Þjóðlönd Íslands Snorri Baldursson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum. Hugmyndin um Þjóðgarðastofnun Íslands er ekki ný enda ljóst að lítil þjóð hefur ekki efni á að dreifa kröftum og takmörkuðum fjármunum. Undirritaður styður þessi áform og ef vel og myndarlega er að verki staðið getur þetta orðið mikið heillaspor fyrir náttúruvernd, ferðamennsku og ímynd landsins. Það sýnist þó ljóst að ganga þurfi enn lengra og sameina í eina stofnun umsýslu alls lands í eigu ríkisins, þar með þjóðlendur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“. Þjóðlendur eru landsvæði utan eignarlanda, einkum á hálendinu, sem íslenska ríkið á samkvæmt lögum og forsætisráðherra fer með í umboði þjóðarinnar. Mikil vinna hefur farið í að afmarka og skera úr um þjóðlendur og er enn langt í land að þeirri vinnu sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef Óbyggðanefndar, www.obyggd.stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem þegar hafa verið staðfestar með dómi, spanna drjúgan hluta af miðhálendi Íslands og eru líklega ekki undir 30.000 km2 að stærð. Eins og komið hefur fram þá fara fjórar stofnanir með umsýslu þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga. Þær hafa samtals yfir að ráða um 30 heilsársstarfsmönnum sem dreifast á annan tug starfstöðva um allt land. Á sumrin bætast við hundrað landverðir eða svo. Tveir til þrír embættismenn í umhverfisráðuneytinu sinna ennfremur þessum málaflokki. Einn embættismaður í forsætisráðuneytinu fer með umsjón þjóðlendna og annar embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu hefur umsjón með ríkisjörðum. Heildarfjárveitingar ríkisins til landvörslu, uppbyggingar og annarra framkvæmda á þessum 50.000 ferkílómetrum lands, hálfu Íslandi, eru líklega um 800 milljónir á ári. Þjóðlöndin, sem samheiti yfir allt þetta ríkisland, eru ómetanleg auðlind til framtíðar. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa oftast hrapalega vanmetið þessa auðlind. Þeir hafa öðru fremur einblínt á sjávarfang og orku, sem vissulega eru líka miklar auðlindir. Þetta má sjá þegar borið er saman umfang Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins við ofangreindar stofnanir á sviði landvörslu og náttúruverndar. Heildstæð framsýn og vönduð skipulagning og uppbygging þjóðlandanna, ásamt virkri landvörslu, getur skilað arði sem er á við margar virkjanir og togara. Arðurinn verður í takt við þá umhyggju sem er sýnd. Umhyggju ríkisins má sýna með öflugri Þjóðlandastofnun sem skipuð er hæfu fagfólki og hefur fjárráð til uppbyggingar og framkvæmda. Það kostar milljarða að gera þjóðlöndin þannig úr garði að þau geti tekið við vaxandi straumi ferðafólks og aflað verulegra tekna á formi ímyndarsköpunar, markaðsávinnings og/eða aðgangseyris. Það þarf að lagfæra og merkja vegi, endurheimta vistkerfi, koma fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum, búa til kort og upplýsingavefi, leggja göngustíga, byggja tröppur og brýr, setja niður salerni, reisa upplýsingamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Að lokum, Þjóðlandastofnun Íslands, já takk, með öllu landi í ríkiseign undir, ekki færri en 50 starfsmenn og einn milljarð á ári í framkvæmdafé; nánast allt það fé færi í uppbyggingu og starfsmannahald á landsbyggðinni. Fjárfesting af þessu tagi skilar fljótt sterkari þjóðlöndum og heilbrigðari ímynd Íslands; eftir nokkurra ára uppbyggingu er því kominn grunnur til að verja 900 milljónum eða svo í markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum. Hugmyndin um Þjóðgarðastofnun Íslands er ekki ný enda ljóst að lítil þjóð hefur ekki efni á að dreifa kröftum og takmörkuðum fjármunum. Undirritaður styður þessi áform og ef vel og myndarlega er að verki staðið getur þetta orðið mikið heillaspor fyrir náttúruvernd, ferðamennsku og ímynd landsins. Það sýnist þó ljóst að ganga þurfi enn lengra og sameina í eina stofnun umsýslu alls lands í eigu ríkisins, þar með þjóðlendur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“. Þjóðlendur eru landsvæði utan eignarlanda, einkum á hálendinu, sem íslenska ríkið á samkvæmt lögum og forsætisráðherra fer með í umboði þjóðarinnar. Mikil vinna hefur farið í að afmarka og skera úr um þjóðlendur og er enn langt í land að þeirri vinnu sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef Óbyggðanefndar, www.obyggd.stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem þegar hafa verið staðfestar með dómi, spanna drjúgan hluta af miðhálendi Íslands og eru líklega ekki undir 30.000 km2 að stærð. Eins og komið hefur fram þá fara fjórar stofnanir með umsýslu þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga. Þær hafa samtals yfir að ráða um 30 heilsársstarfsmönnum sem dreifast á annan tug starfstöðva um allt land. Á sumrin bætast við hundrað landverðir eða svo. Tveir til þrír embættismenn í umhverfisráðuneytinu sinna ennfremur þessum málaflokki. Einn embættismaður í forsætisráðuneytinu fer með umsjón þjóðlendna og annar embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu hefur umsjón með ríkisjörðum. Heildarfjárveitingar ríkisins til landvörslu, uppbyggingar og annarra framkvæmda á þessum 50.000 ferkílómetrum lands, hálfu Íslandi, eru líklega um 800 milljónir á ári. Þjóðlöndin, sem samheiti yfir allt þetta ríkisland, eru ómetanleg auðlind til framtíðar. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa oftast hrapalega vanmetið þessa auðlind. Þeir hafa öðru fremur einblínt á sjávarfang og orku, sem vissulega eru líka miklar auðlindir. Þetta má sjá þegar borið er saman umfang Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins við ofangreindar stofnanir á sviði landvörslu og náttúruverndar. Heildstæð framsýn og vönduð skipulagning og uppbygging þjóðlandanna, ásamt virkri landvörslu, getur skilað arði sem er á við margar virkjanir og togara. Arðurinn verður í takt við þá umhyggju sem er sýnd. Umhyggju ríkisins má sýna með öflugri Þjóðlandastofnun sem skipuð er hæfu fagfólki og hefur fjárráð til uppbyggingar og framkvæmda. Það kostar milljarða að gera þjóðlöndin þannig úr garði að þau geti tekið við vaxandi straumi ferðafólks og aflað verulegra tekna á formi ímyndarsköpunar, markaðsávinnings og/eða aðgangseyris. Það þarf að lagfæra og merkja vegi, endurheimta vistkerfi, koma fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum, búa til kort og upplýsingavefi, leggja göngustíga, byggja tröppur og brýr, setja niður salerni, reisa upplýsingamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Að lokum, Þjóðlandastofnun Íslands, já takk, með öllu landi í ríkiseign undir, ekki færri en 50 starfsmenn og einn milljarð á ári í framkvæmdafé; nánast allt það fé færi í uppbyggingu og starfsmannahald á landsbyggðinni. Fjárfesting af þessu tagi skilar fljótt sterkari þjóðlöndum og heilbrigðari ímynd Íslands; eftir nokkurra ára uppbyggingu er því kominn grunnur til að verja 900 milljónum eða svo í markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun