Vilja lægra bjórverð svo gestir komi fyrr 11. ágúst 2011 08:00 Gullið flæðir á Enska barnum. Elva Dröfn Sigurjónsdóttir dælir hér Gulli í hádeginu í gær á Enska barnum. Eigandinn segir að með hækkandi áfengisverði komi gestir seinna og jafnvel ölvaðri en áður. fréttablaðið/valli Arnar Þór Gíslason Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækkandi áfengisverði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heimahúsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðuneytið og segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frekari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veitingamanna. Hann segir enn fremur að Reykjavíkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarðanir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugardagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vaktaskipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.isSteingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Arnar Þór Gíslason Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækkandi áfengisverði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heimahúsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðuneytið og segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frekari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veitingamanna. Hann segir enn fremur að Reykjavíkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarðanir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugardagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vaktaskipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.isSteingrímur J. Sigfússon
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira