Innlent

70 prósent nýrnagjafa lifandi

Vaxandi stuðningur er við það að nota lifandi gjafa en slíkt er þó enn umdeilt. Nordicphotos/Getty
Vaxandi stuðningur er við það að nota lifandi gjafa en slíkt er þó enn umdeilt. Nordicphotos/Getty
Ísland hefur nokkra sérstöðu hvað líffæragjafir varðar því hér á landi eru um 70 prósent allra nýrnagjafa lifandi. Í Noregi og Svíþjóð eru lifandi nýrnagjafar 35 til 40 prósent en í Finnlandi eru þeir mjög sjaldséðir.

Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans, segir vaxandi stuðning við það að nota lifandi gjafa en slíkt sé þó enn umdeilt.

„Því fylgir alltaf ákveðin áhætta fyrir gjafann en hún er þó mjög lítil. Hér á landi hafa um 130 einstaklingar gefið nýra í gegnum tíðina og hefur þeim vegnað mjög vel,“ segir hann.

Rætt er við Runólf um heitustu umræðuefni í heimi líffæragjafa í sérblaðinu Heilsa og hreyfing sem fylgir Fréttablaðinu. Þau eru líffæraskortur og leiðir til að sporna við slíkum skorti. Auk þess ræðir hann um þá ólöglegu starfsemi sem sprottið hefur upp vegna líffæraskorts.

„Vesturlandabúar fara til vanþróaðra landa á borð við Indland og Pakistan til að fá líffæri,“ segir Runólfur en ólöglegar líffæraígræðslur ná yfir breitt svið. „Oftast er um lifandi gjafa að ræða sem gefa nýra gegn greiðslu.“- sg / Heilsa og hreyfing 12



Fleiri fréttir

Sjá meira


×