Erum við að brjóta lög á börnum? Valdís Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 05:00 Alltof oft hættir okkur til að vanmeta eða ofmeta styrk barna og þol. Í allri umræðu um hagræðingu í skólakerfinu, samruna skóla, aukningu nemendafjölda í bekk, virðist eins og menn hafi ekki áttað sig á því að einn áhættuþáttur eflist við slíkar aðgerðir en það er aukin skaðsemi hávaða. Með því að ætla börnum að geta einbeitt sér að námi og heyra til kennara í hávaða, ofmetum við hlustunargetu þeirra og þol. Þetta er í raun merkilegt í ljósi þess hve vakandi við virðumst vera þegar kemur að þessum þáttum hjá fullorðnum. Þá er talin full nauðsyn á að koma á þéttu neti vinnuverndarlaga og reglugerða til þess að verja þá gegn skaðlegum áhrifum hávaða. Vinnuverndarlög og reglugerðir eiga t.d. að tryggja að þegar vinna krefst einbeitingar og athygli í vinnuumhverfi fullorðinna skuli hávaða haldið í algjöru lágmarki. Það er því hálf kyndugt að vinnuverndarlöggjöf skuli ekki ná til barna í þeirra vinnuumhverfi þ.e.a.s. í skóla/leikskóla. Það er eins og gert sé ráð fyrir því að börn geti haldið athygli og einbeitingu við aðstæður sem fullorðnir treysta sér ekki til. Þannig eiga börn að geta einbeitt sér í kennslu þó hávaði fari yfir þau mörk sem talin eru geta skaðað heyrn eins og tölur úr mælingum frá Vinnueftirliti hafa sýnt að gerist, sérstaklega í leikskólum og íþróttatímum grunnskóla. Eða er ekki ætlast til þess að börn taki eftir, haldi einbeitingu í skóla og meðtaki það sem þar er sagt, m.ö.o. nemi? Sé svo, þá kemur áleitin spurning. Hvað er nám? Er það leikur eða er það vinna? Þar ríkir hráskinnaleikur því að í öðru orðinu má ekki má tala um að börn vinni en í hinu orðinu er talað um vinnu þegar kemur að námi hvort sem er í skóla eða heima. Óneitanlega eru athyglisverð þau hávaðamörk sem sett eru til að tryggja að fullorðnir geti einbeitt sér og átt samræður á vinnustað. Þar segir: Á skrifstofum og öðrum stöðum (skólum? Innskot höf.) þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. (Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum, nr. 921/2006, 9.11. 2006). Ef litið er til mælinga Vinnueftirlits ríkisins á hávaða í leik/grunnskólum sést að meðalhávaði í skólum/leikskólum liggur frá 75-85 dB. Þessar tölur eru vel í samræmi við það sem mælst hefur erlendis í skólahúsnæði. Það segir sig sjálft að ef fullorðnir treysta sér ekki til að einbeita sér í slíkum hávaða þá geta börn það enn síður vegna þess að til þess hafa þau ekki öðlast þann þroska sem fullorðnir hafa til að bera. Hávaði í leikskólum hefur mælst enn hærri en í grunnskólum og yfir löglegum mörkum. Það er umhugsunarvert sé litið til tveggja þátta. Annars vegar eru börnin á máltökuskeiði á leikskólum þar sem þau dvelja flest allt upp í 8 klukkustundir. Hins vegar er eyrnabólga mjög algeng í ungum börnum. Hvernig ætli fullorðnum þætti að dveljast í hávaða með eyrnabólgu? Ung börn kvarta ekki en þau sýna með hegðun ef þeim líður illa, t.d. með óróleika og vanstillingu. Ætli megi ekki stundum rekja athyglis- og einbeitingarskort og ofvirkni til þeirrar ástæðu? Hávaði er skaðvaldur og rannsóknir hafa sýnt hvernig hann eykur streitu, hjartslátt, skemmir heyrn og rödd. Að fjölga börnum í rými eins og nú er gert í grunnskólum býður þeirri hættu heim að hávaði eykst. Hjá slíku er erfitt að komast þar sem hann fylgir ávallt lifandi verum, ekki síst börnum. Börn eru að nema mál og ef hávaðinn er slíkur að hann kæfir talhljóð, sem hann gerir miðað við tölur frá Vinnueftirliti ríkisins, þá er hætt við að einhver börn nái ekki að hlusta sér til skilnings. Afleiðingin getur orðið sú að þau börn missa löngun og getu til að hlusta sér til gagns. Þar með er tungumálsuppbygging í uppnámi vegna þess að barnið nær ekki að heyra rétt það sem kennari eða aðrir segja og myndar því ekki eðlilegan orðaforða. Börnum með athyglis- og einbeitingarskort (ADHD) er sérstaklega hætt í hávaðasömu umhverfi. Ef það reynist rétt að hávaði sé orðinn svo mikill í almennri kennslu að nemendur fái heyrnarhlífar til að verjast hávaða og geta einbeitt sér þá er skörin farin að færast upp í bekkinn. Reyndar hefur hávaði mælst svo mikill í leikskólum og íþróttakennslu að samkvæmt lögum ættu allir að vera með heyrnarhlífar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Alltof oft hættir okkur til að vanmeta eða ofmeta styrk barna og þol. Í allri umræðu um hagræðingu í skólakerfinu, samruna skóla, aukningu nemendafjölda í bekk, virðist eins og menn hafi ekki áttað sig á því að einn áhættuþáttur eflist við slíkar aðgerðir en það er aukin skaðsemi hávaða. Með því að ætla börnum að geta einbeitt sér að námi og heyra til kennara í hávaða, ofmetum við hlustunargetu þeirra og þol. Þetta er í raun merkilegt í ljósi þess hve vakandi við virðumst vera þegar kemur að þessum þáttum hjá fullorðnum. Þá er talin full nauðsyn á að koma á þéttu neti vinnuverndarlaga og reglugerða til þess að verja þá gegn skaðlegum áhrifum hávaða. Vinnuverndarlög og reglugerðir eiga t.d. að tryggja að þegar vinna krefst einbeitingar og athygli í vinnuumhverfi fullorðinna skuli hávaða haldið í algjöru lágmarki. Það er því hálf kyndugt að vinnuverndarlöggjöf skuli ekki ná til barna í þeirra vinnuumhverfi þ.e.a.s. í skóla/leikskóla. Það er eins og gert sé ráð fyrir því að börn geti haldið athygli og einbeitingu við aðstæður sem fullorðnir treysta sér ekki til. Þannig eiga börn að geta einbeitt sér í kennslu þó hávaði fari yfir þau mörk sem talin eru geta skaðað heyrn eins og tölur úr mælingum frá Vinnueftirliti hafa sýnt að gerist, sérstaklega í leikskólum og íþróttatímum grunnskóla. Eða er ekki ætlast til þess að börn taki eftir, haldi einbeitingu í skóla og meðtaki það sem þar er sagt, m.ö.o. nemi? Sé svo, þá kemur áleitin spurning. Hvað er nám? Er það leikur eða er það vinna? Þar ríkir hráskinnaleikur því að í öðru orðinu má ekki má tala um að börn vinni en í hinu orðinu er talað um vinnu þegar kemur að námi hvort sem er í skóla eða heima. Óneitanlega eru athyglisverð þau hávaðamörk sem sett eru til að tryggja að fullorðnir geti einbeitt sér og átt samræður á vinnustað. Þar segir: Á skrifstofum og öðrum stöðum (skólum? Innskot höf.) þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. (Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum, nr. 921/2006, 9.11. 2006). Ef litið er til mælinga Vinnueftirlits ríkisins á hávaða í leik/grunnskólum sést að meðalhávaði í skólum/leikskólum liggur frá 75-85 dB. Þessar tölur eru vel í samræmi við það sem mælst hefur erlendis í skólahúsnæði. Það segir sig sjálft að ef fullorðnir treysta sér ekki til að einbeita sér í slíkum hávaða þá geta börn það enn síður vegna þess að til þess hafa þau ekki öðlast þann þroska sem fullorðnir hafa til að bera. Hávaði í leikskólum hefur mælst enn hærri en í grunnskólum og yfir löglegum mörkum. Það er umhugsunarvert sé litið til tveggja þátta. Annars vegar eru börnin á máltökuskeiði á leikskólum þar sem þau dvelja flest allt upp í 8 klukkustundir. Hins vegar er eyrnabólga mjög algeng í ungum börnum. Hvernig ætli fullorðnum þætti að dveljast í hávaða með eyrnabólgu? Ung börn kvarta ekki en þau sýna með hegðun ef þeim líður illa, t.d. með óróleika og vanstillingu. Ætli megi ekki stundum rekja athyglis- og einbeitingarskort og ofvirkni til þeirrar ástæðu? Hávaði er skaðvaldur og rannsóknir hafa sýnt hvernig hann eykur streitu, hjartslátt, skemmir heyrn og rödd. Að fjölga börnum í rými eins og nú er gert í grunnskólum býður þeirri hættu heim að hávaði eykst. Hjá slíku er erfitt að komast þar sem hann fylgir ávallt lifandi verum, ekki síst börnum. Börn eru að nema mál og ef hávaðinn er slíkur að hann kæfir talhljóð, sem hann gerir miðað við tölur frá Vinnueftirliti ríkisins, þá er hætt við að einhver börn nái ekki að hlusta sér til skilnings. Afleiðingin getur orðið sú að þau börn missa löngun og getu til að hlusta sér til gagns. Þar með er tungumálsuppbygging í uppnámi vegna þess að barnið nær ekki að heyra rétt það sem kennari eða aðrir segja og myndar því ekki eðlilegan orðaforða. Börnum með athyglis- og einbeitingarskort (ADHD) er sérstaklega hætt í hávaðasömu umhverfi. Ef það reynist rétt að hávaði sé orðinn svo mikill í almennri kennslu að nemendur fái heyrnarhlífar til að verjast hávaða og geta einbeitt sér þá er skörin farin að færast upp í bekkinn. Reyndar hefur hávaði mælst svo mikill í leikskólum og íþróttakennslu að samkvæmt lögum ættu allir að vera með heyrnarhlífar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun