Engar hækkanir á vaski eða tekjuskatti einstaklinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. ágúst 2011 11:57 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að engar hækkanir verði á virðisaukaskatti eða tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Meðal þeirra leiða sem voru til skoðunar fyrr í sumar til að auka tekjuöflun ríkisins var að koma á einu virðisaukaskattsþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna skoðaði þessar leiðir sérstaklega. Virðisaukaskatturinn lækkaði á matvæli úr 24,5 prósentum í 7 prósent hinn 1. mars 2007, en fyrr í sumar var til athugunar að samræma virðisaukaskattsprósentuna á ný þannig að hún væri hin sama á bæði matvælum og fatnaði og annarri neysluvöru. Í dag er virðisaukaskatturinn með misháa prósentu eftir vöruflokkum, en t.d bera fatnaður, raftæki og bílar 25,5 prósenta skatt. Þetta kom til umræðu en ekki var fyrir þessu áhugi. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, situr í þingmannanefndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að nefndin hefði ekki lagt þessar breytingar á virðisaukaskattskerfinu til heldur hafi nefndinni verið falið að skoða þær. Oddný segir að þingmannanefndin hafi gengið út frá því að leita leiða til að forðast hækkanir á útgjöldum almennings. AGS hafi lagt einföldun kerfisins til, en hún segir að full ástæða sé til að samræma ákveðin þrep, t.d séu lyfseðilsskyld lyf í efsta skattþrepi með 25,5 prósenta vask og barnaföt einnig.Engar breytingar að svo stöddu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sögðu síðan eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ekki stæði til að gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu að svo stöddu. Það var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem lagði til breytingar á virðisaukaskattskerfinu en ekki verður ráðist í þær núna. „Það var kannski tvennt sem þeir (AGS) bentu sérstaklega á, að draga úr þessum mikla mun á milli efra þreps og neðra þreps, hann er óvenju mikill á Íslandi. Og svo í öðru lagi sem framtíðarmarkmið að fara yfir í eitt þrep. Um það geta verið fullgildar, mjög skiptar skoðanir. Það eru ýmis sjónarmið uppi í þeim efnum, auk þess yrði slíkt aldrei gert án verulegrar millifærslu á móti til að mæta þeim sem yrðu fyrir íþyngjandi áhrifum. Tekjulágum fjölskyldum, menningunni og slíku. Við höfum farið yfir þetta eins og mjög margt annað, en niðurstaðan er sú að það er ekki gert ráð fyrir breytingum í þessum efnum í þessari umferð," segir Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að ekki yrði ráðist í breytingar á tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. „Það verða ekki hækkanir á almennu þrepunum í virðisaukaskattskerfinu og það er ekki gert ráð fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að engar hækkanir verði á virðisaukaskatti eða tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Meðal þeirra leiða sem voru til skoðunar fyrr í sumar til að auka tekjuöflun ríkisins var að koma á einu virðisaukaskattsþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna skoðaði þessar leiðir sérstaklega. Virðisaukaskatturinn lækkaði á matvæli úr 24,5 prósentum í 7 prósent hinn 1. mars 2007, en fyrr í sumar var til athugunar að samræma virðisaukaskattsprósentuna á ný þannig að hún væri hin sama á bæði matvælum og fatnaði og annarri neysluvöru. Í dag er virðisaukaskatturinn með misháa prósentu eftir vöruflokkum, en t.d bera fatnaður, raftæki og bílar 25,5 prósenta skatt. Þetta kom til umræðu en ekki var fyrir þessu áhugi. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, situr í þingmannanefndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að nefndin hefði ekki lagt þessar breytingar á virðisaukaskattskerfinu til heldur hafi nefndinni verið falið að skoða þær. Oddný segir að þingmannanefndin hafi gengið út frá því að leita leiða til að forðast hækkanir á útgjöldum almennings. AGS hafi lagt einföldun kerfisins til, en hún segir að full ástæða sé til að samræma ákveðin þrep, t.d séu lyfseðilsskyld lyf í efsta skattþrepi með 25,5 prósenta vask og barnaföt einnig.Engar breytingar að svo stöddu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sögðu síðan eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ekki stæði til að gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu að svo stöddu. Það var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem lagði til breytingar á virðisaukaskattskerfinu en ekki verður ráðist í þær núna. „Það var kannski tvennt sem þeir (AGS) bentu sérstaklega á, að draga úr þessum mikla mun á milli efra þreps og neðra þreps, hann er óvenju mikill á Íslandi. Og svo í öðru lagi sem framtíðarmarkmið að fara yfir í eitt þrep. Um það geta verið fullgildar, mjög skiptar skoðanir. Það eru ýmis sjónarmið uppi í þeim efnum, auk þess yrði slíkt aldrei gert án verulegrar millifærslu á móti til að mæta þeim sem yrðu fyrir íþyngjandi áhrifum. Tekjulágum fjölskyldum, menningunni og slíku. Við höfum farið yfir þetta eins og mjög margt annað, en niðurstaðan er sú að það er ekki gert ráð fyrir breytingum í þessum efnum í þessari umferð," segir Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að ekki yrði ráðist í breytingar á tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. „Það verða ekki hækkanir á almennu þrepunum í virðisaukaskattskerfinu og það er ekki gert ráð fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira