Engar hækkanir á vaski eða tekjuskatti einstaklinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. ágúst 2011 11:57 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að engar hækkanir verði á virðisaukaskatti eða tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Meðal þeirra leiða sem voru til skoðunar fyrr í sumar til að auka tekjuöflun ríkisins var að koma á einu virðisaukaskattsþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna skoðaði þessar leiðir sérstaklega. Virðisaukaskatturinn lækkaði á matvæli úr 24,5 prósentum í 7 prósent hinn 1. mars 2007, en fyrr í sumar var til athugunar að samræma virðisaukaskattsprósentuna á ný þannig að hún væri hin sama á bæði matvælum og fatnaði og annarri neysluvöru. Í dag er virðisaukaskatturinn með misháa prósentu eftir vöruflokkum, en t.d bera fatnaður, raftæki og bílar 25,5 prósenta skatt. Þetta kom til umræðu en ekki var fyrir þessu áhugi. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, situr í þingmannanefndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að nefndin hefði ekki lagt þessar breytingar á virðisaukaskattskerfinu til heldur hafi nefndinni verið falið að skoða þær. Oddný segir að þingmannanefndin hafi gengið út frá því að leita leiða til að forðast hækkanir á útgjöldum almennings. AGS hafi lagt einföldun kerfisins til, en hún segir að full ástæða sé til að samræma ákveðin þrep, t.d séu lyfseðilsskyld lyf í efsta skattþrepi með 25,5 prósenta vask og barnaföt einnig.Engar breytingar að svo stöddu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sögðu síðan eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ekki stæði til að gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu að svo stöddu. Það var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem lagði til breytingar á virðisaukaskattskerfinu en ekki verður ráðist í þær núna. „Það var kannski tvennt sem þeir (AGS) bentu sérstaklega á, að draga úr þessum mikla mun á milli efra þreps og neðra þreps, hann er óvenju mikill á Íslandi. Og svo í öðru lagi sem framtíðarmarkmið að fara yfir í eitt þrep. Um það geta verið fullgildar, mjög skiptar skoðanir. Það eru ýmis sjónarmið uppi í þeim efnum, auk þess yrði slíkt aldrei gert án verulegrar millifærslu á móti til að mæta þeim sem yrðu fyrir íþyngjandi áhrifum. Tekjulágum fjölskyldum, menningunni og slíku. Við höfum farið yfir þetta eins og mjög margt annað, en niðurstaðan er sú að það er ekki gert ráð fyrir breytingum í þessum efnum í þessari umferð," segir Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að ekki yrði ráðist í breytingar á tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. „Það verða ekki hækkanir á almennu þrepunum í virðisaukaskattskerfinu og það er ekki gert ráð fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að engar hækkanir verði á virðisaukaskatti eða tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Meðal þeirra leiða sem voru til skoðunar fyrr í sumar til að auka tekjuöflun ríkisins var að koma á einu virðisaukaskattsþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna skoðaði þessar leiðir sérstaklega. Virðisaukaskatturinn lækkaði á matvæli úr 24,5 prósentum í 7 prósent hinn 1. mars 2007, en fyrr í sumar var til athugunar að samræma virðisaukaskattsprósentuna á ný þannig að hún væri hin sama á bæði matvælum og fatnaði og annarri neysluvöru. Í dag er virðisaukaskatturinn með misháa prósentu eftir vöruflokkum, en t.d bera fatnaður, raftæki og bílar 25,5 prósenta skatt. Þetta kom til umræðu en ekki var fyrir þessu áhugi. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, situr í þingmannanefndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að nefndin hefði ekki lagt þessar breytingar á virðisaukaskattskerfinu til heldur hafi nefndinni verið falið að skoða þær. Oddný segir að þingmannanefndin hafi gengið út frá því að leita leiða til að forðast hækkanir á útgjöldum almennings. AGS hafi lagt einföldun kerfisins til, en hún segir að full ástæða sé til að samræma ákveðin þrep, t.d séu lyfseðilsskyld lyf í efsta skattþrepi með 25,5 prósenta vask og barnaföt einnig.Engar breytingar að svo stöddu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sögðu síðan eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ekki stæði til að gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu að svo stöddu. Það var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem lagði til breytingar á virðisaukaskattskerfinu en ekki verður ráðist í þær núna. „Það var kannski tvennt sem þeir (AGS) bentu sérstaklega á, að draga úr þessum mikla mun á milli efra þreps og neðra þreps, hann er óvenju mikill á Íslandi. Og svo í öðru lagi sem framtíðarmarkmið að fara yfir í eitt þrep. Um það geta verið fullgildar, mjög skiptar skoðanir. Það eru ýmis sjónarmið uppi í þeim efnum, auk þess yrði slíkt aldrei gert án verulegrar millifærslu á móti til að mæta þeim sem yrðu fyrir íþyngjandi áhrifum. Tekjulágum fjölskyldum, menningunni og slíku. Við höfum farið yfir þetta eins og mjög margt annað, en niðurstaðan er sú að það er ekki gert ráð fyrir breytingum í þessum efnum í þessari umferð," segir Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að ekki yrði ráðist í breytingar á tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. „Það verða ekki hækkanir á almennu þrepunum í virðisaukaskattskerfinu og það er ekki gert ráð fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira