Þjóðlönd Íslands Snorri Baldursson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum. Hugmyndin um Þjóðgarðastofnun Íslands er ekki ný enda ljóst að lítil þjóð hefur ekki efni á að dreifa kröftum og takmörkuðum fjármunum. Undirritaður styður þessi áform og ef vel og myndarlega er að verki staðið getur þetta orðið mikið heillaspor fyrir náttúruvernd, ferðamennsku og ímynd landsins. Það sýnist þó ljóst að ganga þurfi enn lengra og sameina í eina stofnun umsýslu alls lands í eigu ríkisins, þar með þjóðlendur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“. Þjóðlendur eru landsvæði utan eignarlanda, einkum á hálendinu, sem íslenska ríkið á samkvæmt lögum og forsætisráðherra fer með í umboði þjóðarinnar. Mikil vinna hefur farið í að afmarka og skera úr um þjóðlendur og er enn langt í land að þeirri vinnu sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef Óbyggðanefndar, www.obyggd.stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem þegar hafa verið staðfestar með dómi, spanna drjúgan hluta af miðhálendi Íslands og eru líklega ekki undir 30.000 km2 að stærð. Eins og komið hefur fram þá fara fjórar stofnanir með umsýslu þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga. Þær hafa samtals yfir að ráða um 30 heilsársstarfsmönnum sem dreifast á annan tug starfstöðva um allt land. Á sumrin bætast við hundrað landverðir eða svo. Tveir til þrír embættismenn í umhverfisráðuneytinu sinna ennfremur þessum málaflokki. Einn embættismaður í forsætisráðuneytinu fer með umsjón þjóðlendna og annar embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu hefur umsjón með ríkisjörðum. Heildarfjárveitingar ríkisins til landvörslu, uppbyggingar og annarra framkvæmda á þessum 50.000 ferkílómetrum lands, hálfu Íslandi, eru líklega um 800 milljónir á ári. Þjóðlöndin, sem samheiti yfir allt þetta ríkisland, eru ómetanleg auðlind til framtíðar. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa oftast hrapalega vanmetið þessa auðlind. Þeir hafa öðru fremur einblínt á sjávarfang og orku, sem vissulega eru líka miklar auðlindir. Þetta má sjá þegar borið er saman umfang Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins við ofangreindar stofnanir á sviði landvörslu og náttúruverndar. Heildstæð framsýn og vönduð skipulagning og uppbygging þjóðlandanna, ásamt virkri landvörslu, getur skilað arði sem er á við margar virkjanir og togara. Arðurinn verður í takt við þá umhyggju sem er sýnd. Umhyggju ríkisins má sýna með öflugri Þjóðlandastofnun sem skipuð er hæfu fagfólki og hefur fjárráð til uppbyggingar og framkvæmda. Það kostar milljarða að gera þjóðlöndin þannig úr garði að þau geti tekið við vaxandi straumi ferðafólks og aflað verulegra tekna á formi ímyndarsköpunar, markaðsávinnings og/eða aðgangseyris. Það þarf að lagfæra og merkja vegi, endurheimta vistkerfi, koma fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum, búa til kort og upplýsingavefi, leggja göngustíga, byggja tröppur og brýr, setja niður salerni, reisa upplýsingamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Að lokum, Þjóðlandastofnun Íslands, já takk, með öllu landi í ríkiseign undir, ekki færri en 50 starfsmenn og einn milljarð á ári í framkvæmdafé; nánast allt það fé færi í uppbyggingu og starfsmannahald á landsbyggðinni. Fjárfesting af þessu tagi skilar fljótt sterkari þjóðlöndum og heilbrigðari ímynd Íslands; eftir nokkurra ára uppbyggingu er því kominn grunnur til að verja 900 milljónum eða svo í markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum. Hugmyndin um Þjóðgarðastofnun Íslands er ekki ný enda ljóst að lítil þjóð hefur ekki efni á að dreifa kröftum og takmörkuðum fjármunum. Undirritaður styður þessi áform og ef vel og myndarlega er að verki staðið getur þetta orðið mikið heillaspor fyrir náttúruvernd, ferðamennsku og ímynd landsins. Það sýnist þó ljóst að ganga þurfi enn lengra og sameina í eina stofnun umsýslu alls lands í eigu ríkisins, þar með þjóðlendur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“. Þjóðlendur eru landsvæði utan eignarlanda, einkum á hálendinu, sem íslenska ríkið á samkvæmt lögum og forsætisráðherra fer með í umboði þjóðarinnar. Mikil vinna hefur farið í að afmarka og skera úr um þjóðlendur og er enn langt í land að þeirri vinnu sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef Óbyggðanefndar, www.obyggd.stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem þegar hafa verið staðfestar með dómi, spanna drjúgan hluta af miðhálendi Íslands og eru líklega ekki undir 30.000 km2 að stærð. Eins og komið hefur fram þá fara fjórar stofnanir með umsýslu þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga. Þær hafa samtals yfir að ráða um 30 heilsársstarfsmönnum sem dreifast á annan tug starfstöðva um allt land. Á sumrin bætast við hundrað landverðir eða svo. Tveir til þrír embættismenn í umhverfisráðuneytinu sinna ennfremur þessum málaflokki. Einn embættismaður í forsætisráðuneytinu fer með umsjón þjóðlendna og annar embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu hefur umsjón með ríkisjörðum. Heildarfjárveitingar ríkisins til landvörslu, uppbyggingar og annarra framkvæmda á þessum 50.000 ferkílómetrum lands, hálfu Íslandi, eru líklega um 800 milljónir á ári. Þjóðlöndin, sem samheiti yfir allt þetta ríkisland, eru ómetanleg auðlind til framtíðar. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa oftast hrapalega vanmetið þessa auðlind. Þeir hafa öðru fremur einblínt á sjávarfang og orku, sem vissulega eru líka miklar auðlindir. Þetta má sjá þegar borið er saman umfang Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins við ofangreindar stofnanir á sviði landvörslu og náttúruverndar. Heildstæð framsýn og vönduð skipulagning og uppbygging þjóðlandanna, ásamt virkri landvörslu, getur skilað arði sem er á við margar virkjanir og togara. Arðurinn verður í takt við þá umhyggju sem er sýnd. Umhyggju ríkisins má sýna með öflugri Þjóðlandastofnun sem skipuð er hæfu fagfólki og hefur fjárráð til uppbyggingar og framkvæmda. Það kostar milljarða að gera þjóðlöndin þannig úr garði að þau geti tekið við vaxandi straumi ferðafólks og aflað verulegra tekna á formi ímyndarsköpunar, markaðsávinnings og/eða aðgangseyris. Það þarf að lagfæra og merkja vegi, endurheimta vistkerfi, koma fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum, búa til kort og upplýsingavefi, leggja göngustíga, byggja tröppur og brýr, setja niður salerni, reisa upplýsingamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Að lokum, Þjóðlandastofnun Íslands, já takk, með öllu landi í ríkiseign undir, ekki færri en 50 starfsmenn og einn milljarð á ári í framkvæmdafé; nánast allt það fé færi í uppbyggingu og starfsmannahald á landsbyggðinni. Fjárfesting af þessu tagi skilar fljótt sterkari þjóðlöndum og heilbrigðari ímynd Íslands; eftir nokkurra ára uppbyggingu er því kominn grunnur til að verja 900 milljónum eða svo í markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar