Alvarlegir geðsjúkdómar: Eru þeir læknanlegir? Margrét Eiríksdóttir skrifar 22. október 2011 06:00 Sennilega hefur enginn sjúkdómaflokkur verið eins tengdur vanþekkingu og fordómum og alvarlegir geðsjúkdómar. Læknisfræðilegar skilgreiningar á alvarlegum geðsjúkdómi fela í sér að sá sjúki hafi einkenni geðrofs (psykosis) og þarfnist meðferðar þeirra vegna í 2 ár eða lengur. Enn fremur að sjúklingurinn þjáist vegna sjúkdómseinkenna sinna eða hafi skerta færni til náms, starfs eða samskipta þeirra vegna. Langflestir sem leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna vegna slíkra veikinda fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa (schizophrenia), geðhvarfasýki (maniodepressive disorder) eða persónuleikaröskun (personality disorder). Það mun láta nærri að einn af hverjum hundrað fullorðnum Íslendingum takist á við alvarlega geðsjúkdóma samkvæmt þessari skilgreiningu. Fordómar varðandi þessa sjúkdóma fela m.a. í sér að þeir séu ólæknandi. Rannsóknir sýna þó fram á að svo er ekki. Um það bil helmingur þeirra sem fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa nær sér að fullu. Meiri hluta hinna sem ekki ná fullum bata tekst að halda sjúkdómseinkennum í skefjum með viðeigandi aðstoð. Þeir sem það geta meta lífsgæði sín oftast þokkaleg. Bati þeirra virðist að miklu leyti vera undir því kominn hversu samfelldan og viðeigandi stuðning og þjónustu þeir fá frá heilbrigðis- og félagskerfi sínu. Íslenskar og erlendar rannsóknir á þessu sviði benda til að margþættur félagslegur stuðningur sé einstaklega mikilvægur fyrir bata þeirra sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Rauði krossinn á síðustu tveimur áratugum byggt upp og tekið veigamikinn þátt í rekstri þriggja athvarfa: Vinjar, Dvalar og Lækjar. Athvörfin þrjú eru öll rekin samkvæmt hugmyndafræði sem sniðin er sérstaklega að félagslegum þörfum fólks með alvarlega geðsjúkdóma. Langflestir sem sækja athvörfin hafa reynslu af slíkum sjúkdómum. Í nýlegri rannsókn sem gerð var meðal gesta í athvörfunum þremur kom fram að gestirnir töldu að alvarlegir geðsjúkdómar hefðu haft neikvæð áhrif á gervallt líf þeirra. Þau töldu bata sinn felast í því að draga úr eða vinna gegn þessum neikvæðu eða skemmandi áhrifum. Að þeirra mati var sjúklingurinn sjálfur mikilvægur gerandi í eigin bata með því að horfast í augu við sjúkdóminn og hætta að fara í felur með hann. Að sættast við veikindin og öðlast þekkingu og skilning á sjúkdómnum töldu þátttakendur mikilvægt. Að ölast þekkingu á sjálfum sér, kynnast styrkleikum sínum og hæfileikum töldu þau veita von og trú á eigin getu til að njóta sín í lífinu þrátt fyrir geðsjúkdóminn. Álit þátttakenda var að mikilvægur drifkraftur þessarar sjálfshjálparvinnu væri sammannleg nærvera þeirra sem hafa sameiginlega reynslu af því að takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Í þeirra tilfelli var það þátttaka í starfi viðkomandi athvarfs sem færði þeim slíka sammannlega nærveru. Vinatengsl þróuðust milli gesta og milli starfsmanna og gesta. Tengslin við athvarfið voru sterk og gestirnir héldu áfram sambandi og komu í heimsóknir eftir að þeir höfðu náð tökum á veikindum sínum og voru farnir að takast á við önnur verkefni í lífinu. Það er ljóst af ofansögðu að veran í athvarfinu var gríðarlega mikilvæg í bataferli þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Það er því sorgleg staðreynd sem ekki virðist umflúin að elsta athvarfinu, Vin í Reykjavík, verði lokað bráðlega. Ástæða þess er að hvorki Rauði krossinn né félagsmálayfirvöld í Reykjavík sjá sér fært að kosta reksturinn. Í ljósi þess sem hefur verið sagt hér að framan má ljóst vera að þá verður krónum kastað en aurar sparaðir. Velunnarar Vinjar leita nú leiða til að afstýra lokun athvarfsins. Hvaða lóð getur þú lagt á vogarskálarnar kæri lesandi til að afstýra því ömurlega slysi að Vin verði lögð niður? Margt smátt gerir eitt stórt og margar hendur vinna létt verk. Að lokum vil ég óska okkur öllum innilega til hamingju með 10. október, daginn sem sameinar okkur öll sem höfum áhuga á geðheilsu og geðheilbrigði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sennilega hefur enginn sjúkdómaflokkur verið eins tengdur vanþekkingu og fordómum og alvarlegir geðsjúkdómar. Læknisfræðilegar skilgreiningar á alvarlegum geðsjúkdómi fela í sér að sá sjúki hafi einkenni geðrofs (psykosis) og þarfnist meðferðar þeirra vegna í 2 ár eða lengur. Enn fremur að sjúklingurinn þjáist vegna sjúkdómseinkenna sinna eða hafi skerta færni til náms, starfs eða samskipta þeirra vegna. Langflestir sem leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna vegna slíkra veikinda fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa (schizophrenia), geðhvarfasýki (maniodepressive disorder) eða persónuleikaröskun (personality disorder). Það mun láta nærri að einn af hverjum hundrað fullorðnum Íslendingum takist á við alvarlega geðsjúkdóma samkvæmt þessari skilgreiningu. Fordómar varðandi þessa sjúkdóma fela m.a. í sér að þeir séu ólæknandi. Rannsóknir sýna þó fram á að svo er ekki. Um það bil helmingur þeirra sem fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa nær sér að fullu. Meiri hluta hinna sem ekki ná fullum bata tekst að halda sjúkdómseinkennum í skefjum með viðeigandi aðstoð. Þeir sem það geta meta lífsgæði sín oftast þokkaleg. Bati þeirra virðist að miklu leyti vera undir því kominn hversu samfelldan og viðeigandi stuðning og þjónustu þeir fá frá heilbrigðis- og félagskerfi sínu. Íslenskar og erlendar rannsóknir á þessu sviði benda til að margþættur félagslegur stuðningur sé einstaklega mikilvægur fyrir bata þeirra sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Rauði krossinn á síðustu tveimur áratugum byggt upp og tekið veigamikinn þátt í rekstri þriggja athvarfa: Vinjar, Dvalar og Lækjar. Athvörfin þrjú eru öll rekin samkvæmt hugmyndafræði sem sniðin er sérstaklega að félagslegum þörfum fólks með alvarlega geðsjúkdóma. Langflestir sem sækja athvörfin hafa reynslu af slíkum sjúkdómum. Í nýlegri rannsókn sem gerð var meðal gesta í athvörfunum þremur kom fram að gestirnir töldu að alvarlegir geðsjúkdómar hefðu haft neikvæð áhrif á gervallt líf þeirra. Þau töldu bata sinn felast í því að draga úr eða vinna gegn þessum neikvæðu eða skemmandi áhrifum. Að þeirra mati var sjúklingurinn sjálfur mikilvægur gerandi í eigin bata með því að horfast í augu við sjúkdóminn og hætta að fara í felur með hann. Að sættast við veikindin og öðlast þekkingu og skilning á sjúkdómnum töldu þátttakendur mikilvægt. Að ölast þekkingu á sjálfum sér, kynnast styrkleikum sínum og hæfileikum töldu þau veita von og trú á eigin getu til að njóta sín í lífinu þrátt fyrir geðsjúkdóminn. Álit þátttakenda var að mikilvægur drifkraftur þessarar sjálfshjálparvinnu væri sammannleg nærvera þeirra sem hafa sameiginlega reynslu af því að takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Í þeirra tilfelli var það þátttaka í starfi viðkomandi athvarfs sem færði þeim slíka sammannlega nærveru. Vinatengsl þróuðust milli gesta og milli starfsmanna og gesta. Tengslin við athvarfið voru sterk og gestirnir héldu áfram sambandi og komu í heimsóknir eftir að þeir höfðu náð tökum á veikindum sínum og voru farnir að takast á við önnur verkefni í lífinu. Það er ljóst af ofansögðu að veran í athvarfinu var gríðarlega mikilvæg í bataferli þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Það er því sorgleg staðreynd sem ekki virðist umflúin að elsta athvarfinu, Vin í Reykjavík, verði lokað bráðlega. Ástæða þess er að hvorki Rauði krossinn né félagsmálayfirvöld í Reykjavík sjá sér fært að kosta reksturinn. Í ljósi þess sem hefur verið sagt hér að framan má ljóst vera að þá verður krónum kastað en aurar sparaðir. Velunnarar Vinjar leita nú leiða til að afstýra lokun athvarfsins. Hvaða lóð getur þú lagt á vogarskálarnar kæri lesandi til að afstýra því ömurlega slysi að Vin verði lögð niður? Margt smátt gerir eitt stórt og margar hendur vinna létt verk. Að lokum vil ég óska okkur öllum innilega til hamingju með 10. október, daginn sem sameinar okkur öll sem höfum áhuga á geðheilsu og geðheilbrigði.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar