Tveir þriðju vilja halda ESB-umsókn Íslands til streitu 12. september 2011 06:00 Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka. Örlítið virðist hafa dregið úr stuðningi við að ljúka viðræðum frá því Fréttablaðið kannaði afstöðu til málsins síðast, í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðum en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna klofna í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Um 48,9 prósent sjálfstæðismanna vildu halda umsóknarferlinu áfram og 52,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar vildu nær allir ljúka viðræðunum. Aðeins 4,3 vildu draga umsóknina til baka. Öðru gildir um þá sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Um 67,4 prósent þeirra sögðust vilja draga umsóknina til baka. Karlar vilja frekar ljúka viðræðunum en konur. Um 67,5 prósent karla voru þeirrar skoðunar en 59,2 prósent kvenna. Meiri stuðningur er við að ljúka viðræðunum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Um 68,5 prósent íbúa höfuðborgarinnar vilja klára viðræðurnar, en 52,3 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu.- bj Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka. Örlítið virðist hafa dregið úr stuðningi við að ljúka viðræðum frá því Fréttablaðið kannaði afstöðu til málsins síðast, í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðum en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna klofna í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Um 48,9 prósent sjálfstæðismanna vildu halda umsóknarferlinu áfram og 52,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar vildu nær allir ljúka viðræðunum. Aðeins 4,3 vildu draga umsóknina til baka. Öðru gildir um þá sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Um 67,4 prósent þeirra sögðust vilja draga umsóknina til baka. Karlar vilja frekar ljúka viðræðunum en konur. Um 67,5 prósent karla voru þeirrar skoðunar en 59,2 prósent kvenna. Meiri stuðningur er við að ljúka viðræðunum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Um 68,5 prósent íbúa höfuðborgarinnar vilja klára viðræðurnar, en 52,3 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu.- bj
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira