Eflum fjárfestingar í sjávarklasanum Jóhann Jónasson skrifar 14. júlí 2011 06:00 Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Nú stendur yfir vinna við að kortleggja íslenska sjávarklasann; alla starfsemi sem snýr að hafinu, frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu að afleiddum greinum svo sem rannsóknum, nýsköpun, líftækni, hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Aðrar þjóðir komnar af staðKlasarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar í nær öllum þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er brýnt fyrir þjóðir sem stunda sjávarútveg að leiða hugann að því hvar vaxtarmöguleikar eru í greininni og þá ekki síður í öðrum greinum sem tengjast hafinu. Noregur, Írland, Bretland og Kanada hafa öll sett sér stefnu um að vera í forystu á sviðum tengdum hafinu þar á meðal upplýsingatækni, líftækni, landgrunnsrannsóknum og fiskeldi. Slík vinna hefur ekki farið fram hérlendis og stefnumörkun á þessu sviði er lítil. Við höfum eytt mestri orku í kvótakerfisumræðu á meðan nágrannaþjóðir okkar eru á fullu í heildarstefnumörkun um hvernig þekking verður best nýtt til að skapa verðmæti í haftengdri starfsemi. Verkefnið um Sjávarklasann kemur til með að bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla samstarf, ekki hvað síst milli nýrra og eldri greina og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Tækifæri í tæknifyrirtækjumNú þegar liggja fyrir upplýsingar um ríflega 70 fyrirtæki sem starfa í tæknihluta klasans, þetta eru fyrirtæki sem ráða yfir eigin vörulínu og selja búnað til útflutnings undir eigin vörumerkjum. Í þessum geira starfa nú um 1.000 manns, mestmegnis tæknimenntaðir einstaklingar. Það félag sem ég starfa hjá, 3X á Ísafirði, rekur uppruna sinn til þess samstarfs sem hefur alltaf verið milli okkar og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum og síðan útbreiddara samstarf við fiskvinnsluna á landsvísu. Slíkt samstarf milli tækni- og sjávarútvegsfyrirtækja gerði okkur kleift að koma fram með nýjar vörur og á sama tíma gerði þetta samstarf sjávarútvegsfyrirtækin samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem þau berjast á. Við erum einn af fáum tæknigeirum í landinu sem er dreifður um allt land og í þessum geira eru gríðarleg tækifæri, en hann hefur ekki notið mikillar athygli á undanförnum árum. Þar kunnum við sem störfum í þessum tæknifyrirtækjum að eiga einhverja sök, en umræðan um sjávarútveginn hefur ekki gert það að verkum að fólk í greininni sé áfjáð að standa upp og tala um hvað vel hefur tekist. Fjárfestingarsjóður SjávarklasansMeiri umræða um íslenska sjávarklasann og þau tækifæri sem hann getur skapað, getur varpað ljósi á starfsemi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aukið áhuga fjárfesta og annarra aðila á að styðja og efla fyrirtækin. Það eru spennandi tækifæri fólgin í að sameina félög innan skyldra greina til að auka slagkraftinn. Við viljum sjá sjávarútvegsfyrirtækin koma meira inn í starfsemi þessara félaga, fjárfesta í þeirri þekkingu sem eflir þeirra eigin starfsemi. Við þurfum líka að sjá fjármálamarkaðinn sýna þessum geira meiri áhuga. Ein hugmynd væri að stofna sérstakan hlutabréfasjóð eða áhættufjárfestingasjóð í sjávarklasanum. Sjóður sem væri sérhæfður í fyrirtækjum og starfsemi tengdri sjávarklasanum. Kortlagning klasans varpar ljósi á hvaða félög tilheyra þessum öfluga klasa og gefur það fjárfestum og frumkvöðlum innan greinarinnar góða yfirsýn á tækifærin sem þar kunna að liggja. Við þurfum að komast út úr eilífðarkarpi um fiskveiðistjórnunina og fara að horfa fram á veginn. Óvissan í sjávarútvegi dregur úr kraftinum í flestum tengdum greinum í sjávarklasanum. Verkefnið framundan er að efla fyrirtækin í öllum sjávarklasanum og skapa þeim trausta umgjörð til að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Nú stendur yfir vinna við að kortleggja íslenska sjávarklasann; alla starfsemi sem snýr að hafinu, frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu að afleiddum greinum svo sem rannsóknum, nýsköpun, líftækni, hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Aðrar þjóðir komnar af staðKlasarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar í nær öllum þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er brýnt fyrir þjóðir sem stunda sjávarútveg að leiða hugann að því hvar vaxtarmöguleikar eru í greininni og þá ekki síður í öðrum greinum sem tengjast hafinu. Noregur, Írland, Bretland og Kanada hafa öll sett sér stefnu um að vera í forystu á sviðum tengdum hafinu þar á meðal upplýsingatækni, líftækni, landgrunnsrannsóknum og fiskeldi. Slík vinna hefur ekki farið fram hérlendis og stefnumörkun á þessu sviði er lítil. Við höfum eytt mestri orku í kvótakerfisumræðu á meðan nágrannaþjóðir okkar eru á fullu í heildarstefnumörkun um hvernig þekking verður best nýtt til að skapa verðmæti í haftengdri starfsemi. Verkefnið um Sjávarklasann kemur til með að bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla samstarf, ekki hvað síst milli nýrra og eldri greina og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Tækifæri í tæknifyrirtækjumNú þegar liggja fyrir upplýsingar um ríflega 70 fyrirtæki sem starfa í tæknihluta klasans, þetta eru fyrirtæki sem ráða yfir eigin vörulínu og selja búnað til útflutnings undir eigin vörumerkjum. Í þessum geira starfa nú um 1.000 manns, mestmegnis tæknimenntaðir einstaklingar. Það félag sem ég starfa hjá, 3X á Ísafirði, rekur uppruna sinn til þess samstarfs sem hefur alltaf verið milli okkar og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum og síðan útbreiddara samstarf við fiskvinnsluna á landsvísu. Slíkt samstarf milli tækni- og sjávarútvegsfyrirtækja gerði okkur kleift að koma fram með nýjar vörur og á sama tíma gerði þetta samstarf sjávarútvegsfyrirtækin samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem þau berjast á. Við erum einn af fáum tæknigeirum í landinu sem er dreifður um allt land og í þessum geira eru gríðarleg tækifæri, en hann hefur ekki notið mikillar athygli á undanförnum árum. Þar kunnum við sem störfum í þessum tæknifyrirtækjum að eiga einhverja sök, en umræðan um sjávarútveginn hefur ekki gert það að verkum að fólk í greininni sé áfjáð að standa upp og tala um hvað vel hefur tekist. Fjárfestingarsjóður SjávarklasansMeiri umræða um íslenska sjávarklasann og þau tækifæri sem hann getur skapað, getur varpað ljósi á starfsemi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aukið áhuga fjárfesta og annarra aðila á að styðja og efla fyrirtækin. Það eru spennandi tækifæri fólgin í að sameina félög innan skyldra greina til að auka slagkraftinn. Við viljum sjá sjávarútvegsfyrirtækin koma meira inn í starfsemi þessara félaga, fjárfesta í þeirri þekkingu sem eflir þeirra eigin starfsemi. Við þurfum líka að sjá fjármálamarkaðinn sýna þessum geira meiri áhuga. Ein hugmynd væri að stofna sérstakan hlutabréfasjóð eða áhættufjárfestingasjóð í sjávarklasanum. Sjóður sem væri sérhæfður í fyrirtækjum og starfsemi tengdri sjávarklasanum. Kortlagning klasans varpar ljósi á hvaða félög tilheyra þessum öfluga klasa og gefur það fjárfestum og frumkvöðlum innan greinarinnar góða yfirsýn á tækifærin sem þar kunna að liggja. Við þurfum að komast út úr eilífðarkarpi um fiskveiðistjórnunina og fara að horfa fram á veginn. Óvissan í sjávarútvegi dregur úr kraftinum í flestum tengdum greinum í sjávarklasanum. Verkefnið framundan er að efla fyrirtækin í öllum sjávarklasanum og skapa þeim trausta umgjörð til að vaxa og dafna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun