Heimsþing um hreina orku: Mikill áhugi á samvinnu við Íslendinga 20. janúar 2011 14:40 Forseti átti fund með Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprins og þjóðarleiðtoga Abu Dhabi. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur á Heimsþingi um hreina orku sem nú er haldið í Abu Dhabi átt viðræður við fjölmarga aðila, ráðamenn erlendra ríkja og fulltrúa stofnana og fyrirtækja sem lýst hafa miklum áhuga á samvinnu við íslenska sérfræðinga um nýtingu hreinnar orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu en forseti ræddi meðal annars fyrr í dag við Adnan Amin, settan forstjóra IRENA, nýrrar alþjóðlegrar stofnunar um hreina orku, og var viðfangsefni fundarins m.a. framlag íslensks jarðhitafólks til uppbyggingar stofnunarinnar sem ætlað er að verða aðal samvinnuvettvangur ríkja heims á þessu sviði. „Þá átti forseti fund með Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprins og þjóðarleiðtoga Abu Dhabi, um framhald á samvinnu við Ísland en íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal annaðist á síðasta ári borun eftir jarðhita í eyðimörkinni í Abu Dhabi og skilaði það verkefni afar góðum árangri. Einnig ræddu forsetinn og krónprinsinn um hugsanlega samvinnu þeirra við að kynna á alþjóðlegum vettvangi þau tækifæri sem felast í nýtingu hreinnar orku og hvernig slík verkefni geta auðveldað baráttuna gegn loftslagsbreytingum," segir ennfremur.Leitað eftir samstarfi við Íslendinga Einnig er greint frá því í tilkynningunni að Ólafur Ragnar hafi rætt við fulltrúa annarra ríkja, t.d. Sviss og Marokkó, sem lýst hafi miklum áhuga á því að kynna sér sérstaklega tækni og nýtingu jarðhita og hyggjast þeir leita eftir samstarfi við íslenskar stofnanir og tæknifyrirtæki. „Forseti átti einnig fund með fulltrúum ReadyMix, samstarfsaðila Nýsköpunarstofnunar Íslands, en Ólafur Wallevik prófessor vinnur að þróun umhverfisvænnar steypu í samvinnu við þetta fyrirtæki í Abu Dhabi. Þá ræddi forseti einnig við samstarfsaðila Reykjavik Geothermal, hitti íslenska nemendur við Masdar tækniháskólann og kynnti sér framlag fjölmargra rannsóknarstofnana og tæknifyrirtækja sem taka þátt í viðamikilli sýningu sem haldin er í tengslum við Heimsþingið. Forseti var einnig í fyrrakvöld viðstaddur hátíðlega athöfn þegar hin virtu Zayed orkuverðlaun voru afhent en þau hlaut danska vindorkufyrirtækið Vestas fyrir brautryðjendastarf sitt á heimsvísu við nýtingu vindorku. Við athöfnina var sýnd kynningarmynd þar sem m.a. voru viðtöl við forseta Íslands. Það efni hefur einnig verið sýnt í alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum," segir að lokum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur á Heimsþingi um hreina orku sem nú er haldið í Abu Dhabi átt viðræður við fjölmarga aðila, ráðamenn erlendra ríkja og fulltrúa stofnana og fyrirtækja sem lýst hafa miklum áhuga á samvinnu við íslenska sérfræðinga um nýtingu hreinnar orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu en forseti ræddi meðal annars fyrr í dag við Adnan Amin, settan forstjóra IRENA, nýrrar alþjóðlegrar stofnunar um hreina orku, og var viðfangsefni fundarins m.a. framlag íslensks jarðhitafólks til uppbyggingar stofnunarinnar sem ætlað er að verða aðal samvinnuvettvangur ríkja heims á þessu sviði. „Þá átti forseti fund með Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprins og þjóðarleiðtoga Abu Dhabi, um framhald á samvinnu við Ísland en íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal annaðist á síðasta ári borun eftir jarðhita í eyðimörkinni í Abu Dhabi og skilaði það verkefni afar góðum árangri. Einnig ræddu forsetinn og krónprinsinn um hugsanlega samvinnu þeirra við að kynna á alþjóðlegum vettvangi þau tækifæri sem felast í nýtingu hreinnar orku og hvernig slík verkefni geta auðveldað baráttuna gegn loftslagsbreytingum," segir ennfremur.Leitað eftir samstarfi við Íslendinga Einnig er greint frá því í tilkynningunni að Ólafur Ragnar hafi rætt við fulltrúa annarra ríkja, t.d. Sviss og Marokkó, sem lýst hafi miklum áhuga á því að kynna sér sérstaklega tækni og nýtingu jarðhita og hyggjast þeir leita eftir samstarfi við íslenskar stofnanir og tæknifyrirtæki. „Forseti átti einnig fund með fulltrúum ReadyMix, samstarfsaðila Nýsköpunarstofnunar Íslands, en Ólafur Wallevik prófessor vinnur að þróun umhverfisvænnar steypu í samvinnu við þetta fyrirtæki í Abu Dhabi. Þá ræddi forseti einnig við samstarfsaðila Reykjavik Geothermal, hitti íslenska nemendur við Masdar tækniháskólann og kynnti sér framlag fjölmargra rannsóknarstofnana og tæknifyrirtækja sem taka þátt í viðamikilli sýningu sem haldin er í tengslum við Heimsþingið. Forseti var einnig í fyrrakvöld viðstaddur hátíðlega athöfn þegar hin virtu Zayed orkuverðlaun voru afhent en þau hlaut danska vindorkufyrirtækið Vestas fyrir brautryðjendastarf sitt á heimsvísu við nýtingu vindorku. Við athöfnina var sýnd kynningarmynd þar sem m.a. voru viðtöl við forseta Íslands. Það efni hefur einnig verið sýnt í alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum," segir að lokum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira