferð er líklegra til að státa af einstaklingum sem þroska með sér samkennd með öðrum og vilja láta gott af sér leiða. Þannig sýna rannsóknir að hlutfall sjálfboðastarfa og frjálsra framlaga er hærra í samfélögum þar sem byggt er á jafnaðarstefnu og umtalsverðum framlögum hins opinbera til heilbrigðis-, fjölskyldu- og félagsþjónustu. Þess konar hugarfar tengist raunverulegri umhyggju fyrir málstað og aðstæðum annarra en ekki þörf til að uppskera þakklæti eða sjálfumgleði yfir eigin stöðu. Þeir aflögufæru vilja - af eigin rammleik - styðja þá sem standa höllum fæti, félagslega eða öðruvísi. Samfélag sem byggir á jöfnum rétti til afkomu er líklegra til að auðvelda almenningi að leita aðstoðar með reisn og án þess að þurfa að fyrirverða sig vegna auðmýkjandi tortryggni og smásmyglislegrar sönnunarbyrði gagnvart rétti sínum, hvort sem það er frammi fyrir valdhöfum eða fagaðilum. Það hefur aldrei verið hægt - og þótt það væri hægt er það ekki við hæfi - að flokka fólk með reglustriku, og það eru alltaf möguleikar á einhverjum „misnotum" sem velferðarsamfélag sem vill rísa undir nafni verður að hafa borð fyrir báru til að þola og geta horft í gegnum fingur með. Þetta eru undantekningar og þeir sem beita slíku hafa yfirleitt meiri áhuga á að komast út úr því en að halda því áfram til lengri tíma - hvort sem það kemst upp eða ekki. Þeir sem hafa „illt gengi" að heiman þurfa að eiga kost á styrkingu og (áhuga)hvetjandi leiðbeiningu. Með tilkomu nútíma félagsþjónustu sem byggð er upp og þróuð með færu fagfólki hefur orðið eðlisbreyting á skipan mála, viðhorfum og viðmóti til notenda þjónustunnar. Áhersla á lýðræðislega nálgun, samráð og samvinnu felur í sér beina þátttöku skjólstæðings í ákvörðunum og útfærslu þeirrar aðstoðar sem hann á rétt á. Um leið kynnast aðilar á málefnalegum forsendum sem leiða til sameiginlegrar niðurstöðu um viðeigandi lausn. Þannig er komist hjá hráum „pappírsafgreiðslum" og lítt sæmandi dilkadrætti. Bónleið til búðar árið 2011 Þrátt fyrir hina jákvæðu þróun félagsþjónustu og öflugt starf félagsráðgjafa og annars fagfólks á fleiri sviðum velferðar er ekki nóg að gert. Alltof stórir hópar meðal almennings þurfa að fara bónleiðir til búðar, standa í biðröðum og banka uppá hjá ólíklegustu „góðgerðaraðilum" og misvitrum „lausnurum" um leið og þeir verða „spennandi" viðfangsefni, bæði almennra fjölmiðla og „forvitnispressunnar". Slík niðurlægingarferli geta ekki átt rétt á sér í einu best setta þjóðríki heimsins sem auk þess telur sig velferðarríki. Það þarf að koma til aukinn liðsafli fagfólks og mun veigameiri fjárframlög til félagsþjónustu sveitarfélaganna. Viðmiðin sem þar er unnið eftir þurfa að vera viðeigandi, raunhæf og sveigjanleg þannig að hver og einn fái framlag samfélagsins eftir sínum þörfum á grundvelli sameiginlegs mats hans sjálfs og fagaðila. Aðeins þannig styttum við biðraðirnar og eyðum þeim að lokum. Aðeins með því er gerlegt að reka af okkur slyðruorðið um fátækt og mismunun, félagslegt ranglæti og útilokun árið 2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa komið fram margvísleg sjónarmið í umræðunni um fátækt og ójöfnuð í íslensku samfélagi ásamt annarlegum áhuga fjölmiðla á ölmusu og „aumingjagæsku", eins konar „fátæktarklámvæðing" á góðgerðarstarfsemi í harðærinu. Þessi umræða tengist vitaskuld hruninu mikla sem sumir líkja við náttúruhamfarir en aðrir - vitmeiri - rekja til siðagilda á villigötum, græðgi og almættisóra í afmörkuðum hópi, sem náði að kollsteypa þjóðarskútunni - um stund. Heilir þjóðfélagshópar eiga á hinn bóginn enn, tveimur árum síðar, í kröggum við að sjá sér og sínum farborða, jafnvel þeir sem hafa aflað sér menntunar og tamið sér gildi vinnusemi og heiðarleika. Því er nærtækt að hugleiða hvort ekki sé eitthvað bogið við siglingafræðina í vel-ferðalaginu. Það þurfi að leiðrétta kúrsinn þegar kemur að jöfnun möguleika almennings til lífsafkomu, svo að allir geti verið áfram innanborðs en falli ekki útbyrðis, samanber áherslu Evrópuárs 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun. Mismunun leiðir hæglega til jaðarstöðu, sem aftur læsir fólk í aðgerðadoða og vonleysi. Með öflugum félagslegum aðgerðum og faglegri aðstoð má koma í veg fyrir vítahring félagslegra báginda og persónulegs óyndis með ómældum kostnaði - og tapi - bæði fyrir einstakling og samfélag. Velferðarsamfélagið og hugmyndin um jafnan rétt Á seinni hluta 19. aldar kom fram áður óþekkt hugmynd frá Otto von Bismarck um löggjöf um jafnan rétt til að tryggja velferð almennings og þar með farsælan viðgang samfélagsins með jöfnuð og manngildi, framleiðni og hagsæld að leiðarljósi. Skömmu áður kom út Kommúnistaávarpið (1847) með byltingarkenningu og greiningu þeirra Karls Marxs og Friedrich Engels á eðli auðhyggju og félagslegs ranglætis. Þar er boðað að hver og einn eigi að leggja sitt af mörkum eftir getu og hver og einn eigi rétt eftir sinni (nauðsynlegu) þörf. Þannig verði efnislegum gæðum jafnar skipt og á viðeigandi forsendum, og til þess þurfi stjórnvöld að hlutast til um skiptingu gæðanna. Annað ritverk um félagslegt réttlæti hefur haft mikil áhrif í vestrænum velferðarsamfélögum, en það er rit samtímamannsins Johns Rawls um félagslegt réttlæti, Theory of Justice (1971). Þessi kenning snýst m.a. um sanngirni sem byggist á réttlátri og sanngjarnri dreifingu gæðanna eins og þau eru hverju sinni og að um þetta þurfi að ríkja samfélagsleg sátt og skilningur, líka meðal þeirra sem tekið er frá, þ.e. sem þurfa að leggja meira af mörkum. Áhrifanna hefur ekki síst gætt í þróun hugmynda um félagslegt jafnrétti og leiðréttingu félagslegs ranglætis í Norður-Evrópu. Í borgarsamfélagi geta allir þurft félagslega aðstoð einhvern tíma Með löggjöf Bismarcks (1880) var í fyrsta sinn í sögunni lagður grundvöllur að þeirri hugmyndafræði sem sífellt fleiri vestræn þjóðfélög vilja nú kenna sig við í nafni félagsþróunar og siðmenningar. Í framangreindu riti Karls Marx og Friedrichs Engels er nánar fjallað um réttláta skiptingu lífsgæða og kröfur um meira framlag hinna aflögufæru og aðstoð við þá sem veikar standa að vígi - af hvað ástæðum sem það er - því allir þurfi að komast af og njóta lífsgæða í siðferðilegu samræmi við það sem almennt er viðtekið. Í rökstuðningi sínum lagði Bismarck áherslu á að enginn gæti í raun treyst því að þurfa aldrei á aðstoð annarra að halda. Allir verði einhvern tíma veikir, geti misst vinnu, lent í óhöppum með langtímaáhrifum og allir eldast. Þróun borgarsamfélags dregur úr stuðningsmætti fjölskyldu og nærsamfélags. Persónulegar aðstæður einstaklinga eru jafnframt misjafnar og því þurfi opinbert öryggisnet að taka við þar sem getu einstaklings og fjölskyldu sleppir - af hvaða ástæðum sem það er. Þannig þróaðist jafnaðarstefnan og sá grundvöllur sem Bismarck lagði með löggjöf um almannatryggingar til að tryggja jöfnuð og velferð sem um leið komi í veg fyrir neyð og auðmýkjandi betlistöðu. Þegar fólk nær að halda mannlegri reisn og fær hjálp til að hjálpa sér sjálft fara hjólin nær alltaf að snúast í rétta átt. Samfélag sem styður við þegna sína og tryggir afkomu þeirra og velferð er líklegra til að státa af einstaklingum sem þroska með sér samkennd með öðrum og vilja láta gott af sér leiða. Þannig sýna rannsóknir að hlutfall sjálfboðastarfa og frjálsra framlaga er hærra í samfélögum þar sem byggt er á jafnaðarstefnu og umtalsverðum framlögum hins opinbera til heilbrigðis-, fjölskyldu- og félagsþjónustu. Þess konar hugarfar tengist raunverulegri umhyggju fyrir málstað og aðstæðum annarra en ekki þörf til að uppskera þakklæti eða sjálfumgleði yfir eigin stöðu. Þeir aflögufæru vilja - af eigin rammleik - styðja þá sem standa höllum fæti, félagslega eða öðruvísi. Samfélag sem byggir á jöfnum rétti til afkomu er líklegra til að auðvelda almenningi að leita aðstoðar með reisn og án þess að þurfa að fyrirverða sig vegna auðmýkjandi tortryggni og smásmyglislegrar sönnunarbyrði gagnvart rétti sínum, hvort sem það er frammi fyrir valdhöfum eða fagaðilum. Það hefur aldrei verið hægt - og þótt það væri hægt er það ekki við hæfi - að flokka fólk með reglustriku, og það eru alltaf möguleikar á einhverjum „misnotum" sem velferðarsamfélag sem vill rísa undir nafni verður að hafa borð fyrir báru til að þola og geta horft í gegnum fingur með. Þetta eru undantekningar og þeir sem beita slíku hafa yfirleitt meiri áhuga á að komast út úr því en að halda því áfram til lengri tíma - hvort sem það kemst upp eða ekki. Þeir sem hafa „illt gengi" að heiman þurfa að eiga kost á styrkingu og (áhuga)hvetjandi leiðbeiningu. Með tilkomu nútíma félagsþjónustu sem byggð er upp og þróuð með færu fagfólki hefur orðið eðlisbreyting á skipan mála, viðhorfum og viðmóti til notenda þjónustunnar. Áhersla á lýðræðislega nálgun, samráð og samvinnu felur í sér beina þátttöku skjólstæðings í ákvörðunum og útfærslu þeirrar aðstoðar sem hann á rétt á. Um leið kynnast aðilar á málefnalegum forsendum sem leiða til sameiginlegrar niðurstöðu um viðeigandi lausn. Þannig er komist hjá hráum „pappírsafgreiðslum" og lítt sæmandi dilkadrætti. Bónleið til búðar árið 2011 Þrátt fyrir hina jákvæðu þróun félagsþjónustu og öflugt starf félagsráðgjafa og annars fagfólks á fleiri sviðum velferðar er ekki nóg að gert. Alltof stórir hópar meðal almennings þurfa að fara bónleiðir til búðar, standa í biðröðum og banka uppá hjá ólíklegustu „góðgerðaraðilum" og misvitrum „lausnurum" um leið og þeir verða „spennandi" viðfangsefni, bæði almennra fjölmiðla og „forvitnispressunnar". Slík niðurlægingarferli geta ekki átt rétt á sér í einu best setta þjóðríki heimsins sem auk þess telur sig velferðarríki. Það þarf að koma til aukinn liðsafli fagfólks og mun veigameiri fjárframlög til félagsþjónustu sveitarfélaganna. Viðmiðin sem þar er unnið eftir þurfa að vera viðeigandi, raunhæf og sveigjanleg þannig að hver og einn fái framlag samfélagsins eftir sínum þörfum á grundvelli sameiginlegs mats hans sjálfs og fagaðila. Aðeins þannig styttum við biðraðirnar og eyðum þeim að lokum. Aðeins með því er gerlegt að reka af okkur slyðruorðið um fátækt og mismunun, félagslegt ranglæti og útilokun árið 2011.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar